Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 15
r---------■--—--- VIÐ GLUGGANN Mikill hiti í húsum inni er mönnum skaðlegur. Fari hann yfir tuttugu og fjögur stig, ger ist fólk sljótt. Það er ótvirætt, að fólk verður sinnumimna en því er eiginlegt, ef það hefst við í húsi, þar sem hitinn er tuttugu og fjögur til þrjátíu stig. Þetta er niðurstaða rann sóknar, sem gerð hefur í byggingarannsóknarstofinun sænska ríkisins í Lundi. Mjög mikill húshiti getur beinlínis hættulegur lífi manna, segir Hans Zetterberg, forstjóri verksmiðju eimnar, sem fram- leiðir loftræstingarkerfi og líka hefur látið rannsaka þetta. Það er efalaust, að hiti er oft mun meiri en vera ætti í skrifstof um, verkstæðum og sjúkrahús um. Tölur sýna, að mun fleira fólk deyr í sjúkrahúsum á sumrin en veturna, þótt að vísu bresti á, að beinar sönmur verði á það færðar, að hitinn valdi þessu. Ekki bætir úr skák, að Svíar telja níutíu af hve-rju hundraði loftræstingarkerfa í landi þeirra sé áfátt. ★ Menn hefur greint á um það hvernig bezt gefist að kenrna út lend tungumál. Þess vegna var samanburðartilraun gerð í kennaraskólanum í Gauta- borg. Námsgreinin var enska, og sextíu nemendum var skipt í þrjá hópa, sem á voru reynd ar þær kennsluaðferðir, er helzt koma til greina. Tilraun inni stjórnaði Alvar Ellegard prófessor, en Karl Georg Ahl- ström, prófessor í Uppsölum, gerði grein fyrir niðurstöðum hennar á fumdi í Linköping á dögunum. Það er fljótsagt, að enginn munur varð á námsafköstum hópanna og verða því ekki lik ur að því færðar, að tin kennslu aðferð gefist amnarri betur. ★ Sú skoðun er ríkjandi, bæði í Danmörku og Svíþjóð, að þjóð félagsvaldið hafi dregizt óhæfi lega mikið saman á einrn stað, þar sem höfuðborgirnar eru. Þetta hefur valdið skaðlegu misræmi, orðið dragbítur á þá landshluta. sem fjærri voru miðstöðvum valdsins, en hleypt ofvexti í höfuðborgirnar og gert lífið þar þungt í vöfum og óþægilegra en það var á meðam stærð þeirra var hófleg, og miklum mun kostnaðarsamara. Svíar hafa því gert áætlun um brottflutning fjölda margra ríkisstofnana úr Stokkhólmi, þeim á að dreifa um landið á komandi árum. í Danmörku verður ömtunum fengin forsjá margra málefna, sem ríkið sinnti áður. Verða þeim látnir í té tekjustofnar í samræmi við það, svo að þa.i geti risið und ir hinum nýju verkefnum. fáir og smáir við erum, þá mynd- um við aldrei treysta okkur til þess að gera neitt. Ég segi aftur á móti: Við megum aldrei nokkurn tíma gleyma því, að við erum ekki nema tvö hundruð þúsund sálir og búum í stóru og harðbýlu landi. Og séu Norðuriöndin undanskilin, þá er hvergi nokkurs staðar í ver- öidi.nni til fólk, sem ekki stendur alveg hjartanlega á sama um okk- ur. — Já, þú segir það. En má ég ekki spyrja þig eitthvað um starf þitt? — Ég er búinn að vera dag? skrárstjóri Ríkisútvarpsins í fjögur ár. — Er það ekki lífrænt og skemmtilegt starf? — Vissulega hefur það sínar björtu hliðar, eins og flest önnur störf. En það háir okkur langmest núna, hve fáliðaðir við erum. Út- sendingartíminn hér er eins lang- ur og í Noregi, en starfsfólk þar mörgum sinnum fleira, og það seg- ir sig sjálft, að við höfum ekki nokkur tök á því að fylgjast með ölu efni, seim flutt er. Það verður að vera á ábyrgð flytjendanna sjálfra. Og svo er arnnað: Mikill hluti þess fólks, sem flytur út- varpsefni, er í fullu starfi annars staðar, oft í mikilli fjarlægð frá okkur. Samband okkar við þetta fólk er oftlega mjög takmarkað, til óhagræðis fvTir alla hlutaðeig- endur. Auk þess, sem nú hefur verið talið, eru húsnæðismálin okk ur fjötur um fót. Það má að vísu heita stórfurðulegt, að ríkisstofn- un, sem komin er fast að fertugu, skuli ekki enn hafa eignazt þak yfir sig. — Gerist ekki stundum eitt og annað skemmtilegt, til dæmis að ykkur sé boðið upp á efni, sem fáum öðrum en höfundum mundi detta í hug að vilja koma á fram- færi? — Æ-nei. Það er ekkert skemmtilegt, og við skulum ekki tala um það. — Er ekki eitthvað sérstakt, sem þu vilt segja að lokum? — Ég vil aðeins segja það, að þótt ég starfi nú við fjölmiðla og uni því ekkert ila, þá hef ég samt fulan hug á því að starfa að minni fræðigrein, og hér á landi eru óþrjótandi verkefni á þeim vett- vangi. Við þessa yfirlýsingu Haralds Ólafssonar vill undirritaður aðeins bæta því við, að þótt Haraldur sé að vísu mjög vinsæll útvarpsmað- ur, þá mun þó mörgum þykja það enn betri tilhugsun að vita hann starfa sem vísindamann að sér- grein sinni, sem heita má alger- lega óplægður akur hér á landi. VS. ------------------ . .. Þeir, sem hugsa sér að halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að avhuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í h{á þfiim og ráða bót á því. . T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 831

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.