Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Page 12
Gomul mynd af Saurbæ á Rauðasandi. Saurbær er í tölu hlnna fornfrægu höfuðbóla, og var þar löngum mannmargt. Þar bjuggu og oftast þeir menn, sem hvað mest létu að sér kveða í héraði. SIGURBJÖRN GUÐJÓNSSON I HÆNUVIK: Verzlunarsamtök um Rauða- sandskrepp og Patreksf jörð Ekki er hægt að lýsa starfsemi verziunarsamtakanna í Rauða- sandshreppi, án þess að geta að nokkru ástandsins í verzlunarmál- um áður en félagsskapur var mynd aður um þau, um og eftir síðustu aldamót. Bændur úr Rauðasandshreppi höfðu öll viðskipti sín við kaup- menn á Patreksfirði, en þeir voru aðallega tveir. Á Geirseyri var um aldamótin gamall ka>'nmaður, Markús Snæbjörnsson, sun um langan tíma var búinn að reka þar verzlun og útgerð, gn var nú kom- inn á elliár. Hafði hann. á sínum yngri árum, verið augnaðarmaður mesti og rekið búskap, verzlun og útgerð af miklu kappi. Harður var hann og óvæginn í vicískiptum og gekk hart eftir því, sem hann lánaði, bæði hjá ríkum og fátæk- um, en talinn húsbóndi góður á sínu heimili. Eftir aldamótin seldi Markús verzlunina útlendu félagi, Islandsk Handels & Fiskeri Company, en með þvi hófst nýtt tímabil í verzl- unar- og atvinnumálum á Geirs- eyri. Mörg þilskip voru keypt og hafin útgerð í stærri stíl en þekkzt hafði þar áður. Allmikið var um byggingar í sambandi við þessa aúknu útgerð, atvinna því mikil, bæði á sjó og landi, en kaupið lágt, jafnvel svo lágt, að fjölskyldu maður átti fullerfitt með að lifa af þvi, þótt hann ynni tólf stundir á dag, sem þá var dagvinnutím- inn. Verzlunarstjóri þessa félags var Pétur Á. Ólafsson, sem síðar keypti íyrirtækið af þessu útlenda félagi og rak verzlun og útgerð lengi eftir þetta. Hann var með hinum, fyrstu, sem fengu togara hér til lands, en útgerð togarans lánaðist ekki vel, svo að hann var seldur. Eftir það fór þessari verzl- un smáhnignandi, þar til hún varð gjaldlþrota. Og nú stendur ekki steinn yfir steini, er bækistöð hennar var — allar byggingar og bryggjur jafnaðar við jörðu. Hin verzlunin var á Vatneyri. Var það Pétur J. Thorsteinsson á Bíldudal, sem átti hana, en verzl unarstjóri var Ólafur Jóhannesson, sem síðar keypti fyrirtækið. Þessi verzlun hefur starfað óslitið fram til þess dags, fyrst rekin af Ólafi Jóhannessyni sjálfum, meðan hon- um entist aldur, en síðan af son- um hans. Það má segja, að Verzl- unin Ó. Jóhannesson hefur verið erfiður keppinautur kaupfélag- anna, og kaupfélögin þyrnir í aug- 876 1 1 M » \ N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.