Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Side 6
að litlar, jimarkaðar örður mynd ast rétt undir yfirliúðinni, og geta þær verið svo smáar, að sjúkling- ar veita þeim enga eftirtekt eða halda þær vera saklausa díla. Örð- urnar stækka brátt og verða að hnútum. Hnútarnir eru bninrauð ir, yfir þeim liggur gráleit slikja, og þeir líkjast þrímlasóttarút- brotum. Venjulega myndast hnút arnir fyrst í andliti, og samtím- is geta augnabrúnir horfið. Hnútarnir stækka, ýmist smám saman eða allt í einu, nýir hnút- ar verða til og gamlir eyðast og hiverfa. Stöku hnútar geta orðið 4 til 5 sentimetrar í þvermál. Hnút arnir renna iðulega saman í stóra hnútafleti, sem eru sundurklofnir af djúpum skorum. Fleti þessa er einkum að finna i andliti, og þar miynda þeir hið svonefnda „ljónstrýni“, facies leonina. Sé um mjög slæmt tilfelli að ræða, geta hnútamir breiðzt um allan líkamann. Langvinn graftarbólga skaddar iafnframt slímu í nefi, munni, koki og barka. Oft fá sjúklingar söðulbakað nef, þeir missa framtennur úr efra gómi, og margir verða blindir og heyrn arlausir. Holdsveikisýklarnir, sem skipta nú milljörðum, eru allsráð- andi í húð og slímu sjúklingsins. Sýklarnir herja einnig á taug ar, en fara sér þar hægar í fyrstunni. Taugarnar þrútna og verða teinlaga eða kúlulaga. Má einkum sjá þessar breytingar á hálsi, við úlnliði, rétt fyrir ofan olnboga, neðan við hnjáliði og meðfram hásinum. Bólgan getur verið svo heiftug, að taug, sem venjulega er ekki meiri um sig en saumnál, fær gildleika litla fingurs. Sökum taugaskemmd anna verður röskun á starfi ýmissa líffæra. Hendur og fætur tútna þá út, og tíðum fúna fingur og tær og falla af líkamanum. Sjúklingnum hrakar stöðugt. Hann tekur aðrar sóttir, og eftir fimm til tíu ár deyr hann af völd- um berkla, heimakomu, „blóðeitr- unar“, nýrnakvilla eða annarra sjúkdóma. Stundum ber svo til, að sýklarnir drepast og líkþráin „kulnar út“ Sjúklingurinn er þá smitlaus og getur náð háum aldri, en líf hans verður næsta öniur- legt. Rithöfundurinn Graham Greene lýsir lífi slíkra „sjúki- inga“ i sögunni „A Burnt- Out Case“. Auðkenni limafallssýki eru allt önnur. Sýklarnir berast þá ekki um líkamann, heldur sitja þeir um kyrrt í örfáum taugum. Þær gildna smám saman, verða aumar viðkomu og valda miklum kvölum,- Stundum myndast eins konar „taugaígerð", og leiðir meinsemd þesSi til ■ truflunar á starfi skynfæra, lömunar — og fúa í tám og fingrum, sem detta loks af. Annað meginauðkenni limafalls sýki eru flekkirnir. Þeir eru af- markaðir greinilega, kringlóttir eða egglaga og sjaldnast fleiri en þrjátíu á Hkama sjúklingsins. Þeir eru misstórir, hinir smæstu á við tíeyring, og í einstaka tilviki þekja þeir allt bakið. Höfuðsér- kenni flekkjanna eru næmis- breytingar. í fyrstunni er sýkta húðin afar næm, en tilfinning- in dofnar og jafnvel hverfur með öllu úr flekkjunum. Samtímis fá sjúklingar lömun í þau 'liffæri, þar sem taugar hafa skemmzt, og sé það útlimur, falla af hon- um tær eða fingur. Eins og fyrr getur stafar lítil smithætta af limafallssjúklingum. Maðurinn snýst til varnar. Árið 1941 tókst að brugga lyf gegn holdsveiki: prómín. Fram að þeim tíma höfðu læknar notað einkum olíu af chauimoogra- trénu, lyf, sem öldum sam- an þekktist í Indlandi og gerði sumum sjúklingum eitthvert gagn. Sérstæð er sagan um leit vísindamanna að lyfjum gegn holds veiki, Hún hefst árið 1908: Þá lán- aðist tveimur efnafræðingum að búa til efni, sem hefur formúl- una Di-amio-di-fenyl-sulfon, skammstafað DDS. Fyrst í stað var efni þétta talið hafa lítið sem ekkert notagildi, en síðar kom í ljós, að DDS var einhver hin bezta gjöf, sem maðurinn hefur þegið af efnafræðinni. DDS er sem sé grunnefni við framleiðslu á súlfa lyfjunum, er komu á markaðinn árið 1987, en þá byrjar „súlfaöld“ í sögu lyflækninga. Á árunum, er í liönd fóru, tóku vísinda- menn að reyna hin margvíslegu súlfalyf við öllum hugsanlegum sjúkdómum, þar á meðal holds- veiki. Tilraunir þessar báru lít- inn árangur i fyrstu, en að lókum, árið 1941 eins og fyrr getur, fannst súlfaefnið prómín. Pró- mín hefur undraverðan lækn- íngamátt gegn lioldsveiki og hjálpar jafnvel dauðvona sjúkl- ingum, en notkun þess er ýmsum vandkvæðum bundin og það er dýrt í framleiðslu. Þar eð prómin reyndist svo öflugt, þrautprófuðu vísindamenn fleiri súlfaefni á holdsveikisjúklingum, og árið 1958 lauk leitinni við DDS, efnið, sem flestir höfðu talið einskis nýtt fyrir fiuimtíu árum. Síðan hefur nær eisgöngu DDS verið notað gegn holdsveiki. Sjúklingar fá af því fullan bata, og að auki er lyfið ódýrt og öllum vandalaust að nota það. DDS hefur gerbreytt framtíðaríliorfum holdsveikisjúkl inga og stöðu þeirra í mennsku samfélagi. Alheimsstyrjöld gegn holdsveiki er þegar hafin, og þó að vart sjái enn þá högg á vatni, hefur DDS leitt af sér meiri hamingju og fegurri bros en nokk ur trúarritning. Holdsveiki þekkist einungis í mönnum, og sjúklingar smita því aðeins séu þeir í náinni sambúð við heilbrigt fólk. Talið er, að 5% þeirrá, sem lendi í smithættu, taki veikina og um það bil helmingur hinna sýktu fái þnútóttu teg- undina, líkþrána, en hún veldur fyrst dauða eftir 5 til 10 ár, eins og getið var hér að framan. Eftir seinna stríð hófst mikil herferð gegn mýrarköldu, bólu- sótt, kóleru og fleiri drepsótt- um í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku. Sóttimar lutu í lægra haldi fyrir vígbúnum hjúkrun arsveitum og mögnuðum lyfj- um, og sökum þessa hefur dreg- ið mjög úr barnadauða í fyrr- greindum álfum en holdsveiki sjúklingum fjölgað. Eins dauði er annars brauð, segir máltækið, og á þetta ekki hvað sízt við um sýklana. Börn og ungmenni, sem ganga með holdveikissýkilinn, deyja nú fæst á undirbúnings- skeiði sjúkdómsins, heldur ná þau að veikjast og verða smit- berar. Fyrir því hækkar tala holdsveikisjúklinga í heiminum og ber öllum þjóðum að styrkja þá og efla, sem berjast gegn þess- um voða. Saga holdsveikinnar, stutt yfir lit. Líkþrá veldur sérstæðum beina breytingum kringum neftóttina, 870 TlMilVN - SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.