Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Blaðsíða 12
BÓKASAFN HAFNARFJARDAk,
GÖFGANDI TÓNUST OG
FORNAR ÁSTARSÖGUR
Rætt vlö önnu Guðmundsdóftur aðaibökavörð
Mér var sagt, að bæjarbóka-
safnið í Hafnarfirði væri i tölu
þeirra almannastofnana ,í landm-u,
sem hvað bezt væru reknar Gott
ej-, e-f satt er, og mætti maður fá
meira að heyra, hugsaði ég. Og
einn daginn settist ég upp í stræt-
isvagn með kóss á téðan stað.
Á leiðinni minntist é| kátle-gra
sagna um gamla bóka\ferði. Mig
minnir helzt, að þeir væí'u í Kaup-
mannahöfn, að minnsta kosti var
það Hafnarstúdent, sem sagði mér
sögurnar. Nú eru þeir s-jálfsagt
komnir undir græna torf-u, hafi
þeir nokkurn tíma verið til. En
sem sagt — þeir voru swlítið
drykkfelldir, kannski hefur láka
uppihitunin í sölum safnsins verið
slæm, og stundum áttu þeir Hösku
á afviknum stað, geymda bak við
þykkan doðrant í ein-hverri bóka-
hillunni. Þegar annan fór að
þyrsta, spurði hann hinn með há-
tíð-legum sakleysissvip:
„Er það Tolstoj?“
Hinn, sem hafði falið veigina,
svara-ði enn al-varlegri:
„Nei, það er Dostójefsky.“
Ein-hvern daginn var mér sa-gt,
að þeir hefðu verið venju frem-ur
illa fyrirkallaðir. Vísarnir á stóru
klukkunni i lestrarsalnum drött-
uðust æ hægar áfram. Um þrjú-
leytið stóðst annar ekki mátið.
Hann dró stól að veggnum, þar
sem k-lukkan hékk, opnaði hana
og færði á s-jö. Siðan bentj hann
gestunum vinsamlega á þá stað-
reynd, að tími v-æri kominn tit
þe-ss að loka. Þeir urðu að sætta
kig við það og hverfa brott.
Ökumaðurinn í strætisvagninum
var af a-llt öðru sauðahúsi en þess-
ir heiðursmenn. Áður en varir er
vagninn stanzaður við rétta götu
í Hafnarfjarðarkaupstað.
Nýlegt bóka-safnshúsið stendur
uppi á brekkubrún, hátt yfir hö-fn-
inni, sem kaupstaðurinn um-lykur.
Framhliðin er máluð aðlaðandi,
heiðbláum lit. Tii vinstri við úti-
hurðina er op, sem yfir stendur
skýru letri' „Hér má skila bókum,“
og er þeim væntanlega smeygt í
hana á öllum tímum sólarhrings.
Áður en ég geng inn, lít ég
um öxl. Það er ka-ldur frostdag-
ur. Sn-jóifölið tindrar á húsþökun-
u-m í hliðinni fyrir neðan, og á
228
T I M I N N - SONNUDAGSBLAÐ