Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Blaðsíða 2
Þíjtur í skjúnum
Ég hef það fyrir satt, að um
langan aldur hafi hugsuðir velt
því fyrir sér, hvaða rök stjórni
gerðum manna. Menn hafa ým-
ist gert sér í hugarlund, að þau
byggju í þeim sjálfum eða
væru ráðsályktun einhverra dul
arafla, himneskra eða jarð-
neskra formyndara eða einvalda
sem öllu stýrðu í stóru og smáu.
Seinustu aldir hafa margsinnis
orðið rökræður um það, að hve
mi'klu leyti skýringa kynni að
vera að leita í líffræðilegum
eigindum og áhrifamætti
Umhverfis og samfélags. Aldrei
hefur sú spurning kannski ver-
ið áleitnari en nú, hvers vegna
atferli manna er svo farið sem
raun ber vitni, ef til vill sökum
þess, að aldrei hafa þeir verið
hræddari við sjálfa sig en nú.
Því veldur geigvænleg tækni,
sem verður æ stórkostlegri, við-
tæk þekking, sem ekki styðst
við aukinn, andlegan þroska
Á seinustu tímum hefur verið
fitjað upp á nýrri vísindagrein,
sem sinnir rannsóknum á með-
fæddu, eðlislægu atferli dýra.
Markmið þessara rannsókna
er að finna þau atferlislög-
mál, sem kunna vera sameigin-
leg mönnum og dýrum, ákvarða
dýrið í manninum, finna hina
fyrndargömlu erfð, sem maður-
inn losnaði ekki við, þótt hann
risi upp á afturfæturna, og enn
kann að stjórna athöfnum hans
að meira eða minna leyti líkt
og dýrsins á mörkinni. Fjöldi
manna í mörgum löndum fæst
nú við slíkar rannsóknir með
ýmsum hætti. En það kemur
kannski ekki á óvænt, að álykt
anir, sem þeir draga af niður-
stöðum sínum, að svo miklu
leyti sem unnt er að tala um
niðurstöður, hníga ekki allar að
sama ósi. Líffræðingar, sem við
þetta viðfangsefni glírna, festa
flestir augun meira á frumstæð
um hvötum og eðli manna en
áunnium þroska. Sálfræðingar
og félagsfræðingar margir ætla
mátt umhverfisins þyngri á
metunum, ekki sízt þeir, sem
aðhyllast þjóðfélagskenningar
Marxs, og er þar löngum bent
á þá staðreynd, sem ekki verð-
ur um villzt, að maðurinn
megnar að breyta því umhverfi,
sem hann lifir í, og endurskapa
það að ákveðnu marki. Honum
hefur auðnazt að hefja sig úr
villimennsku og semja sig að
flóknum þjóðfélagsháttum.
Það segir sína sögu um það,
hve ákaft menn leitast við að
kanna þessa leynivegu, að í
Englandi komu í fyrra út ekki
færri en þrjár stórar bækur um
þess konar rannsóknir. Einn
þessara höfunda, Róbert Ardray,
sem vill nefna þessa fræðigrein
„hina nýju líffræði", rís mjög
öndverður gegn félagsfræði-
legri túlkun á hátterni manna.
Öll bók hans stefnir að einu
marki: Að leiða rök að því, að
ríkasta eðlishneigð manna og
dýra sé að eiga og verja land
eða blett. Lykillinn að atferli
þeirra og viðbrögðum er fólg-
inn í því, segir ,hann að láta
sér skiljast, að þetta eru svæð-
isbundnar verur. Ályktun hans
er sú, að mannlegir þjóðfélags-
hættir séu í mestu samræmd við
svæðiskennd og eignareðli
manns í þeim löndum, þar sem
kapítalismi má sín mest, svo
sem Bandaríkjunum, en fjærst
þvílíkum frumhvötum, og þar
með manneðlinu sjálfu, i sam-
eignarlöndum. í framhaldi af
þessu telur hann stríð eðlis-
bundna nauðsyn og skilyrði þess
að maður geti lifað og dafnað
Styrjöld Bandaríkjamanna 1
Víet Nam fordæmir hann þó,
þar eð þeir létu sér sjást yfir
það, er þeir hættu sér út i
hana, að eðlislæg svæðiskennd
Víet-Nama verður ekki vopnum
vegin fremur en aðrar frumstæð
ar e^lishvatir.
„Nakinn api“ heitir bók eftir
Desmond Morris. Hann lýsir
homo sapiens, sem einni 193
apategunda. Hann fjallar einn-
ig um efnið frá líffræðilegu
sjónarmiði, og ber manninn,
apann nakta, saman við loðna
hálfbræður sína, sem hann seg-
ir fyrst og fremst frábrugðna
þeim að því, að hann hafi tvö
líffæri stærri, annað ofan þind
ar, en hitt neðan. Hann jafnar
saman atferli manna og apa, og
meðal annars kemst hann að
þeirri niðurstöðu, að innantómt
málæði samkvæmisgesta í kokk
teilboðum sé samkynja atferli
apa, þegar þeir leita hver öðr
um lúsa, fellt að samfélagshátt-
um nútímamannfélags. Fleiri
eru í bókinni þær skýringar og
ályktanir, sem kunna að koma
undarlega fyrir sjónir, og skal
þess þó getið til þess að taka
af hugsanlegan vafa, að atferi-
isfræði er vísindagrein höfund-
ar.
íuúðja bók heitir „Maður og
apar“, höfundur Leonard Willi-
ams. Hann segir frá rannsókn-
um sínum á háttum apa og leið-
ir hann rök að því, að apar hafi
hver og einn sinn persónuleika
líkt og menn. Þessi persónu-
leiki er eðlislægur, en þó mót-
aður af umhverfinu. Markmið
höfundar er að sýna fram á ná-
inn skyldleika manns og apa og
sameiginlegar erfðir. En hann
dregur ekki jafndjarfar ályktan-
ir af niðurstöðum sínum og hin-
ir tveir. Hann segir þó, að yfir-
ráð karldýrsins séu náttúrleg í
samfél^gi apa, en í því samfé-
lagi, sem maðurinn hafi búið
sér, styðjist þau ekki lengur við
náttúrleg rök.
Þessar þrjár bækur eru
kannski fyrst og fremst vitnis-
burður um það, hve þessi unga
vísindagrein á langt í land. En
margt er skemmtilegt í þessum
fræðum, þótt þorri manna hugsi
sig sennilega um, áður en þeir
játast þeim, sérstaklega þeim
niðurstöðum, ,sem sýnilega er
reynt að komast að til fram-
dráttar einhverjum þjóðfélags-
stefnum. Samt sem áður er
mjög líklegt, að rannsóknir á
atferli dýra kunni síðar meir að
varpa ljósi á eitt og annað í
fari manna.
J.H.
722
ItUINN - SUNNUDAGSBLAÐ