Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 4
Kafarinn, sem tók að sér málefni blindra ungSinga Maður er neíndur Sven Nahlin, sænskur kafari. Af honum er tals *verð saga. Kafarar verða oft að 1 starfa í gruggugu og óhreinu vatni, þar sem þeir sjá ekki handa sinna skil. Þeir verða að þreifa sig áfram að því, er þeir ætla að finna. Þá getur hæglega borið við, að þeir ruglist á áttunum, og nýliðar í slíku starfi verða jafnvel gripnir innilokunarhræðslu. Sven Nahlin fór að hugsa um, hvemig unnt væri að hjálpa mönnum til þess að víkja frá sér óttanum og kenna þeim betur að átta sig í myrkri. Þá var það, sem honum datt í hug blinda fólkið. Það var því vant að fikra sig áfram í myrkri. Kynni Svens Nahlins af blindu fól'ki urðu til þess, að hann var beðinn að segja frá starfi sínu í blindraskólanum í Tomteboda. Hann var fús til þess, og að er- indi sínu loknu, spurði hann, mest til gamans, hvort enginn væri i skólanum, sem vildi læra að kafa. Margir svöruðu því játandi. Þetta varð upphaf þess, að Sven Nahlin fór að kenna blindum ungl ingum köfun. Og nú kom dálítið einkennilegt ljós. Blindu piltarn- ir reyndust mun betri nemendur en alsjáandi menn. Þeir voru til, sem þurftu helmingi skemmri tíma til þess að verða góðir kafar ar eða frosikmenn en almennt ger- ist. Margir hinna blindu unglinga voru mjög næmir, minnið var gott og heyrnin skörp. Og þeir kenndu ekki neins ótta, þótt vatnið væri gruggugt. Síðan þetta gerðist hefur Sven Nahlin mörgu áorkað í þágu blindra unglinga. Hann hefur, ásamt öðrum, stofnað félag, sem 820 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.