Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Síða 17
Systurnar ákváðu að stelast á næturdansleikinn, þegar dimmt væri orðið og faðir þeirra væri sofnaður. Kjötsúpa með nýju dilkakjöti og guirófum var skömmtuð um nátt- mnál: kjötið angaði af lífgrösum af- réttarins, og gulrófurnar, vaxnar í hinum heilnæma jarðvegi og í hinu ferska lofti heimsskautslands- ins, voru hinar beztu í heimi. Hús- freyja gaf síðan annarri dóttur sinni millur úr silfri með festi og nál af sama tagi. En hinni dóttur- inni gaf hún silfurkoffur. Að vísu áttu þær skrautlega, íslenzka bún- inga fyrir. En þetta voru ættar- gripir. Og hún vildi bæta þeim upp vonbrigðin. Á Læk sváfu hjú öll í baðstofu. Húsráðendur sváfu í hjónahúsi. Dætur þeirra sváfu í kamesi þar innar af. Um ellefuleytið voru all- ir gengnir til náða, nema liúsbóndi. Hann sat í völtustól í viðhafnar- stofu uppi á kvisti, reykti forláta vindil og grúskaði í reikningum sínum við birtu af olíuljósi. Hann var enginn brautryðjandi, og hug- ur hans hafði aldrei beinlínis stað- ið til mannaforráða, þótt hans miklaðist af að vera kominn af írskum fornkonungum. En metn- aður. hans var að segja fyrir mörg- úm hjúum, eiga flest fé í sveit sinni, svo og flestar kýr og hesta. Nú kúrðu 600 fjár í landareign hans, allt hans eign, og nokkrum kindum betur, sem dætur hans áttu. En það lekur að halla undan fæti um auðssöfnuð hjá mér, hugsaði hann. Eigi er lengur hægt að halda hjú án þess að greiða þeim kaup, auk skylduspjaranna þriggja. Eng- inn vill vera ævilangt af guðsnáð vinnumaður eða af guðsnáð vinnu kona framar. Jafnvel smalinn, lít- ið yfir tekt, kominn af berfátæku fólki, ætlaðist til þes, að fá þókn- un. Þá var kóngurinn lítillátari, hann var enn af guðsnáð kóngur og við sömu kjör og forfeður hans. Bónda blöskraði, að ull hans dugði alls ekki lengur til þess að greiða vinnufólkinu kaup. Hvað ætli föður hans, sem bjó á Læk á undan honum, hefði fundizt um slíkan búrekstur? Þegar klukan sló hálf tólf, hélt bóndi niður og háttaði. Dætur hans heyrðu brátt, að hann tók að hrjóta. Þær voru tygjaðar, lágu í rúmun- um undir einum saman ábreiðun- um. Nú skriðu þær hljóðlega út um gluggann, sem vissi í aðra átt en gluggar hjónahússins, og ösluðu í ofvæni rennblauta hána í hálf- farljósri nóttinni, út fyrir túngarð. Þær hittu á hestana handan við klettaborgina. Annar þeirra var folaldsméri að vísu, en viljug. Smalanum hafði og tekizt að lauma söðlunum þangað. Von bráð- ar riðu systurnar í loftinu götu- paldra út á þjóðveginn. Bráðlega reið hópur af ungu, síð- búnu fólki fram á þær og ávarp- aði þær, en systurnar létu eins og þær væru heyrnarlausar. Nógu skuggsýnt var til þess að hestalit- urinn þekktist ekki. Systurnar reyndu að gera sig svo ankannaleg ar sem unnt var með hátterni sínu og látbragði í hvívetna. Unga fólk- ið tók að stinga saman nefjum um, að þetta væru huldukonur. Síðan var farið sem leið lá út í á eina allmikla, og þá tókst systrunum að halda við hestana og láta sig drag- ast aftur úr forvitnu, gáskafullu fólkinu. Því næst bugðaðist reiðgatan milli hóla, sem vaxnir voru gul- víði. Á einum stað þarna hafði náttúran myndað gulvíðitrjágöng. Limið náði sums staðar saman yfir hausum hestanna, og enn lagði úr því haustþungan ilm. Umhverfið mátti heita ævintýralegt. Eftir stundarfjórðungsreið það- an eru systurnar koninar í fyrir- heitna landið.'Þær heyra óminn af dragspilinu. Skammt frá réttunum, sem hlaðnar voru listilega úr hraungrýti, fóru þær af baki, bundu hestana á streng og settu vel á sig staðinn Því næst vöfðu þær blæjum um andlit sér, svo að þær þekktust síður Nú sjá þær nokkra bændur sitja undir réttar- vegg, Ijá hver öðrum réttapelana og súpa drjúgan á. Þeir bjóða einnig hver öðrum ponturnar. Einn þeirra kveður síðan rímur við raust. Danssvæðið er lýst með tveim olíuljóskerum. Systurnar hraða sér í danshringinn, en hafast við í skugganum. Um fjörutíu pör voru áð dansa polka, eitt þeirra rann á sleipu, og bæði hjúin duttu kylli- flöt. Þegar þau eru staðin upp, segir kaupakonan, að sá kavaler sé aumingi, sem geti ekki varið dömuna falíi. Á Suðurnesjum, þar sem hún eigi heima, dansi pör á tjarnarís, án þess að kavalera skriki fótur. Og hún er blóðrauð í framan eins og burnirót eftir frostnótt á hausti, bálreið af hneis unni og hverfur á brott úr dans- inum. Spilarinn situr á tréstól með rauðum pílárum, sem komið hef- ur verið fyrir á vagnkassa á hvolfi. Hjá stólnum er flaska með eini- berjabrennivíni. Síðan hættir dans, og hann dreypir á flöskunni aftur og aftur, getur ekki hætt, það er líkt og lamb sé komið á spena. Þess vegna spilar piltur fyrir dans inum um stund á stóra munn- hörpu, sem hann hafði keypt um leitirnar fyrir hagalagðana sína. Það er sólskin í andliti þessa 14 ára snáða, er moll-tónarnir úr hörpu hans kljúfa loftið, og dansfólkið svífur áfram í þung- lyndislegum valsi. Þegar lag piltsins unga um ást-’ sjúka huldumanninn er þagnað, langa valsinum lokið, mundar mað- urinn í stólnum sig aftur til. Hann leikur síðan marzúrka af svo mikl um krafti, að ískrar og orgar í belg dragspilsins, og við liggur, að hann rifni. Það er sungið undir: Komdu hingað, kindin mín, kokkurinn vill þig finna. Hann gefur þér brauð og brenni- vín, bláan klút og tvinna." Þá koma systurnar auga á prests soninn úr Eyrarsveit, sem verið hafði við plægingar á Læk og víð- ar vorið áður. Hann var í sörnu háu, járnslegnu stígvélunum og þá, en varð samt ekki skotaskuld úr að dansa. Fáir dönsuðu betur en hann, né kunnu sig jafnvel og hann. Dans hans var nánast list- dans. Hann hafði erft þá gáfu af föður sínurn. Systurnar sjá vinnumann af næsta bæ við Læk dansa við þjón- ustuna sína. Hún er tuttugu árum eldri en hann, mænir sífellt á hann ogUjómar af einfeldni. Gaman- og hnýfilyrðin fjúka hjá áhorfendunum. Gleðin í dan.shópn- um er eins og svellandi haf. Fólk er laust frá oki hversdags leikans þessa nótt. Brátt eru systurnar þotnar i dansinn. Önnur þeirra dansar við hávaxinn, föngulegan utansveitar- mann, sem leiðir hana og verndar, eins og hann væri dubbaður ridd- ari. Hann er leikinn í að dansa öfugt. Og hún kann þvi vel öðru hverju. Heitur andardráttur hans TÍMIN N - SUNNUDAGSBLAÐ 761

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.