Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Blaðsíða 13
gráum sjávarfletinum vagga há- sigMir bátar, líkt og snæfuglar, reiðubúnir að synda úr höfn. Svöil golan læðir í mig kuldahrolli, og ég geng inn. En hvffik viðbrigði! í fyrstu sjón hending er næstum eins og mað- ur- sé kominn inn í gróðurlund. Bak við raðir af bókaskápum teygja klifurjurtir þéttar blað- flækjur upp undir loft og hylja þannig geysistóra glugga og vet- urinn utan þeirra. Hinn hlýlegi blær, sem þær ljá söluni safnsins, endurspeglast í líúsbúnaðinum. Svartir, keilulaga lampar mynda þéttan skóg í loftinu. Léttir hæg- indastólar við smáborð freista gesta að tylla sér niður með bók, eyðilegt skápshorn er mildað með litríku hnattlíkani, og í lesstof- unni stendur gullfallegt virginai eða meyjarhljóðfæri. Það er for- móðir píanós, lítil og nett. Stað- urinn líkist meira geysilegu bóka- heimili en ópersónulegri stofnun. Enda kemur í ljós, að hér ræð- ur kona ríkjum — Anna Guð- mundsdóttir aðalbókavörður. Anna er fíngerð, ungleg kona, hæg og íhugul í fasi, með fallegt bros. Hún gæti verið svona hver, sem maður mætir á götunni — ja, ég meina það er ekki hægt að sjá það á henni, að hún stjórni safni þrjátíu þúsund bóka með fjárhags- áætlun að upphæð ein og hálf milljón króna á hverju ári. En það mundu ekki allar konur fara í föt- in hennar. Og þegar henni tekst að gera' þetta með þeim myndar- brag, að á orði er haft í öðrum sóknum, þá skákar hún sömuleið- is mörgum karlmanni. Þegar hún er spurð, hvernig hún fari að þessu, þá vitnar hún í ömmu hans Óla litla á Pilanum, sem vildi fara á heimsenda. „Mað- ur lærir 1 skóla reynslunnar“, sagði amman alltaf, og það voru vísdóms orð. Svo segir Anna mér ýmislegt um safnið. Það hóf starfsemi árið 1922 í litlu herbergi í gamla barnaskól- anum. Fyrsta kvöldið komu þang- að þrir menn og fengu lánaðar fjórar bækur. Smátt og smátt óx því fiskur um hrygg, og á hálfr- ar aldar afmæli Hafnarfjarðarkaup staðar, 1958, gátu yfirvöld hans ekki gefið bæjarbúum betri gjöf en þetta hús, þar sem þeir gætu í næði heyjað sér vit og þekking úr góðum bókum. „Efri hæðin var leigð Iðnskól- anum til tíu ára, en nú þyrftum við að fara að fá hana, því hér er engin smuga lengur ónotuð,“ seg- ir Anna með áhyggjusvip. „Ég veit hreint ekki, hvað við eigum að gera við aukninguna í ár.“ Hún sýnir mér inn í geymslu- herbergi meS háum stálskápum, sem leika á rennibrautum til að rými nýtist betur. í þeim er meðal annars vísir að átthagasafni, það er að segja bækur eftir hafnfirzka höfunda og bækur um kaupstað inn. Það er von henni þyki þröngt, því í skýrslum sést, að undir henn- ar stjórn hefur safnið aukizt um helming á síðast liðnum tíu árum, úr fimmtán í þrjátíu þúsund bindi. „Við reynum að kaupa tvö upp i sex eintök af öllum íslenzkum bókum,“ segir Anna. „Verst, að þær skuli allar koma fyrir jólin.“ Auðvitað verður hún að sleppa jólabakstrinum, en það er ekki það versta, heldur hitt, að með þessu móti venst fólk á að lesa bækurnar oí hratt og illa, finnst henni. Hún segff, að á safninu séu skáldsögur langvinsælastar. Fræði bækur eru töluvert minna lesnar hér hlutfallslega en á öðrum Norð- urlöndum. Ýmsir spyrja um atóm- ljóð, þótt ekki sé nema til að fylgj- ast með. Konur eru aðeins í meiri- hluta sem lánþegar almennt. „Finnst þér þær að uppjöfnuði hafa lélegri smekk?“ Anna vill ekki almennilega vúð- urkenna það, en miðlar mér af þekkingu sinni traustri markaðs- formúlu fyrir léttar skáldsögur: Skrifa svo sem tvær heldur stutt- ar ástarsögur á ári með góðri stúlku og -vondri stúlku og góð- um endi. Atburðarás má vera svip- uð. Vinsældir tryggar. „Verður fólk aldrei leitt á þessu?“ „Þegar það er búið að lesa nógu margar, kemur það kannske og spyr, hvað það eigi að lesa næst, og við höfum þá oft tækifæri til að segja, .hvort það vilji kannske reyna einhverjar þyngri sögur, sem við höldum, að það ráði við. Þetta gengur oft bara vel, og þá má halda áfram á sömu braut.“ Svo sýnir hún mér Friðriksdeild. Friðriksdeild heitir í höfuðið á Friðriki þeim Bjarnasyni, sem samdi lagið „Fyrr var oft i koti kátt“ og fleiri smáperlur, þar á meðal „þjóðsöng" bæjarins við kvæðið „Þú hýri Hafnarfjörður“ sem kona hans orti. Friðrik var einq af þessum yndislegu ung- mennafélagsmönnum, sem voru svo hjartahreinir, að þeir komust ekki í tæri við stærri syndir á lífsleið- inni en ljótan munnsöfnuð. Þeir sáu ekki hryllilegri sjón en ölvað- an mann. Og þeir höfðu eftir fróð- um mönnum, að þar rikti gott sið- gæði, sem hin göfuga list, söng- urinn, væri iðkaður. Starf, unnið af sliku hugarfari, Hún orti kvaeðið, hann samdi lagið: „Þú hýri Hafnarfjörður". — Málverk Ás- geirs Bjarnþórssonar. — T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 229

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.