Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Blaðsíða 15
V
Vogurinn í Bjarneyjum. ( Bjarneyjum var fyrrum verstöS mikil.
einkum í norðanátt. En um stór-
strauma, þegar sjór er hálffallinn
eða kannski rúmlega þáð, fara
tangamir, sem mynda hann, í kaf
og verður þá aðeins eftir flá vík
eða bugur inn í eyna, sem vestan-
brimið nær að fylla og gengur þá
óbrotið á land eftir vild. Er þá ó-
lendandi í Vognum og betra að
hafa alla báta á þurru. — Hef ég
hvergi séð hætbulegri lendingu í
verstöð nema ef til vill á Hjalla-
sandi. —
Fremsti hluti tanganna, sem
mynda Voginn — þegar um vog
er að ræða — heita Tástein og
Gauti. Er Tásteinn á syðri tangan-
um, en Gauti á þeim nyrðri. Leið-
in í Voginn liggur um sundið milli
þeirra félaga, þó nær Tásteini.
Sundið er ekki mjög mjótt, en
verra er, að í því er rif eða
treggjaldi, sem kemur upp ur sjó
um hverja stórstraumsfjöru, og
verður þá alls ekki í Voginn kom-
izt. Er það mikill galli. En þegar
flýtur yfir rifið og sloppið er inn-
fyrir það, er öllu borgið. Tekur
þá við sléttur sandpoliur, en upp
af honum brimsorfin malarfjara
með rifum og hleinum alla leið
upp í bakka. — Þegar komið var
að á aðfalli og gott var í sjóínn,
voru bátarnir oft látnir fljóta í
Vognum meðan gert var að aflan-
um og sjórinn hækkaði. Við það
styttist setningurinn til rnuna. En
•væri ekki hægt að bíða eftir því,
að sjórinn stytti þannig setning-
inn, varð að taka bátana langt
niðri í Vog og setja þá yfir rífana
og hleinarnar alla leið upp á gras
í naust. Hefur til skamms tíma
sézt fyrir níu naustum í grasbakk-
anum upp af Vognum. Óefað hafa
þau verið fleiri fyrrum. En djúp
kjalför í klöppunum niður allan
og segja sögu um langan setn-
ing og bakverk þreyttra vermanna
um tíu alda skeið.
En þrátt fyrir hina torsóttu leið
í Voginn, gátu góðir sjómenn og
kunnugir staðháttum lengi lent
þar, þegar flaut yfir rifið. Aðrir
skyldu ekki reyna þar við lendingu
í vestanátt. —
Það voru einkum Suður-Breið-
firðingar, sem sóttu róðra í Hösk-
uldsey haust og vor: Dalamenn,
Skógstrendingar og Helgfellingar.
Heimamenn reru þaðan vitanlega
meira og miniia allt árið.
Síðast var róin haustvertíð frá
Höskuldsey árið 1934. Þá gekk það
an aðeins einn bátur. Var formað-
ur á honum Jónas Pálsson, þá flutt
ur úr Höskuldsey og orðinn vita-
vörður í Elliðaey. Hásetar hans
voru allir úr Helgafellssveit.
Þetta verður að nægja um sjó-
sókn frá' Höskuldsey á þessum
vettvangi, og er þá mikið ósagt. —
Þó að Höskuldsey hafi upphaf-
lega verið byggð sem verstöð sök-
um þess, hve stutt var þaðan á
fengsæl fiskimið, hefur hún líka
verið ábýli, a.m.k. á seinni öldum.
Árni Magnúson og Páll Vída-
lín geta þar þriggja ábúenda árið
1702, en ekki var nema einn þeirra
búsettur í eyjunni. Og lengstum
hefur verið þar aðeins einn bóndi.
Bóndabærinn stóð þar, sem heitir
Blikahóll, skammt upp frá miðj-
um Vognum. Það var höfuðból
eyjarinnar.
Fyrsti bærinn, sem Jónas man
eftir á Blikahól og faðir hans bjó
í, var gamall og fornfálegur torf-
bær, samt öilu reisulegri og rýmri
en búðirnar, sem áður er lýst.
Hálfþil var í honum og sneri s'tafn-
inn í suðurátt. Á þilinu var lítill
gluggi og annar í baðstofuþekj-
unni móti vestri. Baðstofan var
fjögur stafgólf á lengd, undir
reisifjöl og löng göng til hennar
frá útidyrum. Á bak við baðstof-
una var allrúmgóður skáli, hlað-
inni úr torfi og grjóti. Moldargólf
var í húsunum. Allt timbril í bæn
um hafði áður verið í síðasta bæn-
um í Kiðey, og var því komið til
ára sinna. —
Vitanlega var Höskuldsey ekki
mikið ábýli. Um stærð hennar er
áður getið, og enginn hólmi eða
eyja liggur undir hana. En nokk-
uð bætti það í búi, að hún átti
ítök í ýmsum jörðum í landi. T.d.
móskurð í Berserkjahraunslandi,
selstöðu í Staðarbakkalandi, húsa-
torfuristu í Ögri, raftvi&arhögg í
Drangaskógi og hagagöngu fyrir
tólf ær í Grunnasundsnest. Á móti
þessu kom, að nefndar jarðir áttu
ítök í Höskuldsey, s.s. frit búðar-
Vogurinn í Höskuidsey um fjöru.
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
735