Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Blaðsíða 9
Mannaráðningar í gullnámu: Blökkumaður setur fingraför sin undir samning, og þar með er hann orðinn þræll námafélagsins næsfu misserin. \ ■ í síðasta blaði var brugðið upp fáeinum myndum úr Ufi svartra manna i Suður-Afríku. Hér eru nokkrar til viðbótar. Eins og kunnugt er verða savrt- ir menn að sætta sig við það að vinna fyrir hina hvítu húsbænd- ur alla þá vinnu, sem erfiðust er, óþrifalegust og óhollust. Þann ig eru til dæmis námaverkamenn allir svartir, og er alræmt, við hvaða kjör þeir eiga að búa í gull- námunum. í þær eru þeir ráðn ir með þeim hætti, að þeir eru látnir marka fingraför sín neð- an undir hátíðlegan samning, og þar með hafa þeir játazt undir sannkölluð þrælakjör í námunum í eitt ár að minnsta kosti. Að jafnaði eru langar raðir svartra manna, sem bíða þess fyrir dyr- um út, með samninginn í hend- inni að komast inn til þess að „skrifa undir.“ Flestum þessara manna hefur verið smalað saman meðal þjóðflokka í afskekktum héruð- um Suður-Afríku, og stundum eru þeir jafnvel sóttir í önnur lönd, svo sem Malaví eða Sambíu. Fæst ir þeirra gera sér ljósa grein fyrir, undir hvað þeir eru að gangast. En þeir uppgötva fljótt, að það eru kjör þrælsins, sem bíða þeirra. Það telst glæpur, ef verkamaður hverfur frá vinnu í námunum, áður en samnings- tími er úti. Launin eru sem næst átján krónur íslenzkar á dag fyr- ir átta stunda vinnu í djúpum námagöngum. Þessa peninga fá þó venkamennirnir ekki alla, því að af þeim er tekið gjald fyrir fatnað og brekán, sem þeir fá í samningnum heitir ná v félagið því að láta verkamön i um í té fæði. En mörgum myn bregða í brún, ef þeir kæi í matsali námafélaganna: . K degismatnum er mokað í skála með skóflum, og ævinlega er maturinn vondur og oft og tíð- um svo hraksmánarlegur , að efni og matreiðslu, að margir verka- manna kjósa frekar að matreiða eitthvað handa sér sjátfir. Það harma eigendur námanna ekki, því að við það sparast fé. Verka- mönnunum er sem sé ógerlegt að fá nokkra leiðréttingu, hvers konar ómeti sem þeim er ætlað að leggja sér til munns. Híbýli þau, sem námaverka- r-Afríku mönnunum eru ætluð, samsvara matnum. Rangalar, sem eru átta metrar á lengd og þrír metrar á breidd, eru ætlaðir tuttugu monn um, og þar sofa þeir á steyptum pöllum án annars umbúnaðar en brekánanna, sem þeim eru látin í té. Hvergi er nokkur skápur eða önnur hirzla, þar sem þeir geti geymt muni sína, og hvergi ann- að afdrep, sem menn geti leitað í, en þessir skálar, þar sem maður verður að hírast við mann. Þegar menn koma í námurnar, eru þeir stranglega varaðir við því að leita sér dægradvalar í tómstundum sínum utan hinna afgirtu lóða námafélaganna. Það gæti leitt þá í freistnl. Allir nýliðar eru fyrst af öllu rifnir úr hverri spjör. Síðan eru þeir látnir raða sé við vegg með upplyftar hendur. Að svo búnu koma læknar, sem skoða, hversu hraustlega þeir séu vaxnir. Þann ÖNNUR GREIN T í M I N N - SUNNUDAGSBLAfi 873

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.