Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Síða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Síða 10
hefðu ekki haft neitt við að vera. Ber kirkjan hið bezta vitni um hag- leik ófaglærðra manna og mun vafalaust standa lengi. Einn af þátttakendum í kirkjusmíðinni var danski rithöfundurinn og ferða- garpurinn Peter Tutein. Segir hann frá þessu allítarlega og á skemmtilegan hátt í bók sinni Hrakningar á hafísjaka. Ræð ég öllum þeim, sem hafa áhuga á grænienzkum málum, til að lesa 1 hana. Hún er fróðleg um margt og gefur glögga innsýn í ýmsa þjóð- lífshætti þessa frumstæða fóiks. Kirkjunni þjónar nú grænlenzkur djákni — hliðstæbt því, sem gerð- ist hér hjá okkur í Grímsey um árabil nýlega. Skólaskylda hefur verið alilengi í Kúlúsúk og byrjar skólinn þar 16. ágúst, samkvæmt ' dönskum i venjum. Kennarar eru grænlenzk- ir, enda að sjálfsögðu kennt á þeirra eigin tungu. Hins vegar er danska skyldunámagrein, svo sem vænta má, og eitthvað mun iítil- lega byrjað að kenna þar ensku. Reyndist okkur kunnátta fóiksins í dönsku ákaflega lítil, eins og íyrr greinir, og mætti því álíta, að þar væri ekki meiii áhugi á þvi tungumáli á unglingastiginu en hjá ok-kur. Kennaraskólar eru tveir í Grænlandi, á vesturströndinni. Ástæða er til að geta þess, að ís- lenzkur kennari, Guðmundur Þor- láksson, nú kennari við Kennara- skóla íslands var nokkur ár kenn- ar við kennaraskólann í Juliane- háb í Grænlandi. Að lokinni dvöl sinni þar skrifaði hann um Græn land fróðlega bók, sem Iðunn gaf út árið 1948. Mun það ítarlegasta bók á okkar tungu um Grænland og Grænlendinga, svo aö þangað má margt sækja. É-g gat þess fyrr, að ofckur þótti strax mjög áberandi, hve börn og ungmenni voru hlutfallslega mörg, þegar litið var yfir hópinn. Munu þau nú vera rétt um 50% miðað við heildina innan 16 ára aldurs, svo sem fyrr segir. En þetta hlut- fall fer sílækkandi, þar sem áhrifa pillunnar svonefndu gætir nú þeg- ar á Grænlandi, eins og annars staðar. Meðalaldur fólksins fcr hins vegar síhækkandi, við batn- andi aðstæður og heilbrigðisþjón- ustu, og er nú um 60 ár hjá karl mönnum, er 63 eða 64 hjá kon-um. Fyrst ég minntist á heilbrigðis- þjónustuna vil ég taka fram, að læknir er enginn í Kúlúsúk, en hins vegar -grænlenz-kar hjúkrunar- konur, sem sjá um þá þjónustu og hafa þar mjög sæmilega aðstöðu, (sjúkraskýli) til að leysa af hendi hlutverk sitt og sinna smærri sjúkraaðgerðum. í Angmagssa- lik, sem er aðeins í 30 km fjarlægð frá Kúlúsúk, er hins vegar sjúkra- hús og tveir starfandi læknar. Og verði einhver alvarlega veikur í Kúlúsúk, eins og auðvitað kemur fyrir öðru hverju, er hann strax sóttur í þyrlu frá Angmagssalik og komið fyrir á sjúkrahúsinu þar. Heilsugæzla er því raunar orðin allgóð þar vestra, svo sem líka vera ber undir vernd og eftirliti hinnar ágætu, dönsku þjóðar. Loks vil ég fara nokKrum orð- um um atvinnumál staðarins, og Iíklega er þar að finna veikasta pun-ktinn í þessu litla samfélagi í Kúlúsúk. Hin raunverulega at- vinna fólksins — og þá fyrst og fremst fullvaxinna karlmanna, eru veiðar, selveiðar og fiskveiðar, sem þó mun sífellt vera að dragast saman. Og þegar við leiðum hug- ann að því, að þarna er ekki um neina jarðyrkju að ræða, né held- ur iðnað af neinu tagi, sem mark- visst hefur verið stofnað til, sjáum við strax. að hér hlýtur að vera um mjög alvarlegt vandamál að ræða. Hvað á blessað fólkið að gera með tímann, bæði börn og fullorðnir? Eru-m við ekki þarna Smiður í Kúlúsúk leggur síðustu hönd á tréskjóluna sína. Ljósmynd: Páll Jónsson. 82 T í I I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.