Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1971, Qupperneq 12
VS her að dyrum
ir, er einmitt alinn upp á bökkum
Fnjóskár. En ef einhver gerir sér
vonir um, að hér verði fjallað ui
heyskap og skepnuhöld í Fnjóska-
dal, þá fer sá villur vegar. Það
eru aðrir hlutir — og satt að segja
margfalt óskemmtilegri — sem
hér verða einkum til umræðu. Við
Guðsteinn ætlum sem sagt að láta
alla sveitarómantík lönd og leið,
þótt sú sveit, sem fóstraði hann,
eigi upp á að bjóða flesta, ef ekki
alla, kosti norðlenzkra dala.
— Fæddist þú ekki í Fnjóska-
dal, Guðsteinn? verður mér fyrst
fyrir að spyrja.
— Nei, reyndar ekki. Ég fædd-
ist á Akureyri, árið 1924, og þar
átti ég heima fyrsta æviár mitt.
Hér vil ég skjóta því að, áður en
lengra er haldið, að foreldrar mín-
er að segja árin frá 1932—1937.
Þá fluttust þau að Hálsi í sömu
sveit og bjuggu þar eitt ár, en síð-
an fóru þau að Illugastöðum og
bjuggu þar til 1949. Þá fluttust
þau til Akureyrar og áttu þar
heima eftir það.
— Þú hefur þannig haldið
tryggð við Fnjóskadalinn allan
þinn uppvöxt?
— Já, það má vel orða það svo.
Ég fylgdi að sjálfsögðu móður
minni og stjúpa öll þessi ár, utan
hvað ég stundaði nám í mennta-
skólanum á Akureyri, þegar ég
hafði aldur til, og var auðvitað á
Akureyri þann tíma. Ég tók stúd-
entspróf vorið 1947, og var því í
hópi síðustu nemendanna, sem
Sigurður Guðmundsson kenndi og
kvaddi.
NMMNNSI
„Það lœtur nærri, að áfengis-
bðl í einhverri mynd sé í
ðSru hverju húsi í Reykjavík"
S|
mmm
Ekki hefur neitt vatnsfall, sem
ég þekki, komið mér meir á óvart
við fyrstu sýn en Fnjóská. Ég
hafði í barnæsku minni hugsað
mér hana sem forað, beljandi og
illilegt, en þegar ég í fyrsta sinn
varð svo frægur að aka gömlu
brúna og horfa niður í vatnið, sá
ég ekki betur en þar færi silfur-
tær bergvatnsá, hæglát og vin-
gjarnleg og alls ólíkleg til þess að
granda nokkru, sem nálægt henni
kæmi.
Mér er þetta ríkt í huga núna
vegna þess, að viðmqslandi okkar
í dag, Guðsteinn Þengilsson lækn-
ir voru ekki gift og bjuggu aldrei
saman. Þegar ég var eins árs, flutt-
ist móðir mín með mig að Þórðar-
stöðum í Fnjóskadal, þar sem for-
eldrar hennar bjuggu. Afi minn
og amma í móðurætt voru Stefán
Jónatansson og Friðrika Hannes-
dóttir. Var hún frá Austari-Krók-
um í Fnjóskadal.
Á Þórðarstöðum átti ég svo
heima til átta ára aldurs. Þá gift-
ist móðir mín Hallgrími Sigfússyni
í Grjótárgerði í Fnjóskadal. Er
hann enn á lífi, en hún dó nú
fyrir nokkrum árum. í Grjótár-
gerði bjuggu þau í fimm ár, það
Það varð því snemma ljóst, að
ekki yrði mikið á mig að byggja
til búskapar, og lá reyndar það orð
á frá upphafi, að ég þekkti ekki
kind frá hundi. Eftir því sem árin
liðu, varð ljósara, að ég myndi
ekki ílengjast heima i minni sveit.
Strax að stúdentsprófi loknu inn-
ritaðist ég í háskólann og hóf nám
í norrænu. Ekki varð það þó til
frambúðar. Ég hætti þar eftir
tveggja vetra puð og innritaðist í
læknadeild.
— Hvernig stóð á því, aö þú
hættir við norrænuna?
— Því réði fleira en eitt. Mér
444
T I M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ