Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Blaðsíða 4
11
>a»»5gK
fgBsil
fáninn bláhvíti
og
Það var vor í lofti árið 1907, og
mönnum fannst til um, hversu
öllu fleygði fram: Engin kynslóð
hafði fyrr lifað svo stórfenglega
tíma. Dr. Valtýr Guðmundsson, rit-
stjóri Eimreiðarinnar (sá maður,
sem fyrstur mun hafa vakið máls
á því að hita húsin í höfuðstaðn-
um með laugarvatni, fer svofelld-
um orðum um afrek þau, sem unn-
in voru þetta ár:
„Aldrei hafa framfarirnar verið
eins óðfluga í heiminum og á vor-
um dögum. Hver uppgötvunin rek
ur nú aðra, svo að nú eru gerðar
fleiri uppgötvanir á einu ári en
áður á heilum öldum. Þetta sýnir,
hve mannsandinn er orðinn miklu
fullkomnari en hann áður var og
hve mikiir þroskamöguleikar hans
eru. En auðsætt er þó, að minnst
er af því séð enn, hvíiík undraverk
hann getur gert. . .
Dágott sýnishorn af því, hve
hraðstdgar framfarirnar eru nú
orðnar, má fá með því að iíta yfir
hinar mörgu, þýðingarmiklu upp-
götvanir, sem gerðar hafa verið
árið 1907 — ekki aðeins í jörðu
og á, hendur og í loftinu yfir
henni.
Loftskeytasambandið hefur á
árinu 1907 tekið stórmiklum fram-
förum. Marconi hefur tekizt að
koma á föstu sambandi yfir At-
lantshafið milli Evrópu og Ameriku
og Valdimar Poulsen hefur drjúg-
um fullkomnað hina nýju loftrit-
unaraðferð sína. En auk þess hef-
ur honum tekizt að koma á þráð-
lausu samtali milli Kaupmanna
hafnar og Berlínar . . . En það eru
ekki lengur orðin ein, sem nú má
senda á vængjum rafmagnsins. Því
prófessor Korn í Miinchen hefur
nú fundið áreiðanlega aðferð til að
senda líka myndir með síma milii
fjarlægra staða, borga og landa . . .
Þá er það ekki nein smáræðis-
uppgötvun, sem Louis Brennan
gerði sumarið 1907. En hún er sú,
að hægt sé með skopparakringlu-
afli að halda járnbrautarvögnum í
jafnvægi á einu spori eða á einum
járnteinungi . . . Þá er og upp-
götvun sú, er efnafræðingurinn
William Ramsey gerði 1907, talin
stórmerkileg. Hann var áður orð-
inn heimsfrægur fyrir uppgötvanir
sínar á lofttegundinni helíum og
auk þess á fjórum tegundum af
loftgasi. En í mai 1907 auglýsti
hann, að fundin væri aðferð til að
búa til kopar úr öðrum efnum
(sódíum, lithíum og pótassíum) . .
Flutningatæki þjóðanna hafa
1907 tekið stórkostlegum umbót-
um. Má þar einkum tiinefna, að
farið var að nota „túrbín“ -gang-
vélar í hafskip, sem gerir þau svo
örskreið, að hin stærstu eimbákn
hafa komizt yfir Atlantshaf á fjór-
um sólarhringum og tæpum tut-
tugu klukkustundum. Þá hafa loft-
siglingar tekið afarmiklum fram-
förum 1907, svo að nú eru búin
til öflug loftför, sem hægt er að
stýra eftir vild og knýja með undra
hraða í hverja átt sem vill, jafnvel
á móti stinningsstormi . . . Nú er
í ráði að stofna loftsiglingarsam-
band til mannflutninga milli Ber-
línar og Kaupmannahafnar og
jafnvel byrjað að safna bhitafé til
þess . . . Á köfunarskipum varð
sú umbót, að nú hefur tekizt að
sigla sex hundruð metra langan
veg neðan sjávar og haldast heil-
an sólarhring við hafsbotn, án
þess að gnægð þryti af fersku
lofti.
Þá þykjast og stjörnufræðingar
hafa leitt sennileg rök að því, að
lifandi verur og mörg og mikil
mannvirki séu á plánetunni Marz.
Myndir, sem teknar hafa verið af
þeim hnetti, virðast benda á, að
þar séu mannlegar verur, og
franskir stjörnufræðingar þykjast
sjá þess merki, að þær verur séu
miklu lengra komnar í mannvirkja
fræði en nokkrir menn hér á
jörðu. Álíta menn, að Marzbúar
hafi um langan tíma verið að
reyna að komast í samband við
oss hér á jörðunni, þótt enn hafi
það ekki tekizt fyrir vanmátt jarð-
arbúa. En nú hafa vísindamenn
fengið það hugboð, að nota mundi
mega aflið í Niagarafossi til þess
að senda svo sterka rafmagns-
strauma til Marz, að Marzbúar fái
að vita, að hér séu lifandi og starf-
andi verur, sem óska sambands
við þá.
Þá hefur dr. Samúel J. Meltzer
komizt að því 1907, að nota megi
laxersalt til svæfingar við hold-
skurði. . .
í mannvirkjafræði má nefna þá
framför, að Edison hefur smíðað
mótor, sem getur geymt í sér svo
mikið rafmagn, að það .nægi til að
knýja vagn fjórtán þúsund mdna
(enskra) langan veg .. .
Þetta, sem hér er talið, er aðeins
lítill hluti af öllum þeim aragrúa
af nýjum uppgötvunum, sem gerð-
ar voru árið sem leið. En þær eru,
þó ekki séu fleiri taldar, svo merk-
-------------------------------------fr
Horft til ársins 1907 - III
460
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ