Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Side 5
höfundi undir þessum fagra hætti fornaldar, jafnvel undir sjálfu fornyrðislagi, hættinum, sem svo oft getur legið á mörkum bund- ins og óbundins máls. Auk hefðbundinna hátta eru í Ijóðakveri Einars Braga hálfstuðl- uð ljóð, laust formuð og alger Kvöldsnekkja snjóhvít. Snortið oddrauðum vængjum silfurfljót svefniiljótt. Sitrandi dropum telur eilífðin stundir ókkar. Hér eru þá dæmi um tvö nú- tímaljóð islenzk, og þau síður en svo af verra tæinu. — Óðurinn um hreininn er þó ef til vill at- hyglisverðastur fyrir þá sök, að hann gæti eins verið tekinn úr frá- sögn eftir lipran blaðamann elleg- ar ferðalang og náttúruskoðara. En hann gæti allt að einu verið úr ritgerð eftir greindan skólanem- anda. Og hvar eru þá orðin landa- mörk óbundins máls? Hitt ljóðið — stefið um kvöldsnekkjuna — á ekkert skylt við ferðasögur eða skólaritgerðir. Jafnvel þótt leit að væri aftur til aidamóta rnundu einungis örfáir skólanemendur, jafnvel aðeins einn til tveir, hafa verið þess umkomnir að fella sam- an svo fágað form og hugsun — hvað þá nú. Hvað veldur? Svarið er aðeins eitt: Sú gáfa, að geta komizt á vald háttbundinni hrynj- andi, orðið rýtmiskur í hugsun og tjáningu, hún er aðeins fáum gef- in í vöggugjöf. Og það er einnig fáum gefið að geta þroskað þá gáfu með sér. Samt er það ef til vill þessi eiginleiki, sem gerir mun inn á ljóði og prósa, á ljóðskáldi og prósaskáldi. (Sem dæmi mætti nefna Þorgils gjallanda, sem gat ritað fagran, áhrifamikinn stíl í óbundnu máli, en fékk aldrei sett saman stöku). Jón Helgason talar um „aga hinnar þrískiptu greinar“, sem ís- ienzk ljóðskáld séu undirorpin. Þar á hann að sjálfsögðu við Ijóð- stafasetninguna, einn þátt hinnar háttbundnu hrynjandi íslenzks kveðskapar, og ekki léttvægan. í evrópskum kveðskap hefur hrynj- andi Ijóðs, eins og alkunna er, grundvallazt á háttbundinni skip- an bragliða, léttra ,og þungra, á prósaljóð, og ©ru þau í yfirgnæf- andi meiri hluta. í síðari helmingi bókarinnar er niðurskipan þannig, að annars vegar eru Ijóð í óbundnu máli, hlns vegar hefðbundið form eða léttstuðlað. Ég vel hér sýnis- horn tvö af handahófi (kvæðin Stef og Við kvöldmál): Við kvöldmál sá ég ungan hrein sem rásað hafði sumarlangt með hjörð- inni, horfa með söknuði á sölnað strá við fætur sér og hverfa sein- lega úr högum Kiðjafellshliða að deyja í auðninni, þar sem ekkert bærðist nema kaidir geislar sem skinu á skjannahvít hornin. lengd ljóðlína eða mislengd, af hætti ljóðs, ef svo má að orði kveða. Endarím er hér og að vísu þáttur. En það er athyglisvert, að einmitt hjá sumum meisturum ljóðformsins í Norðurálfu, skýtur stuðlum stundum upp úr kafinu, ekki sízt þegar skáld kemst á flug. Ég tek hér dæmi úr hinu fræga kvæði Rilkes um orðið: ,,Jede Wendung der Winde war nur Wink oder Schrecken“. Alveg eins mætti taka dæmi úr Sankúntala eftir Drachmann, úr ýmsum af ljóðum Nis Petersens eða enska skáldsins Swinburnes. Stuðlar með eða án höfuðstafs hafa magnað og borið uppi hrynj- andi íslenzks kveðskapar langt fram á þessa öld. Meðferð þeirra og óskeikul tilfinning fyrir réttri skipan þeirra í ljóðlínum hefur um langan aldur verið eins kon- ar mælikvarði á getu til kveðskap- ar, skipt mönnum í skáld eða hag- yrðinga annars vegar, hins vegar bögubósa. Mælikvarðinn er að vísu í eðli sínu einstrengingslegur, en hefur þó orðið visst aðhald, jafn- vel skáldum með sljóvgað brag- eyra. En hvað felst í raun réttri 1 þessari kröfiu um hrynjandi ljóðs og ljóðstafasetningu, sem svo lengi hefur viðtekin verið? Er það ekki tilfinning um að það sé hljóm fall, hrynjandi, sem í raun réttri geri kvæði, — óljós vitund um, að á valdi háttbundinnar hrynjandi komist mannshugurinn algerlega úr hversdagshamnum. Listasagan fræðir okkur um, að ætíð þá er maðurinn opinberi innsta eðli sitt, verði hann ósjálfrátt rytmiskur, þá breytist gangur hans og hreyfing- ar í dans, tal hans í söng og kveð- andi. Háttbundin hrynjandi kftýr, eða kallar með öðrum orðum fraiR orðmyndir, orðasambönd, sem ella væru skáldinu ef til vill ekki tiltæk. Hann er kominn út fyrir hversdagsleikann — prósann. Þeg- ar bezt tekst, nefnist hugarástand- ið innblástur. Hin forna list þjóðar vorrar, sem sprottin er upp af andlegri glímu hennar við hinn ytri heim, örlögin og sjálfan guð, er skáld- skapurinn. Germanska sögnin, sem þar heyrir til, „zu dichten", merk- ir að þjappa einhverju saman. Ein- stök orð eru hrifin út úr enda- lausum flaumi hins mælta máls og bundin saman í nýtt form. Vitur tunga viðhefur um athöfn þessa sögnina að yrkja, samstofna nafn- orðinu orka. Að yrkja virðist þann- ig frá öndverðu eiga að vera í því fólgið að hlaða orðin orku, krafti, sem varðveitir þau og firrir gleymsku. Með því að binda orðin þannig saman með stuðlum, höf- uðstöfum og hvers konar bragregl- um skyldi þeim skapað form, sem auðvelt yrði að muna og geyma. Víkjum aftur að ljóðasýnishorn- unum tveimur hér að framan. Hvort mundi líklegra til langlífis, til að lifa á vörum manna? Hvort myndar heild að hugsun og formi, jafnvel langt ofar flaumi óbund- ins^máls? Á tveimur síðustu áratugum hafa uppi verið háværar raddir meðal rithöfunda og margt ritað um þörf hvers konar nýbreytni á sviði skáldskapar. Krafan uni nýtt form hefur aldrei verið hvassari. Þeim, sem kunnugir eru ljóðabók- um Einars Braga — ekki sízt ljóða- bókunum Gestaboð um nótt og Hreintjarnir — mætti ef til vill finnast þeirri kröfu undarlega fram haldið i þessari hans nýju bók. Ofar öllum kröfum um ytra form skáldskapar, er sú þrá og þörf, að nýtt efni skapist, ný hugs- un verði til. Andspænis þeirri kröfu verða viðbrögð skáldanna misjöfn. Eitt er víst: prentverkið eitt fær aldrei svalað þeirri þrá. Að endingu vitna ég hér til fag- urra ljóðlína, sem Einar Bragi ger- ir að einkunnarorðum bókar sinn- ar: Það er sorg mín og hamingja að hjartsláttur lífsins heldur fyrir mér vöku. Arnheiður Sigurðardóttir. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAl 77

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.