Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Side 17
bak við málverk og lokar glugga. Á meðan talar hann. —Það, sem hrjáir íslenzka lista menn í dag, er sko þetta, að frels ið er ekkert frelsi. Það er orðið svo erfitt og mikið verk að halda í skottið á tjáningarfrelsinu, að það er verra en nokkurt tugthús. Tilfinningar eru bannvara. Manni er bókstaflega bannað að hrífast. Maður má barasta ekki hrífast. Gott, ef manni leyfist að verða ást fanginn, það er alveg spursmál. Þessi liöft eru nú lögð á allar list ir, skáldskap, tónlist og myndlist. Hann er aftur seztur í legubekk inn. —En svo er annað. Hinir merki legu listamenn hafa allt of háar hugmyndir um sjálfa sig. Stundum mætti túlka orð þeirra svo, að þeir væru komnir miklu lengra en — ja til dæmis Rembrandt. Þeir væru miklu merkari listamenn, já miklu fullkomnari en hinir gömlu snillingar. Nú ef svo er, hljóta þessir menn að vera komnir með kúlur út úr enninu, eins konar útibú, sem taka við öllum þeim forða af mannviti, er Rembrandt hafði ekki pláss fyrir. Þeir þykjast jafnvel vera komnir á endapunkt inn. Sem sagt: Næsta kynslóð list málara verður atvinnulaus. Þetta er engin lygi. Þessir menn láta svona. Meðalmennirnir í dag þykj ast vera komnir miklu lengra en stóru andarnir fyrrum. —Alla vega gengur fólki verr að skilja og meta verk þeirra. — Auðvitað geta sárafáir notið svona merkilegrar listar. Þessir menn eru nefnilega allt of langt á undan sinni samtíð. Ég fékk einu sinni þá hugdettu að bera fram á aðalfundi í mínu félagi tillögu þess efnis, að refsa bæri mönnum, sem eru of langt á undan sinni samtíð. Það er bara spursmál, hvort ætti ekki að gera það. Hvern andskot- ann eru menn að gana svona á undan? Geta þeir ekki haldið sig á mottunni, verið einhvers staðar í námunda við sína samtíð? Það koma listmálarar fyrir árið þrjú- þúsund. Við höfum ekkert að gera með að stelast svona á undan. Sum ir þessara merkilegu listamanna eru jafnvel miljón árum á undan sinni samtíð, og það er afleitt, því myndirnar þeirra verða löngu orðnar ryk og skítur áður en mað urinn hefur öðlast nægilega þrosk að heilabú að njóta þessara lista- verka. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ — Mér hefur nú heyrzt á þess- um mönnum, að það sé ekki öðru að kenna en skilningsleysi fólks, að verk þeirra eru ekki metin „að verðleikum11. — Þeir eru óskaplega frekir. Það vantar -ekki. Mér finnst það beinlínis frekja og dónaskapur að ætlast til þess, að fólk taki við öllum nýjungum möglunarlaust. Segjum svo, að ég flytti búferlum í annað land. Það tæki mig tölu- verðan tíma að aðlagast umhverf- inu og semja mig að lifnaðarhátt- um annarrar þjóðar. Ef til vill tæki það mig alla ævina. Nú, — svo kemur fólk sem hefur kannski aldrei séð myndir af öðru en landslagi og fólki, það hefur barasta ekki séð annað, og einhverjir menn heimta, að það sé tilbúið að samlþykkja *gla og fer inga og strik eða klessur á stund inni. Þetta er frekja. Fólk væri öheilbrigt, ef það gæti samþykkt svona á stundinni. Maðurinn er ekki svo andskoti sveigjanlegur. Þegar fólk hristir höfuðið yfir ferningamyndunum, verða lista mennirnir æfir og kalla það „al- menning“ og „venjulegt fólk“ og ég veit ekki hvað. Ha? Menn geta þó verið kurteisir. — En mun tíminn ekki skera úr um það, hvað af þessu sé í raun og veru list? —Jú, að sjálfsögðu tíminn, og ekki sízt fólkið sjálft. Við vitum mæta vel, að ein- ungis örfáum listamönnum tekst að gæða verk sín innblæstrinum, hinu æðra, hinu upphafna. Verk hinna eru flest ef ekki öll tiltölu lega köld, fallegir hlutir, en ekki meira. Þau hrífa ekki. Og taktu eft ir, að fólkið er .nefnilega nokk uð naskt á þessa æðri tilfinningu. Það finnur hana miklu fremur en listamennirnir sjálfir, hvað pá þessir merkilegu listamenn, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð mitt í hringiðu af alls konar „úreltum” formum og „nýjungum.“ Hverjir hafa kallað Kjarval snilling? Hverj ir kusu hann mestan allra íslenzkra málara? sem hann jú ótvírætt er. Var það ekki fólkið, sem útnefndi Kjarval? Það skynjaði innblástur inn í verkum hans. Það voru ekki kollegar mínir, listamennirnir, ab straktmennirnir, sem nefndu Kjar val meistara. Þeir kunna þvert á móti ekki að meta hann og hafa ekkert af honum lært, og væru þeir þó betur settir, ef þeir hefðu lært eittihvað af honum. Þeir hafa meira að egja hunzað Kjarval, komið skammarlega fram við hann. Þegar ég var í háspekifélaginu, átti maður alls ekki að líta á Kjarval sem listmálara. Hann var ekki í prógramminu. Hann var bara „svona gamall landslagsmálari". Hann tilheyrði prjónakerlingum og neftóbakskörlum. Kjarval hef ur alltaf staðið einn. Hann hefur alltaf orðið að berjast einn gegn öllum öðrum listamönnum, en til allrar hamingju er hann svo hátt yfir þessa menn hafinn, að hann getur leyft sér að brosa að smá- sálarlegum óþverraskapnum í þeim. — Líður þér betur eftir umskipt in, Sverrir, þykir þér þú hafa tek ið rétta stefnu frá sjónarmiði sálar og hjarta, ef ég má kalla það svo? —Mér líður mun betur. Raun- ar gekk svolítið á, þegar breyting in var að gerast, en nú þykir mér ég vera frjáls maður, að minnsta kosti miðað við það, sem ég var. Mér finnst ég geta staðið einn. Ég þarf ekki að fara í neina klíku til þess að fá húrrahróp og stuðning. Svo hefur þetta önnur áhrif: Ég er farinn að taka eftir lífinu í kringum mig. Ég er ekki lengur hátt yfir það hafinn. Ég tek þátt í lífinu. Ég mundi ekki núna láta nokkurn mann komast upp með það að berja saklaust barn í næsta húsi. Ég mundi strax þjóta út og berja hann í hnoða. Þannig kemur þetta líka út. Núna kemur mér eiginlega allt við. Ég tek ósjálfrátt afstöðu, mína eigin afstöðu til allra hluta og allra mála. Ég þarf ekki lengur að velta því fyrir mér, nvort hún passi eða passi ekki. Ég tek hana bara. Hún er oft óþægi- leg fyrir hina, passar ekki í súp- una hjá þeim, og ég er kallaður skammarkjaftur og sérvitringur fyrir bragðið. En mér er andskot ans sama. Einhvern tímann munu þessir Narkissusar uppgötva sér til hrellingar, að tjörnin, sem þeir nota til að spegla sig í, er löngu orð in þurr. Og Syerrir kremur sígarettu- stubbinn í leirbakka,. sem flatmag ar á sóffaborðinu milli okkar. jöm 281

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.