Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 9
æskilegast. Sýnir þetta, svo að ekki verður um villzt, manndóm og sjálfstæði Hþjlunds. Hanm hafn ar glæsilegu embætti, af því að það er ekki í samræmi við h-ugsjónir hans um frjálsan lýðháskóla Norð- urlanda. Næst fréttist það af Hþjlund hingað upp til íslands, að hann hafi verið skipaður dagskrárstjóri við útvarpsstöð danska ríkisins í Góðvon í Grænlandi. Flyzt hann þangað sumarið 1968 með fjöl skyldu sína og tekur við áður nefndu starfi. Kom þessi ráða- breytni víst flestum vinum H0j iunds á óvart. Þarna dveljast þau hjónin siðan með börnum sínum í tvö ár. Lise, kona Hþjlunds, kenndi við framhaldsskóla í Góð- von, aðallega dönsfcu, en það er sérgrein hennar. 111. Júlí 1970. Þriðjudagur 7. júlí. Sigríður Haraldsdóttir húsmæðrakennari hringir til mín og segir mér, að nú sé Hþjlund væntanlegur til ís lands, ásamt fjölskyldu sinni, mið- vikudaginn 15. júlí með flugvél frá Grænlandi. Hafi hún tal'að við nokkra af nemendum Hpjlunds hjónanna frá sumrinu 1964, svo að þeir fengju að vita af ferð HOjlunds. Sagðist Sigríður, en hún var í Askov 1964, hafa huga á, að sern flestir nemanda Ilpjlunds frá nefndum tíma gætu átt samleið aneð þeim hér meðan á heimsókn þeirra stæði, sem yrði vart ýkja- löng. Þeir, sem Sigríður hafði náð sambandi við, komu saman á heim ili hennar að Bugðulæk 9 fimmtu- dagskvöldið 9. júlí. Var þar um það rætt, hvað gera mætti fjöl- skyldu Hpjlunds til ánægju meðan á dvöl þeirra stæði hér. Var ákveð- ið að taka á leigu sextán farþega bifreið og aka austur yfir fjall og skoða ýmsa þá merkisstaði, sem útlendingar eru jafnan sýndir. IV. Austurferðin. Þetta varð. Lagt var af stað frá lumferðamiðstöðinni klukkan hálf tíu árdegis. Auk Hþjlundshjóna og undirritaðs voru í bifreiðinni: Sig- iríður Haraldsdóttir og börn henn ar tvö, Margrét sextán ára, og Har- aldur, nítján ára, hjónin Ragnar (Ju'ðleifsson og Björg Sigurðardótt- ir, kennarar í Kefl’avík, Benedikt Guðjónsson, kennari við Melaskól ann, og Róshildur Sveinsdóttir, kona hans, Kristrún Ólafsdóttir (Jóhannessonar prófessors og al- þingmanns), kennari við barna- skóla Vesturbæjar, og loks ungfrú Ida Miihelsen, sjúkraþjálfari frá Kaupmannahöfn. Sat hún fremst í bifreiðinni við hlið þess, sem þetta ritar. Gafst því gott tækifæri að æfa sig í dönskunni, enda óspart notað. Stúlkan auk þess lagleg og viðkunnanleg í viðmóti. Rigning var nokfcur á leiðinni austur yfir fjall. Birti ekki til að ráði, fyrr en um klukkan tvö, er við vorum að setjast að matborði. Vík ég að því síðar. í Hveragerði var beðið eftir gosi úr Grýlu (Grýtu), en flýtt fyrir því með því að setja grænsápu í hveraskálina. Magnað gos birtist. Myndir teknar í ergi og gríð. Síðan var ekið að Kerinu í Gríms nesi. Þótti gestunum það að von um furðuleg náttúrusmíð. Aðeins að hún fái að vera í friði fyrir ýtunni, sem víða engu þyrmir, eins og kunnugt er. Að Skálholti var komið skörnmu eftir hádegið. Mik- ið listaverk er dómkirkjan. Arki tektinn, Hörður Bjarnason húsa meistari ríkisins, hefur þarna hvergi rofið sögulega hefð í kirkju byggingum, heldur miklu fremur dregið saman í eina heild helztu form kirkjuhúsa liðinna alda. Gluggar, altaristafla, ljós, hljóð- færi, og síðast en ekki sízt stól T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 825

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.