Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Síða 6
hefur alið honum fimm börn, og telur orðið Sikiley heimkynni sitt. Hann hefur háð linnulausa högg orrustu við yfirvöldin og safnað um sig öflugum flokki manna, sem stefna eins og hann að því að hefja Sikileyinga upp úr eymd og vesaldómi. Hann hefur vakið at- hygli heimsins á því, að Sikiley er til og hversu þar er ástatt. En ítölskum stjórnarvöldum hefur veitzt erfitt að fyrirgefa honum það. Hann var handjárnaður, þegar hann skipulagði sveit at- vinnulausra manna og lét þá hefja vegagerð í óþökk allra. Hann hef ur margsinnis verið saksóttur, hann hefur verið sviptur vegabréfi sínu, og oft hefur hann hírzt í fangelsum. Sikileyskir smáborg- arar kasta að honum köpux’yrð- um. Ruffíni kardináli, æðsti mað- ur kirkjunnar á Sikiley, hefur aus ið yfir hann illyrðum. En Daníló gefur sér sjaldan tíma til mikils orðaskaks. Hann er aftur á móti jafnfús til vinsamlegs samstarfs við kommúnista og líknsama presta, leitast við að fylkja liði um þau mál, sem heiðarlegir og góð- viljugir menn vilja styðja, hversu sem háttað er stjórnmálaskoðun þeirra. En því miður hefur reynsl an orðið sú, að þorri prestastéttar innar á Sikiley hefur verið tregari til liðveizlu við umbótamálin en kommúnistarnir. Það fékk líka kaþólskur prestur frá Hollandi að reyna. Hann kom til bæjariijs Palma di Montesíaró til þess að vinna þar að umbótum í félags málum. En hann varð að hröklast brott eftir nokkurn tíma, þegar prestarnir risu öndverðir gegn honum. Daníló rís árla á fætur. Á morgn ana stundar hann ritstörf — sem- ur bækur, sem eru sambland hag- fræðilegra og félagsfræðilegra at hugana og viðtala við alþýðufólk. Hann talar jafnt við hjarðmenn, skækjumiðlara, verzlunarmenn, daglaunamenn, verklýðsforingja og fanga — og alla kynnir hann þá lesendunum með því orðafari, sem þeim er tamt. í bókinni Sam töl 1 Spine Sante reifar hann nýjar, heimspekilegar kenningar. Daníló er ótrauður ferðamaður. Hann hefur farið fyrirlestraferð ir til Indlands, Vesturheims og Vestur-Afríku, og hann hefur far ið til Norðurlanda. Ungt fólk sæk ir mjög fyrirlestra hans, og í Suður-Ameríku og í Vestur- Afríku hafa kenningar hans um andspyrnu og baráttu án ofbeidis fallið í hinn fi-jóasta jarðveg. — Sumir halda, að starfsað- ferðir okkar henti einungis Sikiley, segir hann. Ég held, að okkur hafi tekizt að móta vinnubrögð, sem hæfi ágætlega í mörgum öðrum löndum, þar sem fátækt ríkir og stjórnarfar er spillt. í vanþróuð- um löndum gerist aldrei neitt, sem til bóta er, nema til komi þrýsting- ur neðan frá. hingað til hefur einkum verið reynt að hnekkja kúgunarvaldinu með blóðugum uppreisnum og byltingum. Ég trúi því, að settu marki megi ná með öðrum aðferðum. En þær verða að vera byggðar á þekkingu á þjóð- félagsháttum og hugsunarhætti fólksins og eiga rætur í menningu þess og lífsvenjum. Aldous Huxley kallaði Daniló einu sinni heilagan mann á tuttug ustu öld. Þessi nafngift hefur mjög loðað við hann, honum til mestu gremju. Hann vill ekki láta líkja sér við heilagan Fransiskus eða Gandhí. — Ég er ekki annað en ósköp venjulegur maður, segir hann hálf argur. Það eru fjárplógsmennirn ir og valdastreitumennirnir, sem eru sjúkir og afbrigðilegir — allir þeir, sem geta látið sér lynda að hagnast á kvöl annarra. Þeir, sem kunnugir eru á Sikil ey, ganga þess ekki duldir, að þar er nú annað andrúmsloft en fyrir átta til tíu árum. Tökum smá bæinn Partinícó til dæmis. Fólk veður þar ekki lengur saurinn á aðalgötunum. En úr hliðargöt- unum leggur enn megna fýlu af saur manna, asna og annarra hús- dýra. Börnin eru frísklegri og hold ugri en áður og mörg eru þau furðuvel klædd í samanburði við göturnar, sem eru leikvöllur þeirra Víða er unnið að byggingum. Fólk, sem hefur sofið, nærzt og aukið kyn sitt í gluggalausum grenjum, er farið að reisa hús með svefn- herbergjum. Vorið 1956 hripaði Daníló þessi orð í dagbók sína: „9 apríl: Ungur piltur var stung inn í brjóstið í nótt. Gömul kona, sem varð vitni að þessu, hneig niður örend ... 23. apríl: Kona myrt á Vía della Madonna — hún var nítján ára ... 5. maí: Enn var myrtur maður, hinn fjórði á einum mánuði ... 29. maí: Lík ungs manns fundið í vatnsgeymi undir húsi. . .“ Nú getur heilt misseri eða jafn vel heilt ár liðið svo, að ekki sé framið morð í Partinícó. Það er mikil framför í þessum bæ, sem talinn hefur verið eitt hið versta glæpamannahreiður á Sikiley síð an á dögum Garibalda. Útlendingar finna líka, að við- mótið er annað en það var — tor tryggnin minni. Iðjulausir menn á götunni störðu með óvildina upp málaða í svipnum á eftir gestinum, karli eða konu, líkt og þeir vildu segja: Hvern fjandann ert þú að flækjast hér? Vorið 1959 var til- gangslaust að spyrja fólk á göt- unni, hvar bækistöðvar Danílós væru, þótt hann væri þá búinn að vera nokkur ár í þessum bæ og áður þrjú í grannbænum Trappetó, þegar heimsfrægur maður. Hann hafði þá hvað eftir annað fastað með fylgismönnum sínum, ráðizt í framkvæmdir í óþökk yfirvalda, staðið í gapastokk og setið í fang elsum. En það var eins og andlit in lokuðust, ef spurt var um hann. Saman fór andúð á afskiptum hans, og ótti við að vísa ferða- manni á fund þessa manns, sem embættismennirnir og glæpafor- ingjar hötuðu. Nú er þetta allt breytt. Fólkið á götunni vísar gestinum fúslega á Daníló eða aðstoðarniann hans: — Já, þér ætlið i stöðina. Sá gamli er þar ekki núna. Hann fór áðan heim að borða. Það getur jafnvel komið fyrir, að útlendingurinn sé beðinn að lesa franskt eða þýzkt bréf, sem einhverjum hefur borizt í hendur. — Það væri betra að eiga heima á Sikiley, ef margir væru eins og hann, segir kona í nýlenduvöru búð. Komi hér vatnsból, þá er það honum að þakka. Hann hættir ekki fyrr en stíflugerðinni er lok ið. í fyrra átti Daníló þó örðuga daga. Stjórnarvöldin höfðu höfð að mál gegn honum, og sökin var sú, að hann hafði móðgað og svívirt fyrrverandi ráðherra, Bernardó Mattarella, sem hafði með höndum mál, er vörðuðu utan ríkisverzlunina. Daníló var kvadd- ur til Rómar til þess að bera vitni fyrir nefnd, sem safnaði vitneskju um starfsemi mafíunnar á Sikiley. Hann bar ráðherrann þeim sök- um, að hann hefði átt i samning 270 TÍUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.