Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 2
A ýmsum nótum Hallir og örbirgð Stundum er ekki allt, sem sýnist. Skraut- legustu hallir veraldarinnar, veglegustu hof- in og turnhæstu kirkjurnar — allt þetta hefur verið reist í þjóðfélöguim, þar sem alþýðu manna átti fullt í fangi með að seðja hungur sitt, ef það þá tókst. Slíkar byggingar eru sjaldnast vitnisburður um auð og allsnægtir almennings, held- ur þau tök, sem einstaklingar eða stofnanir hafa haít á því að heimta skatta og skyldur af örbirgðinni og umkomuleysinu til þess að gera dýrð sína sem mesta. Það er forsaga kirkn- anna, moskanna, hofanna og hallanna, sem ferðamenn skoða með aðdáun í útlöndum. Með nýjum herrum koma nýir siðir. Aðalsmenn reisa ekki lengur kastala á klettahöfðum eða gera sér hallir í fenjum með síki umhverfis. Auðvaldið hef- ur leyst hin gömlu máttarvöld af hólmi, og nú eru kaupsýslu- hallir, sem reistara eru fyrir fé, sem leitar henra sinna eft- ir farvegum viðskiptalífsins. Byssur og Á undanförn- , , ... um áratugum bandalog hafa af mi,killi harðsækni verið stotfnuð banda- lög þjóða, sem látnar hafa verið heita því að þola saman súrt og sætt. Drif- fjöður þeirra eru örfá stórveldi sem boðizt hafa til þess að taka aðrar þjóðir smærri undir vernd arvæng sinn, en vilja í staðinn hafa ráð þeirra í hendi sér eins og dæmin sanna, bæði í þessari áttinni og hinni. Rætur þessara bandalaiga standa þó ekki dýpra í hugum manna en svo, að þau valda sí- felldum illdeilum og árekstr- um heima fyrir, og bæði í Evr- ópu og Ameríku hafa bandalags- mömmurnar hvað eftir annað orðið að láta hersveitir sínar brjóta á bak aftur vilja þjóða, sem vildu losa um tengsl sín við kerfið. Þegar til kastanna kemur, eru það byssurnar, sem verða að styrkja félagsbandið, þegar önnur íhlutun, sem hljóð- ar fer, hrekkur ekki til. Um eitt skeið var jafnvel tal- að um að þurrka út landa mæri. Þjóðirnar áttu í náinni framtíð að renna saman og löndin að mynda eins konar ömt í miklu alríki. Bezta ráð- ið til að tryggja frelsi sitt. var að atfsala sér því, sagði einhver spámannanna. Einnig þetta var út í blá- inn mælt og átti sér ekki stoð í vilja þjóðanna — nema þá þeirra, sem töldu sig nógu sterkar ti þess að stjórna alrík- inu að vild sinni. Aldrei hefur betur komið í Ijós um hin síð- ustu ár, hve illa þjóðir eða þjóðarbrot una sér í valda- kerfi eða of nánu samfélagi, þar sem munur á tungu og trú, sögu og menningu, veldur tog- streitu, og sá er venjulega lægður, sem minna má sín. Það hefur verið heitt í kol- unum í Belgíu, þar sem Flæm- ingjar og Vallónar togast á. Sjálfstæð hreyfing hefur feng- ið byr undir vængi i Skotlandi, og á hinu sama bólar jafnvel í Wafes. Bretónar kurra 1 sam- búðinni við Frakka, Baskar eiga í hörðum sviptingum við Spán- verja, Týrólar eiga í illdeilum við ítiali. Kúrdar áttu árum sam an í grimmilegri styrjöld við íraksbúa. Sómalir berjast enn við Etiópíumenn, svo að aðeins sé nefnt eitt dæmi úr Afríku. Öll um er kunnugt, hvernig ástatt er á Norður4rlandi, og ekki þarf heldur að rilfja upp, hvaða mynd gremja og sárindi Frakka Erjur í nauðurtg- arsambúð í sambúðinni við enskumælandi yfirvöld í Kanada hefur tekið á sig. Að ekki kveður að ráði, að slíkum væringum í Sovétríkj- unum, þar sem margir tugir þjóða búa, er vafalaust því að þakka, hve mikil rækt hefur þar verið lögð við tungur smá- þjóða og þjóðarbrot, siði þeirra og venjur, er samræmzt geta sovézku þjóðskipulagi. Sambúð Sa tími er «« áreiðanlega ekki og menn- i nánd, að landa ing mæri verði þurrkuð út og þjóðirnar renni saman í stór ríiki, þótt sumir virðist hafa gert ráð fyrir því, að annað hvort sem æskilegri þróun eða óumflýjanlegri nauð- syn. Samvinna þjóða, sem byggð er á jöfnum rétti og frjálsum vilja, getur samt sem áður auk- izt að því marki, sem sameig- inlegur hagur skynsamleg for- sjá setur. En lengi enn mun bezt á því fara, að hver þjóð sé sjáltfri sér ráðandi, þorski sína menningu o-g hlynni að sérkenn- um sínum. Þannig geta líka lit- il lönd og fámennar þjóðir, sem að öðrum kosti hefðu ósköp litlu að tjalda á mæli'kvarða víðrar veraldar, lagt eitthvað að mörkum, sem gerir heiminn fjölbreytilegri og auðugri. Þess vegna hlýtur það að minnsta kosti að vera öllum hinum smærri þjóðum fýsilegri kost- ur að sníða samskiptum þjóð- anna einhvern stakk innan vé- banda Sameinuðu þjóðanna en verða hluti einhverrar þjóða- samsteypu af öðru tagi, þar sem ein eða tvær hinar fjöl- mennustu og rikustu eru alls- ráðandi, en aðrar ekki annað en hornrekur, sem ætlað er að draga smám saman dám af for- ystuþjóðunum. J.H. ?»& TlllillNN - sunnudagsblað

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.