Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Síða 13
Jónas A. Helgason bóndi í Hlíð á Langanesi. þax5, sem ég þykist helzt þuría vegna þessarar greinar. Tel ég þá réttast, að Konráð geri sjálfur grein fyrir því, hvernig þátturinn er til orðinn. Hann segir svo að upphafi verksins: „Eftirskrifaður þáttur er þannig ti! kominn, að um sumarið 1948 rakst ég á uppkast að honum, (eða sjö fyrstu köflum hans) norður í Reykjadal á Narfastöðum. Mun uppkast þetta vera ritað um eða fyrir 1890 af Kristjáni Jónassvni, er upprunninn var frá Narfastöð- um (f. þar 1848, d. í Kaupmanna- höfn 1915) og var föðurbróðk systkina þeirra, er þar búa nú. Er handrit þetta í eigu þeirra, eða má- ske sérstaklega bróður þeirra, Björns Jakobssonar, leikfim'kenn- ara á Laugarvatni Fékk ég hand- ritið lánað til athugúnar og afrit- unar og hefur það orðið að ráði með okkur Jóni Þorbergssyni, óð- alsbónda á Laxamýri, en sonarsyni Hallgríms Þorgrímssonar, að ég reyndi að fylla eitthvað upp þátt þennan og koma honum á fram- færi. Handritið er. eins og þegar er sagt, uppkast eða drög, sem hafa verið ætluð til hreinritunar (allvíða skrifaðir kafla.r út á blað- rendur með örsmáu letri). Krist- ján hefur auðsjáanlega hrip- að þetta eftir frásögn Hall- gríms sjálfs, er hann dvaldi á Narfastöðum í elli sinni, og gert sér allmikið far um að halda orðalagi Hallgríms, sem eflaust hefur verið skýr maður og greinagóður Hef ég einnig leitazt við að breyta sem allra minnst orð- færi uppkastsins og reynt þó að koma þættinum í þann búning, sem ég hygg, að Kristján hafi vilj- að En hann var viðurkenndur mað ur fyrir alla rétthermi og samvizku semi. Sjálfur hef ég aukið við þátt- inn síðustu köflunum tveimur á- samt ýmsum orðum og ártölum, sem auðkennd eru með svigum í textanum.“ Þetta er þá greinargerð höfund- ar fyrir þættinum, prentuð sem smáletursgrein, og ætti hún að nægja. Fyrsti kafli þáttarins er nær eingöngu ættarskrá Hallgríms Eru þar raktir næstu niðjar og afkom- endur Þorgríms í Baldursheimi, Marteinssonar, langafa Hallgríms. Þar er rétt og mjög glöggt rakið og sýnir það, að hann hefur verið ættfróður og skilagóður á ]rau efni, eins og raunar margt vel gef- ið fólk var á þeim dögum Hins vegar hefur Konráð skrifað nokkr- ar smáletursgreinar neðanmáls til fyllri skýringa. þar á meðal ættar- tölu Vigdísar, móður Hallgríms. Úr þessum þætti tek ég ekki neitt, þar eð það er utan við .ilefni þessanar greinar. Aftur á m(iti tek ég hér upp orðréttan annan kafl- ann og upphaf hins þriðja til að sýna, hvernig á því stóð, að Hall- grímur fluítist til Austurlands ung ur sveinn, og getur því skorið hér úr málum. Einnig tek ég orðrétt upp úr næstu köflum það, sem ég tel, „að sagan þurfi með“ og er það allt merkt með tilvísunar- merkjum. Þessir kaflar eru, pótt stuttir séu, býsna góð heimild um árferði og aldarfar og hin kröppu kjör, er allur þorri fólks í landinu átti við að búa á því tímabili En nú skal sagan hafin, að enduðum öllum þessum formálsorðum, en kaflaskipting verður hér eðlilega allt önnur Innan sviga eru skýr- ingar Konráðs. II. Hallgrímur Þorgrimsson fædd- ist á Hraunkoti í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu þriðja fimmtudag í sumri — 5. maí vorið 1808. For- eldrar hans voru Þorgrímur Mart- einsson og Vigdís Hallgrímsdóttir, búandi hjón á Hraunkoti, bæði af mývetnskum kjarnaættum og dug- miklu bændafólki. „Þegair Hallgrímur Þorgrímsson fæddist, var síra Skúli Tómasson sóknarprestur í Nesi (í Aðaldal 1803—1816) Það mun hafa ver- ílHINN - SUNNUDAUSBLAÐ 757

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.