Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Blaðsíða 12
Höskuldsey á BreiSafirði ___ SnæfellsnesfjallgarSur í baksýn. Bergsveinn Skúlason: í HÖSKULDSEY Fyrir nok'krum árum var ég staddur í Stykkishólmi, án þess að hafa annað í sigti en að komast til Reykjavíkur áður en sumarfríi rninu lyki, en eftir voru af því nokkrir dagar. Ég gekk því ofan að höfninni, eins og venja mín er þégar ég er staddur í sjávarplássi og hef lítið að gera. Ekkert sjávar- þorp er svo steindautt, að þar sé ekki eitthvert líf. Á einni bryggjunni hitti ég Egg- ert formann Björnsson frá Arney Hann stóð þar ferðbúinn við bát sinn Gíslá Gunnarsson, sem mun heita í höfuðið á forföður hans, Gísla Gunnarssyni frægum for- manni og sægarpi, er fórst í há- karialegu úr Grundarfirði árið 1868. Gísli er hin fríðasta fleyta, og verða endalok hans vonandi önnur en að sökkva í Breiðafjörð eins oig nafni hans. Eggort kváðsit ætla út í Hös'kuldsey eftir skamma stu-nd. Þangað ætlaði hann að flytja sand, til manna er þar störfuðu að lendingabótum á veg- um vitamálastjórnarinnar, svo hæg ara væri fyrir vitavörðinn í eynni að bjarga bát sínum undan sjó. Vissulega er á því hin mesta nauð- syn. Ég bað Eggert um far. Hann sagði mér velkomið að fljóta með, en viðstaðan hjá sér í eyjunni yrði stutt, svo að líklega yrði ég ekki búin að „vísitera“ þegar hann væri ferðbúinn í land. Ég kvað það engu máli skipta, einhver ráð yrðu með að komast úr eynni. Lögðum við svo af stað. Mér var kunnugt um, að Jónas formaður Pálsson átti lóðir í sjó á Höskuldseyjarmiðum og ætlaði að sækja þær seinnipart dagsins. Áður en við lögðum af stað hitti ég hann að máli og spurði, hvort hann vildi ta'ka mig í Höskuldsey um kvöldið þegar hann hafði dreg- ið lóðirnar. Það var auðsótt mál. Og hann lofaði meiru. Hann kvaðst skyldi ganga með mér um eyjuna, og sýna mér það markverðasta sem þar væri að sjá. — Jónas er að mestu uppalinn í Höskuldsey, og var þar síðan bóndi og formað- ur margar vertíðir. Á betri leið- sögu varð ekki kosið. Þar af leiðir, að margt af því, sem hér verður um Höskuldsey sagt er frá honum komið, nema vitleysurnar, sem ó- efað eru margar, þær stafa af mis- minni mínu og eftirtektarleysi. Því ekki gat það rúmazt í kollinum á mér á einni kvöldstund sem Jónas Pálsson veit um Höskuldsey. Hann er skýrleiksmaður og átt- hagafróður í bezta lagi. — Að vísu var mér Höskuldsey ekki alveg ókunn áður. í nágrenni hennar hafði ég búið nokkur ár og oft farið í kringum hana í fiski- róðrúm, en aldrei lent þar. Og áður hafði ég heyrt hennar getið. Vestureyingar töluðu oft um hana í minni áheyrn, þótt lítt legði ég þá hlustirnar við slík-u tali. Út- róðrar voru þá enn lifandi veru- leiki í hugum gamalla eyjamanna, þó að mestu væru þeir þá úr sög- unni. Höskuldsey var þá eins kon- ar varastöð, sem gott var að viita af og þekkja ef eitthvað bar út af með veður eða annað á leiðinni í verið undir Jökli. En aldrei var 732 T f M í N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.