Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Side 18
§ ÚR SYRPU BÓNDANS Höfundur þessara hendinga, Pétur Þörarinsson, faeddist að Hraunl f Keldudal við Dýrafjörð, en b|ó búi sínu að Kambshóli i Svínadai árin 1950—1964. Brugðið búi Kveð ég að hausti, hugurinn klökknar, himinninn þokugrár. Hvað er að gerast? Vangi minn vöknar. Voru það saknaðartár? Hvers er að sakna? Hrjósturs og hríða, hrellinga, kulda og strits. Hér var þó stundum í brjósti mér blíða, brennandi löngun til vits. Nú á að kveðja, það kólnar í dölum, kjarkurinn vikinn á braut. Von er á hríðum í svalköldum sölum, sumar f aldanna skaut. Allt ber að þakka, þrautir og gleði, þess vil ég minnast hér. Handleiðslu guðs mínu ráði réði og ræður að lokum mér. Kveð ég hér allt, sem ég kunni að meta, kulda, myrkur og hrfð. Þelr munu starfa, sem starfað geta af stórhug á komandi tíð. Hér hafa börnin mín brosað og grátið, bundið sín fyrstu spor í brekku hjá túnfæti, leikið og látið, lifað hin fegurstu vor. Kveð ég hér urðlr, hæðlr og hóla, hálfdeigjur, lautir, slörk kveð ég þig, sóley, fífill og fjóla, fjalldrapi, lyng og björk. Hér hef ég beðið við brjóst minnar vinu um birtu og hækkandi sól, hér, hef ég starað, þá stjörnurnar skinu — starað unz hjarta mitt kól. Kveð ég hér þresti, lóur og lóma, laufblöð og visin strá, kveð ég hér vorsins vermandi hlióma, vini, sem allir þrá. 282 TÍHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.