Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Síða 3
Hva5 gerist, þegar dýrin veikjast? Svarið er: Þau lækna sig oft sjálf. Eðlisávisun þeirra bjargar þeim. Dýrin kunna að velja sér heppilegt viðurværi, og uppgötvuðu fjörefnin löngu á undan manninum. Einu sinni var veikt dýr einangrað í garði. Til þess voru bornar ýmsar jurtir sem uxu í náttúrulegu umhverfi þess. Og viti menn: Dýrið valdi það úr, sem líklegast var til þess að veita því meinabót. Dýrin gæta þess vandlega að full nægja næringarefnaþörf sinni. Elg urinn fer með hausinn á kaf í vatn til þess að ná í næringarríkar vatna jurtir. ameríski rís grindhorað ur úr dái á vorin og má ekki við miklu. Hann leitar uppi lauka snemm vaxinna blómjurta sér tl hressingar. Vanheilir kettir éta oft gras og það geta hundar líka gert. Þetta gera dýrin til þess að þau selji upp hár- um, er hafa farið ofan í þau, er þau sleiktu sig. Villidýr vita, að sóiskinið er heii- næmt, og ekki er það af eintómu hreinlæti, að hundar og kettir sleikja sig. Þeir gleypa líka í sig heilnæmi, sem þeim hefur borlzt með sólargeislunum. Rándýr, sem fellt hafa uppi bráð, éta fyrst lifrina og ýmsa kirtla, sem fjör efnaríkir eru. Hrekist dýrið burt, áður en það er mett, hefur það þó að minnsta kosti fullnægt f jörefnaþörf- inni. Gammarnir lifa á hræjum, og mætti virðast, að þeim myndi hætt við sjúkdómum. En þeir hreinsa vel nefið og svífa í mikilli hæð, þar sem útfjólubláir geislar megna að deyða sýkJa. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 843

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.