Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Síða 15
um og þeirra systra. Guðný dó af harmi, þrjátíu og tveggja ára göm- ul, og orti, sem kunnugt er, „End- urminningin er svo glögg um allt það, sem i Klömbrum skeði. . . .“, sem birtist fyrst í Fjölni á sínum tíma. Ekki urðu síður söguleg ástamál systur hennar, Kristrúnar, sem trú lofuð var Baldvini Einarssyni, sem síðan brást henni. í íslenzkum ör- lagaþáttum hefur Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur skrifað mjög skemmtilega um þau við- skipti og hið „diplómatiska“ upp- sagnarbréf Baldvins. Kristrún grét sig skakka í andliti, svo harmaði' hún Baldvin. Hún giftist góðum manni og bjó með honum langan aldur og eignaðist börn og buru. En þegar hún var spurð á gamals aldri, hvað henni hefði þótt vænzt um í lífinu, klappaði hún á lítinn kistil og sagði: „Það er nú hér í þessum kistli“ — en það voru bróf Baldvins. „Hvernig voru þessar frægu syst ur skyldar þér?“ „Þetta voru föðursystur ömmu minnar í móðurætt. Konur í föð- urætt minni lifðu mér vitanlega flestar í friðsömum hjónaböndum til hárrar elli. Föðurmóðir mín, Þuríður á Svarfhóli, var ljósmóð- ir, mikil ágætiskona, en afi minn var tuttugu árum eldri en hún. Vissi ég aldrei til að milli þeirra væri orði haggað, þó þau væru ólík um margt, hann íhalds- samari, sem eðlilegt var, en hún næm á nýjungar. Einhvern tíma, þegar hann kom úr kaupstað, stóð sjaldséður hlut- ur á hlaðinu — eldavél. „Hver á þetta?“ spurði hann. „Ég“, svaraði hún. „Og hver á að borga?“ „Það tölum við um, Björn minn, þegar við erum háttuð í bvöld“, svaraði hún og l'eiddi hann ljúf- lega í bæinn. Þegar Anna hefur sagt mér þessa sögu, berst talið að Borgar- nesi, þar sem hún lifði bernsku sína eins og fugl undir heiðbláum himni. „Mér finnst Borgarnes vera feg- ursta kauptún landsins", segir hún. „Yndislegur fjallahringurinn nær frá Snæfellsjökli um Baulu, og Fanntófell til Skarðsheiðar, en framan við nestána er Brákarey. Nú heíur hún verið eyðilögð með byggingum, en þá var hún vaxin bláklösuðum umfeðmingi, sem við héldum, að ætti rætur að rekja til baunapoka, sem rifnaði við upp- skipun endur fyrir löngu. Við hnýttum blómsveiga, klifruðum og sungum allan daginn. Einu sinni í viku kom sjálft ævintýri Kfsins siglandi í líki póst- bátsins frá Reykjavik. Við krakk- arnir tylltum okkur á snasirnar yfir höfninni eins og í stúkusæti sjónleikahúss og gleyptum með augunum ysinn á skipsfjöl. Alltaf var eitthvað spennandi að sjá, en hámarki náði hrifningin við komu ísabellu hinnar fögru og apa- og slöngutemjarans, móður hennar. Mamman sýndi dýrin og ísabella hélt hljómleika og kveikti í karl- mönnunum, hvar sem hún kom. Hugsunin um hana bjargaði einu sinni heilli skipshöfn úr sjávar* háska. Það hafði komið leki að bátnum þeirra, og þreytan var að sigra þá við austurinn, þegar einn rankaði við sér: Ausið þið, strák- ar, nú er ísabella gð spila í Gamla biói. — Þeir lifnuðu við og fóru að hamast eins og brjálaðir menn og komust úr allri hættu. í Borgarnes kom líka Ingimund- ur fiðla, ef ég man rétt. Þetta var mikill menningarstað- ur. Pabbí var sýslumaður, en i svona góðu plássi var ekki verið að brjóta lögin, og læsti þar enginn maður húsi sínu. Það var því nóg- ur tími til að skemmta okkur krökkunum. Mamma, Þóra Leopold- ína, vildi allt fyrir okkur gera. Þeg- ar við stálpuðumst og fórum að vera i Reykjavík til náms á vet- urna, fórum við heim í jólafrí með hóp af kunningjum. Þú mátt trúa, að þá var giatt á hjalla! Og Júlíus móðurfaðir, fyrrver- andi héraðslæknir í Húnavatns- sýslu, var ekki síður barngóður og fann alltaf upp á einhverju nýju til að skemmta okkur krökkunum. Ég man alltaf, hvað hann skreytti jóla- bögglana okkar skpmmtilega- Þriðja jóladag var brúðkaupsdag- ur þeirra ömmu, og þá var haldin stærsta veizla ársins: Dúkað borð fyrir alla fjölskylduna meðan bæði lifðu, og þrjú eða fjögur glös við hvern disk, því auðvitað var sér- stök víntegund með hverjum rétti. Börnin fengu jafnmörg glös, en léttari veigar. Og afi og amma Framhald á 238. síðu. Úr útlánsdeíldinnt. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 231

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.