Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Side 3
^.:-4 ggg&’*n Gjóðurinn er einn vígalegustu fugla í Svíþjóð. Væng- hafiö er mikið, háifur annar metri, og fuglinn allur tignarlegur. Ránfugl verður hann þó ekki kallaður. Hann lifir eingöngu á fiski og snertir aldrei héra né smáfugi. Þegar ísinn á vötnunum fer að hlána, birtist gjóðurinn skyndilega. Hann er þá að koma sunnan úr hitabeltis löndum Afríku, þar sem hann hefur vetursetu. Ferðin er löng, en norræna sumarið kallar gjóðinn til sín. Og hann kemur snemma. Hreiður gerir gjóðurinn sér efst í gamalli eik. Dyngja hækkar sífellt, því að gjóðurinn notar sama hreiðr ið ár eftir ár. Og gjóðar verða ærið gamlir, jafnvel 150 ára. Gjóðurinn aflar sér efniviðar í dyngju sina af mikilli atorku. Hann flýgur af öllu afli og þunga á þurrar og feysknar trjágreinar og brýtur þær þannig í sundur. Klær gjóðsins eru sterkar og augun hvöss. Hvort tveggja er honum lifsnauðsyn. Fæðu sina sækir hann í fiskivötnin, og yfir þeim sveimar hann löngum þöndum vængjum. Komi hann auga á fisk, steypir hann sér yfir hann og læsir í hann beitt- um klónum. Honum heppnast veið- in í svo sem f jórða hvert sinn. Hann bjargast við þann afla með hyski sitt. v'-4 Sagt er, að gjóðar drukkni stundum, er þeir ráðast á geddur, sem eru þeim ofurefli. Aldrei hefur þó fundizt gadda með dauðan gjóð á baki, fastan í klónum. Og líklega verða slík slys ekki. Með veiði sína í klónum flýgur gjóð urinn heim í dyngju sína. Missi hann fisk yfir landi, hirðir hann ekkl meira um hann. Gleðan, granni gjóðsins, nýtur góðs af þvf. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 747

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.