Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1971, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1971, Síða 9
KRISTINN KRISTJANSSONi HUGDETTUR VIÐ HEIMSKAUTSBAUG HOLSÁTAN Ég veit nú ekki greinilega, hvað hugmyndin um holsátuna er göm- ul hjá mér. Ég gæti trúað, að það væru fimmtán eða sextán ár síðan ég byrjaði að hugsa um hana. Þá var til þess að gera nýlega farið að setja saman með vélum. Árið 1946 fékk ég Farmal-drátt- arvélina mína. Fljótlega þar á eft- ir breytti ég beizli hestarakstrar- vélarinnar, þannig að ég gat tengt hana við Farmalinn. Á árunum 1949—1955 tóku börnin mín við mínum parti af jörðinni, nema litlum hluta af túninu, og byggðu sér þrjú nýbýli, brutu sín tún og ræktuðu. Þá munu menn yfirleitt hafa verið búnir að breyta sátu og lön- um í þessar vélhlöðnu kúrur, sem nú tíðkast. En það þótti bera á því, að heyið fór ekki eins vel í þess- um kúrum og sátunum, sérstak- lega á haustin, og varð það til- efni þess, að ég fór að hugleiða þessa svokölluðu holsátu. Byrjaði ég á því að smíða dálitla viftu, sem dráttarvélin mín gat hreyft. Ég vil ekki segja, að ég hafi fundið nýjung með hverju ári viðvíkjandi þessari holsátu, en ég fullyrði og get sannað, að átta nýj- ungar viðvíkjandi þessari holsátu var ég með. Ég hef löngum átt bágt ineð svefn og vakað um nætur, og átti þá þessi holsátuhugmynd oft for- gangsréttinn. Einhverra hluta vegna gat ég ekki komizt hjá því að gera ráð fyrir einhvers konar upprefti í þessu holi eftir endilangri sátunni. En þó fór svo um síðir, að ég slapp við það. Ég smíðaði form úr fjórum flekum. Þeir voru þann- ig gerðir, að þegar búið var að reisa þá upp á rönd, voru þeir svona axlarháir. Hliðarflekarnir voru um þrír metrar á lengd. Þeir voru þannig gerðir, að stoðir voru fjórar úr tvisvar sinnum fjórum, en slárnar voru einn og hálfur sinnum fjórir. Á þessa grind negldi ég þakjárn, en rétti áður bárurnar eftir föngum. Gaflarnir voru hundrað og áttatíu sentimetr- ar á lengd, jafnháir. Ég fékk mér botnlausan olíu- tunnuskokk, barði annan endann flatan saman, þar til hann var þrjátíu sinnum hundrað og tutt- ugu sentimetrar. Þessi skokkur stóð lítið eitt inn úr öðrum gafl- inum — hinn gaflinn var heill fleki. Þessir flekar voru skrúfaðir saman á öllum hornum og járn- uðu hliðarnar vissu inn. Þannig varð formurinn stöðugur og sterk- legur. Næst smíðaði ég það, sem ég kalla holskapa. Var það skokkur úr sama plötujárni. Hann var þannig, að hann gat gengið innan í endann á tunnuskokknum, þar sem hann kom í gegnum gaflinn, og lengd hans nam við endann á hinum gaflinum. Þá var það mein- ingin, að þessi holskapi lægi þarna mitt á milli hliðarflekanna. Hann var ekki alveg eins hár og hliðar- flekarnir, getur verið allt að tutt- ugu sentimetrum lægri. Þegar átti að setja upp holsátu, sem var úr svona sæmilega sátutæku heyi, þá skyldi þessi fulla breidd á form- inum notuð. Eins og nú horfir, þá vil ég að notaðir séu handgafflar til að moka upp heyinu í forminn, og þá um leið að jafna því ofurlítið til í forminum. Þegar hækkar í honum, þá skyldi farið upp í hann og heyinu þjappað dálítið niður, svo að það verði álíka fast í hon- um og gömlu sátunum. Þá verður tekið til að moka forminn fullan og þá þarf aftur að troða það dá- lítið niður eins og hitt. Síðan er mokað yfir þetta og myndaður kúfur, álíka eins og var gert með gömlu lanirnar. Þegar þetta er bú- ið, þá skrúfar maður rærnar ax skrúfboltunum, sem tengir tunnu- skokksgaflinn við hliðarnar. Hol- slcapinn er tengdur fastur við gafl- inn, sem dregst nú þvers eftir jörðinni, sem beinast út frá sátu- endanum. Þá er tekinn kaðall, sem fylgir þétt endanum á öðrum hliðarflek- . anum og stungið í gegnum tjlsvar- andi göt á hinni hliðinni að'ofan og neðan. Maður tekur-syo í þenn- an kaðalenda gegnurn gatið svo hliðarnar liggi þétt aðxsátuendan- ’ um. Það eru nokkrir ílangir kósar settir inn í kaðalinn og þarna hangir splitt við flekanri og því er stungið þétt í gegnuni kósæm. Þá er formurinn tilb.uinn', aá^ytaka á móti framlengingu á sátunni. Menn eiga að geta látið .reynsl- . una segja sér, hvað þei^ þafa sátu- rununa langa, og myndi það vera látið ráða, hvað blásturinn er mik- . ill og vinnur vel eftir sáturununni. Mér virðist að þessi holsáta hafi 1 mikla yfirburði yfir kúrurnar, og kemur þar margt til. Algengast er það, að menn dreifa kúrunum, ef þurrkur er. Þar sem kleift er að draga heyið heim að hlöðu, þá myndi það vera látið í þær ef ástæður þykja til. En ef óþurrka- . tíð er og alltaf að gera úþkomu- áhrinur, þá er ekki hægt að róta kúrunum óákveðinn tíma. Þá er líka algengast, að það geri stórill- , viðri á kúrurnar, og veit þá eng- inn hvenær hægt er að róta þeim. Aftur er það svo með þessa hol- sátuhugmynd, ef það gerir gott skin part úr deginum, þá mætti nota það til þess að -blása í þær. En enginn maður rífur niður kúr- ur fyrir svoleiðis skýjarof. Nú hef ég hugsað mér, að sá, sem ætlar sér að þurrka heyið í þessijm hol- sátum, hann muni eiga dálítið af sívölum tréstöngum úr 1W þuml- ungs borðum, álíka löngum og formurinn er, negla á þær -stangir striga, sem næði niður fyfir kúf- inn á sátunni, og negla þ^ pjötlu á tvö prik, og geyma umjið upp á prikið eða bæði prikin. ,Ég sé ekki betur en heyið eigi að vera alveg öruggt fyrir skemmdum, þegar búið er að setja það upp í þessa hol- sátu, jafnvel þó að það lægi úti heilan vetur með þessum umbún- aði. Skokkar þeir, sem hafa fylgt hlöðublásurunum, falla inn í tunnubotninn. Ég hef þó upp á síðkastið verið T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 441

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.