Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Blaðsíða 12
í síðasta tölublaði var rætt við
Magnús Jóhannsson um kvik-
myndatökur af náttúrunni, lif-
andi og dauðri. Þar kom meðal
annars fram, að Magnús hefur
gert kvikmynd um örninn, og
verður nú talinu vikið að þessum
konungi íslenzkra fugla, sem orð-
inn er næsta sjaldséður.
— Þú fórst snemma að kvik-
mynda líf og háttu arnarins?
— Já. Eins og fyrr getur, lék
mér strax hugur á að kvikmynda
örninn á slóðum hans fyrir vest-
an, en þar hafði ég slitið barns-
skónum og þekkti því örninn frá
fornu fari. Fyrstu myndirnar mun
ég hafa tekið vorið 1951. Síðan
hef ég oft farið veStur á vorin og
stundum á sumrin Iíka. Árangur
þessara ferða má sjá í kvikmynd-
inni „Arnarstapar“, er sýnd var
í sjónvarpinu í febrúar.
— Óefað hefur margt sögulegt
hent í ferðum þínum?
— Að minnsta kosti eru þær all-
ar mér í fersku minni, og þó man
ég sérstaklega eftir fyrstu ferð-
inni.
Þar eð ég vildi gjarnan fylgjast
með háttum arnarins yfir varptím-
ann, lagði ég upp snemma vors
og fór sjóleiðis til ísafjarðar. Þetta
var árið 1951 og samgöngur frem-
ur slæmar. Tvisvar í viku voru
bátsferðir inn í Djúpið, og stóð svo
illa á, að báturinn var nýfarinn,
þegar ég kom til ísafjarðar. En ég
hafði heppnina með mér. Bátur
átti leið inn í Vigur, og fékk
ég far með honum þangað.
Vigurmenn spyrja, hverra er-
inda ég sé kominn vestur, og ég
svara því til, að ég ætli að leita
uppi arnarhreiður og ná kvikmyixd
um af fuglinum. Þá segja þeir
hryggir í bragði, að fyrir nokkrum
dögum hafi örn farizt af eitri í
Vigur. Þeir hafi eitrað fyrir svart-
bakinn og borið út lambshræ, en
morguninn eftir hafi dauður örn
legið hjá hræinu. Þeir harma þetta
mjög, en við þessu er ekkgrt að
gera.
Ég hélt ferð minni áfram. Ég
þekkti gamlar sögusagnir, þar sem
Kaldalón er sagt fornt arnarsetur.
Magnús Jóhannsson.
Ég hafði komið þar árið 1948, og
þá var þar einn örn á sveimi, en
maki hans fallinn. Nú var þar ekk-
ert að sjá.
Næsti áfangi var Arnarstapar í
ísafirði. Þegar ég spurðist fyrir
um, hvar staparnir væru, varð fátt
um svör, og ákvað ég þá að reyna
að finna staðinn eftir lýsingu
þeirra, sem fróðastir voru. Ég fékk
pilt mér til fylgdar, og komumst
við á jeppa nokkurn hluta leið-
arinnar, en síðan urðum við að
ganga og bera allt mitt hafurtask.
Við vorum ferjaðir yfir fjarðar-
botninn. Lögðum við svo í land.
Ég burðaðist með kvikmyndatöku-
vélina, en hún var nokkuð þung.
Að minnsta kosti tuttugu og fimm
pund. Byrði piltsins var litlu létt-
ari. Við klöngruðumst yfir hamra-
belti og skriður, sjö til átta kíló-
metra veg, og var þetta talsvert
erfið ganga og mikið klifur.
Hvergi kem ég auga á arnarset-
ur, og er ég orðinn úrkula vonar,
þegar skyndilega rofar til undir
lokin. Við erum komnir úr hámra-
beltinu og að gljúfri nokkru, en
hinum megin þess sjáum við smá-
stapa. Ég athuga staðinn nánar,
og sé þá móta fyrir hreiðri og
eggi í hreiðrinu. Þá er ekkert eftir
nema að klöngrast fyrir gilbotn-
inn og upp á stapann. Jú, þetta
er arnarhreiður. Við erum á Arnar
stöpum. Óðar en við nálgumst
hreiðurstæðið, kemur fuglinn og
f^ögrar í kringum okkur., Ég þyk-
ist hafa himin höndum tekið og
nr. .ída hreiðrið eins og ástæða er
til. Síðan er að koma sér aftur til
byggða.
Þetta var sem sagt árangur
fyrstu ferðarinnar. Kunni ég nú
skil á öllu og hægur leikur að
fylgjast með hreiðrinu.
Þrem vikum síðar klöngraðist ég
aftur á stapann, en þá var allt með
sömu ummerkjum og um vorið.
Eggið lá í hreiðrinu, fuglinn flögr-
aði yfir og gætti þess, en meira
ekki. Svona gekk fram á sumar,
og skildist mér þá, hvað að var.
Kvenfuglinn frá þessu hreiðri
hafði fallið í Vigur.
Upp frá þessu kom ég á stap-
ann á hverju ári og tók myndir,
eftir því sem ástæður leyfðu. Ým-
ist gekk mér vel eða illa. Stund-
um var árangur enginn, stundum
kom ég sigri hrósandi ofan af fjall-
inu. í tvö sumur voru þarna við
Rætt við Magnús Jóhannsson, útvarpsvirkja
Síðari hluti: Kynni hans af íslenzka erninum
468
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ