Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 12
Tveir á tali Það mun flestum útvarpshlust- endum í fersku minni, þegar Har- aldur Ólafsson flutti í útvarp þýð- ingu sína á fyrlrlestrum Edmunds Leachs. Það var ákaflega mikið hlustað á þessi erindi, enda var þar fjallað um hluti, sem koma okkur ölium við, hvar sem við eig- um heima og hver sem störf okk- ar eru. Menn lögðu við hlustir, þegar þeir heyrðu, hvað fjallað var um: Menn og siðgæði — að aldri fluttist ég að Staðarhrauni á Mýrum, það er rétt hjá Hítardal, og þar ólst ég upp. Ég er því sveitamaður í húð og hár eins og við öll. Það er með öllu vonlaust fyrir okkur að ætla að skafa af okkur sveitamennskuna, bætir hann við og brosir með velþókn- un. — Þú manst þá eftir lífshátt- um sveitafólks eins og þeir voru fyrir svo sem þrjátíu árum? ir beint áfram, heldur hringur. Hringurinn, sem opnast og lokast í sífellu: Vetur-sumar-vor-haust. Lif-dauði, dauði-líf. f rauninni allt- af hið sama aftur og aftur. — Þú uefndir þarna frumstæð- ar þjóðir. Hefur þú dvalizt meðal þeirra? Nei. Því miður hef ég nú ekki sótt heim neina frumstæða þjóð, en ég hef kynnt mér líf þeirra talsvert mikið, eftir því sem hægt er. — Var nám þitt kannski helgað þessum hlutum? — Já, það má víst segja það. Ég stundaði nám í þessum fræð- um í Frakklandi í tvö ár. Síðar, eftir að hafa verið hér heima og meðal annars fengizt við blaða- „Hvergi í öllum heimi, nema á Norð- urlöndum, er fólk, sem ekki stendur hjartaniega á sama um okkur" Menn og menntun — Menn og vél- ar — Maður og náttúra — og margt fleira. Fyrir einu ári gaf svo Hið ís- lenzka bókmenntafélag þessa fyrir lestra út í bók, sem heitir Verö'ld á flótta? Undirritaður hefur það fyrir satt, og þykist hafa fyrir því nokkuð góðar heimildir, að sú bók stappi nærri því að vera nú þegar komin í flokk kennslubóka. Þetta blaðaviðtal á ekki að verða nein æviferilsskýrsla- Haralds ól- afssonar, enda væri það út í hött, því að maðurinn er bráðungur enn. Þó skal það sagt, lesendum til fróð- leiks, að hann á fallegt og bók- margt heimili við Ásvallagötuna og þar býr hann með konu sinni, Hólmfríði Gunnarsdóttur, Árna- sonar prests frá Skútustöðum, og tveim ungum börnum þeirra. — Ég fæddist i Stykkishólmi ár- i? 1930, segir l-5j»raldur. Fimm ára — Já. Ég var svo heppinn að ná í seinasta hluta þess tímabils, sem staðið hafði nær óbreytt í þúsund ár. Og sveitaveran gerði mér fleira gott. Mér skildist, þeg- ar á unga aldri, þessi sjálfsagði gamgur, sem við og allar aðrar lif- andi verur eru háðar. Ég sá dýrin tímgast, fæðast og deyja. Og meira en það. Fæðingar og dauði mann- fólksins fór ekki heldur fram hjá mér. Allt þetta fara borgarbúa á mis við. Hér fæðast menn og deyja í sjúkrahúsum oftast nær, og eng- inn verður í rauninni var við það, nema starfsfólk sjúkrahúsanna. Ég held lí'ka, að við í sveitinni höfum skynjað tímann öðru vísi en fólk gerir hér. Þar var það sjálf bring- rás náttúrunnar, sem var þunga- miðja ailrar tímaskynjunar: Vor, sumar, haust, vetur. Þetta er ein- mitt svona meðal frumstæðra þjóða. Þar er ekkert til, sem heit- mennsku, fór ég til Svíþjóðar og Iagði þar stund á félagsfræði og mannfræði og tók svo licentiat- próf í mannfélagsfræði. — Varstu lengi í Svíþjóð? — Tæp sex ár. Þar með er þá talin hálfs árs vera við Kaupmanna haínarháskóla. Mig hafði lengi langað til þess að kynna mér þessi fræði. í raun og veru er þetta nú menningarsaga, allt saman. Licent- iatritgerð min fjallaði um sarv.fi- lagsleg ábrif ýmissa siðareglna og bannhelgi meðal Eskimóa. Þar kemur skýringin á því, hvers vegna ég dvaldist í Kaupmanna- höfn. Þar fara fram mestu Eski- móarannsóknir í veröldinni. Mér þótti því mjög vænt um það þeg- ar prófritgerð mín var send til Kaupmannahafmarháskóla og rann- sökuð af tveim ágætum vísinda- mönnum þar. Annar þeirra er Grænlendingur, og er mikill sér- T ( M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.