Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Síða 19
HILLINGAR SMÁSAGA EFTIR FRIÐJÓN STEFÁNSSON íslenzkur farmaður í London. Hann hafði ekki orðið samferða skipsfélögum sínum í land frem- ur en endranær. Samt drakk hann tvö staup af víni með hásetunum frammi í hásetaklefa, áður en hann fór frá borði. Þeir héldu að honum meira víni, en hann vildi ekki drekka meira, drakk aldrei mikið. Samt nægðu þessi tvö staup Til þess að ýta við hugar- heimi hans. Það var venjulega þannig. Stundum varð hann ang- urvær, beizkur, jafnvel sorg- mæddur. En ekki alltaf. Þá gat hent, að hann yrði skyndilega staddur í annarri veröld — ver- öld dagdraumanna. Hann fór úr lestinni skammt frá Trafalgartorgi og gekk upp 1 sólskinið. Þarna var margt af fólki á gangi, og fjögur risastór Ijón lágu þarna fram á lappir sínar og virtust beina sjónum að gos- brunninum á miðju torginu. Og stytta af hermanni með alvæpni, sitjandi klofvega á hrossi. Að sjálfsögðu. í þessu landi — eins og raunar mörgum öðrum — virt- ist hafa ríkt mikii ástríða til þess að koma upp styttum af herfor- ingjum, konungum eða öðrum pótintátum, oftari hverju ríðandi á hrossum. Maðurinn hafði andúð á þessum styttum. Og svo þykj- ast menn vilja frið í heiminum! hugsaði hann. Hvort þeim væri ekki nær að nota sprengiefnið, sem þeir framleiddu til mann- drápa, til þess að sprengja í loft upp þessar fáránlegu styttur af oddvitum og boðberum mann- drápa og tortímingar! (Já, og Gróa hafði svikið hann 1 tryggðum, til þess að ganga til fylgis við atvinnumanndrápara!) Hann gekk fram hjá hóp af unglingum, sem lögregluþjónn var að reka ofan af einu hinna stóru Ijóna, þar sem þeir höfðu verið að klifra. Það var óhemju mergð af dúfum þarna, og sumir höfðu það sér til dundurs að gefa þeim korn eða brauðmola. Já, það var Sankti Pálskirkjan, hin fræga Sankti P^lskirkja. Hann var búinn að ákveða að skoða hana. Einn skipsfélaga hans hélt því fram, að í gömlum kirkjum eins og Sankti Pálskirkjunni yrði ekki komizt hjá því að verða fyrir ann- arlegum, andlegum áhrifum. Ekki að hann væri trúmaður, sagði skipsfélaginn, nei, nei. En það væri hin alvarlega hugsanastarf- semi, sem þarna hefði farið fram, er lifði áfram í andrúmsloftinu, rafmagnaði það og héldi áfram að vera í þessu tómi, máske til eilífðar. í þessum gömlu kirkj- um hefði nefnilega margur spek- ingurinn hugsað og hugsað fast. Og hugsanir svo fremi þær gætu kaEazt þvi nafni, dæju^ekki — ekki fremur en efrii, sém einu sinni væri til, yrði að engu. Það gæti breytzt, en aldrei orðið að engu, sagði hann. Orð skipsfélagans festust hon- um 1 minni og hann vildi gera tilraun til þess að ganga úr skugga um, hvort nokkuð væri hæft i þeim. Hópur ferðamanna frá Skandi- navíu var staddur í kirkjunni, þegar hann kom þangað. Leið- sögumaðurinn þuldi yfir þeim sögu kirkjunnar. Og að lokum fræddi hann þá um, að í síðustu styrjöld hefði þýzk sprengja fall- ið í gegnum þak kirkjunnar og ofan á gólf rétt framan við há- altarið, en ekki sprungið. Krafta- verk? Erfitt að segja. Enda þótt vissulega kæmi fyrir, að sprengj- ur spryngju ekki, þá var það-afar sjaldgæft. Hann gekk einn sér um kirkj- una. Ef til vill var það ímyndun eða hjátrú, en honum fannst þetta sama og skipsfélaginn hafði verið að reyna að lýsa Allt þangað til hann var á leiðinni út og kom auga á litla höggmynd í marmara af engli, sem er að rétta her- manni sverð. Þá hvarf þetta allt úr vitund hans eins og dögg fyrir sólu, næstum hann yrði gramur. hér? Þeirri nugmynd skaut upp hjá honum, að ef til vill ætti þetta að vera táknrænt, en ekki skilj- ast bókstafiega En. hann gerði ekkert með þá hugmynd, heldur stikaði út úi kirkjunni, út á sól- heita gangstéttina fyrir utan. Það var molluheitt og hann tók að svipast um eftir bjórkrá, og að sjálfsögðu var hún ekki langt und- an. Þar inni var öldaunn og flugna sveimur i lofti. Hann benti á flösk- ur með dönskum bjór í neðstu hillunni innan við afgreiðsluborð- ið. Barmaðurinn lézt ekki skilja hann og skákaði fyrir hann ensk- um bjór. Kom ekki til mála. Hann hélt áfram að benda á danska bjórinn — fékk hann að lokum. Þetta var sterkur bjór. Maðurinn drakk hann í fáum teyg- um, fannst sér verða gott af hon- um og datt í hug að fá sér aðra flösku. Hætti við það. Betra að drekka hana seinna í annarri krá. Handan götunnar blasti við hon- um Old Bailey (The Central Criminal Court, surmounted by the famous figure of Justice, eins og hann h'afði lesið nýlega undir mynd af þessu stórhýsj í myndabók frá London). Nú sá hann letrað stórum stöfum fram- an -á byggingunni: „Defend the children of the poor and punish the wrongdoer." Það skildist hon- um, að þýddi: Verndið börn hinna fátæku og refsið þeim, sem rangt gerir. j Ekkert minna! Skyldi þeim ekki hafa gleymzt með tilliti til ; barnanna, að fara eftir þessum i fyrirmælum, þegar þeir háðu ópi- umstríð við Kínverja eða herjuðu á Búana? En ef tii vill stóð nú til hjá þeim að fara að haga sér | samkvæmt fyrirmælum letursins. i Hver veit? Batnandi mönnum er bezt að lifa. Og þegar hann minnt- ist í huganum hernámsáranna á fósturjörð sinni, stóðu brezku her- mennirnir, þiátt fyrir allt, i ei lítið meiri birtu en þeir banda- rísku. Enda hafði hann ekki verið brezkur sá, sem vélaði hana Gróu frá honum. Um stund hafði hann flotið með umferðarstraumnum, án þess að gera sér grein fyrir, hvert hann fór, og rankaði við sér, þegar hann var aftur kominn að Trafalg- artorginu. En það var allt í lagi, TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 883

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.