Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 18
Vænn gullmoli, fundinn ofan jarðar I Sovétríkjunum, ÞaS er Sjaldgæft, aS slíkir gullmolar finnist. Þó gerist þaS stöku sinnum. ' >' • Gullið og gæfan eiga ekki ætíð samleið dæmi um það er gullfundur við ána Gar, sean er í grennd við Amúirfljót í Mansjúríu. Við þriggja mánaða leit fundust þar á annað hundrað gullmolar, hinn þyngsti háHft sextánda pund. Gull hefur iengi verið unnið i Amúrhéraðinu, en aldrei hefur það fyrr fundizt þar ofan jarðar, svo að veruiegu nsemi. Gullið hetfur löngum vakið á- girnd mannsins. Svo var i forn- öld, svo var á miðöldum, og svo er enn. Vegna gullsins hafa ein- staklingar og þjóðir drýgt hin hryllilegustu ódæðisverk, bæði fyrr og síðar. Hvarvetna þar, sem gull hefur komið við sögu, hefur líka Maðizt upp blóði drifinn val- ur. Forfeður okkar rufu hauga í mörgum löndum í leit að gulli. Spánverjar og Portúgalar lögðu svo rækilega í rúst menningarríiki Inka og Asteka í Vesturheimi í gullæði sínu, að síðan hefur ekki staðið þar steinn yfir steini. Gull- græðgin rak Breta — þrælinn, sem hafði gull í lendum — út í Búastríðið illræmda. Enn í dag er sífellt verið að heyja hryllilegar styrjaldir í þeirri trú, að uppsker- an verði gull í einhverri mynd. Gullið er ekki einungis fagurt. Með því má flest kaupa, og það hefur líka verið tákn valds og veg- semdar. Aftur i grárri fornesikju hlóðu mikiir höfðingjar á sig gull- baugum, og stólkonungar og trú- arleiðtogar létu slá haliarþök og turna kirkna og mustera gulli. Um langar aldir dreymdi menn um að finna land, sem væri þakið gul'li. Gulgerðarmenn sátu kyn- slóð eftir kynslóð með furðuleg- ustu tilfæringar í skuggaiegum kjöllurum víðs vegar um Evrópu í þeirri trú, að þeir gætu búið til gull. En þeir draumar gátu ekki rætzt. Önnur efni ummyndast ekki í guli, hvaða ráða sem leitað er, og hvergi eru landsvæði þakin guMi En þó að guil verði að kallist fágæti, er þó ögn af þvi í nær öllu grjóti, að meðaltali um einn tvö hundruðasti úr grammi í hverri smálest. Það er líka að finna í sjónum, sem næst einn hundrað- asti úr milligrammi í þúsund lítr- um. Það hefur einnig fundizt í stönglum og blöðum jurta, og of- urlítið í líkömum manna og dýra. Víða eru aftur á móti í bergi guilæðar, og ár bera fram gull- sand. Og ekki sjaldan hafa fund- izt gullmolar ofan jarðar. Nýlegt Langoftast eru gúllmolar í bergi sem mikið er í af járni og mang- ani, og þess vegna leynast þeir iðulega í ruðningi frá gömlum námum. Þeirra getur liíka verið að vænta í skriðum undir klett- um, en finnast þá sjaldan nema af hreinni tilviljun, því að otft loð- ir grjót við gullið og hylur það jatfnvel að mestu eða ölu leyti. En það, sem við bar fyrir skömmu í borginni Aldan í Sovétríkjunum, getuir gerzt þar, sem gullnámur eru á næstu grösum: Þar fann bílstjóri tvö hundruð gramma gull mola á götu sinni einn góðan veð- urdag. Stærsta gullfiikki, sem um get- ur ofan jarðar, fannst í ÁstraMu á síðari hiuta nítjándu aldar. Það vó tvö hundruð tuttugu og fjögur pund. Sá, sem fann það, hét Ho!t- ermann. En mörg eru dæmin um það, að guilið verði mönnum ekki til gæfu. Svo fór um Holtermann. í græðgi sinni bræddi hann gull- flikkið, svo að nú er einungis til af því mynd, og hóf síðan kaup- sýslu tii þess að verða enn auð- 234 f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.