Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Síða 19
Komandi tíð Kúturinn er tómur, konan orðin blönk,
fylgí gæfa og gengi, gróandi blómstur og skjól. Hamingjan bíður i haga, á engi, með hækkandi, vermandi sól. hvergi neitt, sem ánægju má veita. Stjómarfarið rotið, stefnuskrár í hönk, stöðugt aukast vandræðin til sveita.
Að haustnóttum Bágt er nú ástandið, samvizkan seld, sultur hjá helvítis kokknum, konan er ófrísk, en kýrin er geld, ég kenni það það Siálfstæðisflokknum.
Sumarið kveður, svalur andar blær, söngurinn þagnar, lijartað hraSar slær, fölnar 1 hliðum fjólan himinblá, fyllir minn huga minning, von og þrá. ★ Þröngt er oft í þarfabás, þar er að öllu bagi, hafi ég reist mér hurðarás heldur í stærra lagi.
Helfjötur dauðans heggur lífsins þráð, himinnlnn speglar grafartign og náð, með vorl nýju vaxa blóm á grund, ó, veit mér, lífsins rerra, að sjá þá stund. ★ Fer að halla á fannakall, flóðin gjalla stríðu. Vorsins snjalla veðrafall vekur alla blíðu.
Stökur ★
Ég skelf hér á hafinu skammdegið leitt, og skelfing er dapurt mitt sinni- Ég get ekki beðið um betra neitt en bólið hjá konunnl minni. Vínið er bölvun, þeir segja það satt, syndugir hverfum við héðan, templurum greiðum þó skemmtanaskatt, sknldirnar vaxa á meðan.
★ ★
Grána hlíðar, gráta torg, geisa þrumuveður, þá verður mikil þjóðarsorg þegar stjórnin kveður. Þegar ég vildi gera gott, til gleði öðmm vera, svívirðingar, sorg og spott sjálfur mátt! bera.
★ ★
Leiðir dagar liða seint, lamast þrek og vilji. Mikið getur maður reynt myrka góubylji. Alltaf stundar agg og þras, amstrið vekur hrellingu. Það er mesta bölvað þras að beygja þessa kellingu.
★ ★
Hvaðan er sá feiknakraftur fenginn, sem færði Páli telpuna og drenginn? Víst er þetta voðalegur kraftur, veiztu hvað? Hann tvíbarnaði aftur. Forðumst bæði fals og tál, flnnum hugsjón bjarta, látum sérhvert leyndarmál lifa í eigin hjarta.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
283