Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Qupperneq 14
ur hefur meðfæddan hæfileika að njóta myndlistar, og þessi hæfi leiki þroskast síðan náttúrlega eftir aðstæðum. Sumir hafa hvorki tíma né aðstöðu til þess að skoða myndir, og því er þroskinn eðli- lega mismikill. Það er alls ekki eins mikill vandi að njóta myndlistar og list málarar prédika yfir samborgur um sínum. Ef orð kollega minna væru tekin bókstaflega, þyrfti stundum að standa á höfði fyrir framan listaverkin þeirra, svo „myndlistar" yrði notið til fulln ustu. Þú hefur því miður tekið orð þeirra bókstaflega. Þegar við njótum fegurðar i náttúrunni, horfum við blátt áfram á fegurðina. Vilji maður njóta feg urðar í málverki, er þá ekki nóg að horfa á það eins og horft er á fallegt landslag. Ég slæ úr pípu minni og er hugsi. Sverrir kveikir sér í sígar ettu. —Þetta er trúlega rétt, segi ég loks. En einhver myndhöggvari tjáði mér um daginn, að ég öðl- aðist ekki vit á myndlist fyrr en eftir tíu ára strangt listnám í gróð urreit heimsborganna. — Ja, hvur djöfullinn. Svo rambar þú í tíu ár á söfn og lista háskóla, allt frá Grikklandi, norð ur til Hafnar og austur í Moskvu, og gleymir að skoða það, sem skiptir mestu, til dæmis færeyska list. Nú er mikið talað um það á meðal listamanna, að nauðsynlegt sé að fylgjast með nýjungum í list um. Listamennirnir spana svo til Parísar, London eða jafnvel New York. En hver er kominn til þess að segja, að nýjungar sé að finna í þessum borgum. Gæti það ekki allt eins verið á Grænlandi eða jafnvel hér á Vesturgötunni. Það væri lveg voðalegt, ef þessi myndhöggvari segði satt. Þá væri enginn maður fær um að njóta myndlistar, dæma hana og meta. Ég segi um mig, að ég hef aldrei ferðast vítt og breitt um heiminn, kem víst aldrei til með að gera það, og samt þori ég að mála. En kannski á það ekkert skylt við myndlist, þetta, sem ég vinn að daginn út og daginn inn. Þessi þeytingur á listamönnum er talsverður misskilningur. Þeir, sem hafa náð langt í listum, hafa yfirleitt þrengt að sér eftir að þeir náðu vissum aldri, segjum þrítugsaldri. Þessir menn hafa jafnvel hætt að fara út úr göt unni sinni. Þeir vildu gera eitt hvað upp á eigin spýtur. Þeir vildu ekki apa verk annarra. Þeir leituðu fanga í eigin hug, óg þá þótti þeim skyndilega þarflaust að æða eins og engisprettur yfir öll menningarlönd veraldar. Sverrir blæs frá sér bláum reykj arstrók og fylgir honum eftir með augunum, þar sem hann leggst ut- an í svart herbergisloftið. —Ég skal segja þér, að hugs- anagangur flestra íslenzkra lista- manna er eitt af undrum veraldar, hið áttunda. Það er næstum grát- broslegt að kynnast honum. Einn af kollegum mínum gerði mig alveg orðlausan um daginn. Ég held, að ég verði það ekki oft, en í þetta skipti lá við að ég stam aði. Að vísu var þetta ungur mál- ari og eflaust ekki mjög lífsreynd ur, en mér stendur hjartanlega á sama. Hann vék sér sisvona að mér og spurði spekingslega: Jááá, jááá, hvernig er það, Sverrir, notarðu enn þá sömu tilfinningar og þú varst með á síðustu sýningunni þinni? Mér varð svo mikið um þetta, að ég vissi ekki í fyrstunni, hverju svara skyldi. Sömu tilfinningar. Ég reyndi auðvitað að stama upp úr mér svari: Ja, ég get eiginlega lítið annað sagt en jú. Þetta er nú orðið svo fjári slæmt með mig, að ég er farinn að baksa með mínar eigin tilfinningar. Ég reyndi að burðást með þær á síðustu sýn ingunni og geri það raunar enn, eða reyni það að minnsta kosti. Þetta er að sjálfsögðu ekki til samræmis við ykkur biblíu, en ég læt mig samt hafa það, þó það sé stundum helvíti leiðinlegt að drattast með sjálfan sig á bakinu. Ég vildi svo sem gjarnan hafa aðra og skemmtilegri félaga, en ég kann ekki lengur við að nota tilfinningar annarra manna. Annað hvort hef ég mínar eigin tilfinning ar eða hætti þessu alveg. Ég varð svo alvarlegur, þegar ég fór yfir þrítugsaldurinn, að mér þótti ekki hægt að vera með stráksskap leng ur. — Mér hefur stundum heyrzt á hinum róttækustu, að listin ætti ekkert skylt við tilfinningar. — Mikil ósköp, tilfinningar. Þær eru bölvað moð og rusl í aug- um þessara manna. — Þessir lista- menn ættu að skammast sín fyrir hiS éttunda. 278 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.