Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Qupperneq 16
VIÐ GLUGGANN Nálega ein millión af fosfati úr þvottadufti rennur árlega gegnum bandarísk sorpræsi. Af leiðingin er ógurleg mengun með ósegjanlegri tortímingu í ám, vötnum og sjó með strönd- um fram. En nú eru horfur á, að tek- ið verði í taumana. Á þingi New York-ríkis í Albany hefur verið lögð fram tillaga um bann við sölu og notkun þvottaefna, sem fosfat er í. Bannið á að ganga í gildi að fullu og öllu í desem- bermánuði næsta ár. Vonir standa til, að þá verði fótunum kippt undan framleiðslu þessa háskalega þvottaefnis. í fyrsta lagi er tíundi hluti hins banda- ríska markaðar innan marka New Yorks-ríkis. í öðru lagi eru þegar komnar fram tillögur um sams konar bann í Wisconsin frá næstu áramótum, í Acron í Ohio mun það taka gildi á miðju næsta ári og í Cleveland verður slíkt bann sennilega einnig samþykkt. Loks er sams konar bann yfirvofandi i K an- ada og verður sennilega látið ganga í gildi í árslok 1972. Fosfat er með öllu óþarft í þvöttaefni, þar sem ekki er þeim mun meira af kalki í vatn- inu. Nú er allt að 80% af fos- fati í sumum tegundum þvotta- efnis, þótt 40% nægðu á óhrein- ustu flíkur, þar sem vatn er allra kalkríkast. Það segir sína sö'gu um tor- tíminguna, að í Erievatni á landamærum Bandaríkjanna og Kanada veiddust árin 1885— 1925 að jafnaði tíu þúsund lest- ir af fiski. En árið 1965 var ör- deyðan orðin slík, að matfiskur úr vatninu náði ekki lengur þús und pundum. ★ Danir munu að sumri vista eiturlyfjaneytendur á Neksel- ey við norðurströnd Sjálands. Eiga þeir að vera þar i sambýli við heilbrigt fólk. Mjög örðugt er talið að venja eiturlyfjaneyt- endur af lesti sínum í því um- hverfi, þar sem þeir hafa lotið í lægra haldi fyrir fíkn sinni og nýjar freistingar geta verið við hvert fótmál. Þess vegna á að reyna, hvort einangrun gefst ekki betur. Eiturlyfjasala og eit- urlyfjaneyzla er nú orðin geig- vænlegt vandamál í Kaup- mannahöfn. •k Hætt er við, að þeir sem verða mikið á ferli í fjörunni norðan við Skælskör á Vestur- Sjálandi í sumar, verði blakkir á fótunum. Gulf-olíufélagið á olíuhreinsunarstöð á þessum slóðum, og hefur olía frá henni runnið í sjóinn og þakið fjör- una á þriggja kílómetra löngu svæði. ★ Bilið á milli valdsmanna og fólksins er víða til umræðu, og gengur laklega að brúa það. Þetta á einnig við um lönd, þar sem þingræðið er hvað bezt í heiðri haft. Þegar kosningar eru um garð gengnar, taka f-ulltrú- arnir sínar ákvarðanir upp á eigin spýtur, oft af litlum kunn- ugleika á lífi, háttum og þörf- um fólks. Þess vegna hefur komið fram sú hugmynd í Kaupmannahöfn að stofna hverfisráð, sem al- menningur kýs, borgarstjórn- inni til leiðsagnar í sérmálum hverfanna. Sumir vilja, að þessi hverfisráð hafi ákvörðunarrétt í þvílíkum sérmálum, ásamt borg ars'tjórnarfulltrúunum, en aðr ir- vilja, að hverfisfulltrúarnir séu einungis áheyrnarfulltrú- ar. Svo eru að sjáifsögðu þeir, sem ekkert vilja hafa af slíkum fulltrúum að segja. Það væri ekkert einsdæmi, þótt hverfisráð með takmörk- uðu ákvörðunarvaldi yrði stofn- uð í Kaupmannahöfn. Þetta fyr- irkomulag er til dæmis tíðkað í Zagreb í Júgóslavíu -Þar eru hverfisráð, sem hafa með- ákvörðunarétt um sérmál sinna bæjarhluta — byggingarmál, umferðarmál, verzlunarmál, skólamál, barnaleikyelli, vöggu- stofur og sitthvað fleira. Þar að auki eru þar húsráð með ákveðnu valdsviði í stórum leiguhúsum. Þessu kerfi fylgir að sjálf- sögðu talsvert málæði. En það hefur þann kost, að miklu fleiri fylgjast náið með málefnum samfélagsins en ella myndi, málefni bæjarhluta, svo sem út- hverfa, gleymast miklu síður, og minni hætta verður á því, að teknar séu fráleitar ákvarð- anir af ókunnugleika eða öðr- um orsökum. ★ Berist álaseiði í námunda við höfnina í Halmstað í Svíþjóð, er þeim bani búinn. Því veldur eitrun í sjónum. Halmstað er við mynni ár, sem heitir Niss- an, og það er hún, sem veitir þessum þokka út í sjóinn. All- langt uppi í landi er sem sé við ána súlfítverksmiðja, og frá henni berast í vatnið efni, sem eyða þrjátíu og þrem lestum af súrefni úr því á sólarhring hverjum. Þar að auki fara í ána sjötíu og átta lestir af efni því, sem nefnt er lignín, og það ’gerir vatnið enn ókræsilegra: Með öðrum orðum öskugrátt. Magna fýlu leggur af ánni, og það eru einungis allra harðgerð ustu lífverur vatnsins, sem þol- að hafa þá raun, er þeim hefur verið búin. Afstaða verksmiðjueigend- anna, sem engum kvörtunum hafa sinnt fram að þessu, er mjög táknræn. Þeir hafa nú sótt um leyfi til þess að endur- byggja súlfítverksmiðjuna og reisa nýja pappírsverksmiðju, og á þá að haga svo til eftir breytinguna, að ekki fari nema hálf fjórða lest af lígníti í ána og önnur úrgangsefni sem svar- ar því, að þau eyði ellefu lest- um af súrefni úr vatninu á sól- arhring. Við það myndi fýlan minnka til mikilla muna, en öll- um tegundum fiska yrði eftir sem áður ólíft i því. Hins vegar vilja þeir fá frest til árslns 1975 til þess að ákveða, hvort full- komin hreinsitseki verða sett upp. Þetta hljómar ekki alls kost- ar ókunnuglega. 88 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.