Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1971, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1971, Síða 5
ISoma þá biblíusögur fyrir íslands- SÖgu og sálmar fyrir kvæði — það ^r kristindómur fyrir ættjarðarást þær tvær hugsjónir, sem ég ekki beztar og helgastar og vildi elzt geta varið ævi minni til að Innræta unglingunum. Ég hef engum skrifað svo greini- lega um þetta og lítið um það tal- áð enn, því að þetta er svo lítilfjör- íeg tilraun. og ég er enn í vafa, hvort hún gefur nokkurn árangur. En sökin liggur þá í ófullkomleika kennarans og nemendanna, því að hugsunin er góð í sjálfu sér og mætti vel verða til blessunar. Satt að segja vakir fyrir mér að láta kristindómsfræðslu koma í stað- inn fyrir þululærdóm í kverinu, sem ég óttast meir og meir, að fremur snúi hjörtum barnanna frá kristindóminum en að honum. En höfum ekki hátt um það“. 13. „Skáldsaga" um Brynjólf. Sú fregn hefur flogið um uppsveitir Árnessýslu, að fræði maðurinn á Bakkanum sé í lijúskaparliugleiðinguin, orð- inn meira en hálfsjötugur. Al- mannarómurinn er meira skáld en Shakespeare, hefur verið sagt, og fólk vissi auðvitað, hvert konuefnið var. 13. febrúar 1904 skrifaði séra Magnúst „Þú minnist á skáldsöguna um ykkur Ingibjörgu. Eftir því sem ég hef komizt næst, vorum við Ingi- gerður á Vatnsley.su ein af Tungna- mönnum um það að skilja hana rétt. En hingað í Tungur kom hún austan úr Hrepp, og til þess að gera hana sem áreiðanlegasta, voru þau orð með eftir Degi. syni þín- um, að „þú myndir líklega verða fyrri til að giftast heldur en hann“. Þetta gerir vitanlega ekkert til — var svo sem engin æruskerðing. hvorki fyrir þig né Ingibjörgu“. 14. Litla Helga. Bréfsefnið var þó ekki allt af þessu tagi. Miðviku- dagsfræðslan á Tórfastiiðum hefur lítil orðið þennan vetur, enda drúpir heimilið í sorg. Torfastaðalijónin, Steinunn Skúladóttir frá Móeiðarhvoli og séra Magnús, voru barnlaus. En árið 1896 tóku þau árs- gamla telpu úr Hafnarfirði, Helgu Bjargmundardóttur, i fóslur. er hún dáin, ótta ára gömul, og hvorugt þeirra hjóna getur á sér heilu tekið. „Mlðvlkudagskonnslan mfn heí- ur enn engin orðtÖ. öllu þvt með- fram veitondi í haust, en eitt- hvað vona ég, að af henni verði, er dag lengir og færl batnar. Að- eins tvo unglingafundi hef ég haft í vetur, tveir unglingar hafa ver- Íð hér í vetur aðkomandi til náms og tveir heima. Ég^ hef nú sagt þeim í rökkrinu íslandssögu og mannkynssöguna — þar „sjór- inn nógur að drtfa í“. Allmjög söknum við litlu Helgu, einkum þó konan mín, sem von er. Þær skildu aldrei nótt né dag, og hún var svo saklaus og góð í sér. Ég segi þér lítið atvik, er lýsir til- finningum okkar beggja rétt í því efni. Ég hafði skrifað á rúðu: Árið er liðið á enda — árið, sem kvaddirðu mig. Þó vöknar mér alltaf um augu, er eitthvað minnir á þig. Steinunn skrifaði neðan undir: En alltaf í hug mínunt ertu, þó ekkert minni á þig. Þetta er hvort tveggja satt. En látum það niður falla. Þessar vís- ur rnínar urðu tll litlu eftir að hún dó: Af hinini stjörnur horfa til mín og lrvísla með geislum sínum, er sit ég hljóður og hugsa til þín, sem harminum veldur mínum. Hve lielsótt þín brann mér 1 hjartastað, þótt hyggði eg að sýnast glaður, það er ekki von þú vissir það — það veit ekki nokkur maður. Tll þessa. lief ég ei lifað þyngri þraut en þá, er í hvíluna svörtu ég leggja varð þín liljumund og lokkana þína björtu. Hvað sakar, þótt verði það mér til móðs, að man ég hvar rúmið þitt stendur? Nú veit ég. að það var þér til góðs. að þú komst i okkar hendur. Hvað sakar, að foreldra fóstrið brást og forlögin óiu þig snauða, því lifandi skorti þig aldrei ást og ennþá síður þó dauða. Hvað sakar, að þú varst þroskasein? Ég þekkti þig öllum hetur og veit, að þn varst svo hiartahrein, að himininn séð þú getur. Já, kannski þú bíðir þar húin á strönd, er hát mínum skolar að grunni og leggir mér fagnandi að hálsinum hönd með himneska brosið á munni? En meðan ég lifi hér minningin þín æ margvefui gTeinarnar sínar og tvinnar þær, heillandi hugann til sín, við hjartaræturnar mínar. Ég hef aðeins skrifað þessar vísur Guðrúnu. systur minni. sem þekkti hér til, en engum öðrum, neina nú þér, því að þú sendir mér svo oft þess háttai'. En þetta er nokkuð, sem engan varðar um, og ég vil alls ekki, að þær berist neitt út. Ég les fátt fyrir sjálfan mig, en alltaf stund á hverju kvöldi fyrir fólkið . . .“ 15. Dapurlegar hugrenningar. Ovænt var séra Magnús kvaddur til kennarastarfa í Flcnsborg'arskólanuni í Hafn- arfiröi. Hann gekk einn sum- ardag á I.augarVH og liugsaSi þar ráS sitt I eiuveru undir berum himni eins og mælt er, aS gert bafi sumir hinir fornu goSar. Hann afréS aS fórna prestsembætti og búsetu í greniul viS lieimaliagana fyrir kennslustörfin. Veturinn 1904 —1905 var hann einsetiimaður viS kennsluna í Hafnarfirði, en Steinunn, kona hans, annaðist lieimili og bú á Torfaslöðum til vors. 8. janúar 1905 skrifaði hann Brynjólfi. hálfhnuggiiin í bragði og iiýbúinn að fá lausn frá prestsembætti: „Mér hefur iiðið vel yfir höfuð, en satt er það. að ég hef átt í meiri baráttu við sjálfan mig í haust heldur en, að ég held, nokkru sinni áður. og veit ég, að þú getur skilið það, þó að ég rifji ekki upp né fylki ástæðum og hvölum og tilfinningum þeim, er baráttuna hafa háð, hér á pappírnum. Vitan- lega leið mér illa fáeina daga nieð- an Steinunn lá, og þó skömm sé frá að segja, gerði draumur einn T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 437

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.