Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 7
ANNA HALLDÓRSDÓTTIR. KVÖLDLJÓÐ Glófögur geislabönd Nift hefur numið völd. gylla við sjónarrönd r áttskugga færast tjöld himin og haf. hægt yfir heim. Hnigin er sól í sjá. Sigi nú sætur á Signt hafa blómin smá svefninn á hverja brá. dagsljósin dýr og há, allt hverfi angur frá. drottinn, sem gaf. Oss drottinn geym. ddl ævintýrin etn* <3g fleiri góð* bækur. Fyrra bindlC kom út 1904, hið síðara 1908, en Guðmund ur Gamalíelsson var útgefandi. Af bókunum komu út margar útgáfur síðar, og þriðja bindið bættist við. Þarna birtust fyrst á íslenzku heimsfræg ævintýri eins og Prins- essan á bauninni, Þumalína, Ljóti andarunginn, Hans klaufi, Nýju fötin íkeisarans, Litli Kláus og stóri Kláus og Svínahirðirinn. Eiga þýðandi og útgefandi mikl- ar þakkir skildai fyrir að færa ís- lienzkum börnum þetta lestrarefni. Næst nefni ég Ævintýri handa börnum og unglingum, sem út komu í Reykjavík 1903, 120 blað- síður að stærð. Dr. Bjöm Bjarna- son fró Viðfírði þýddi. Þýðandinn mun hsía fundið til þess, hve mjög vantaöi goít leseíni handa bömum, þegar hann var skólastjóri á ísafirði 1901—1907, og þess vegna hefur hann þýtt þessi ævintýri. Þau eru vönduð bæði að efni og máli. Þarna er meðal annars Svanirnir eftir H. C. Andersen og Þyrnirós eftir Grimm. Bókin ikom út í annarri útgáfu 1935. Einkunnarorð þessarar bók- ar gæti verið vísa eftir þýðandann: Láttu ekki í bók þína letra nema það, sem geyma viltu gullstöfum greypt í hjartastað. Þá ætla ég að nefna hér tvær barnabækur eftir ritsnillinginn Z. Topelíus. Það eru Bók náttúrunn- ar í þýðingu Friðriks Friðriksson- ar, sem út kom 1910, og Sögur, sem út kom 1919 í þýðingu ýmissa kunnra manna. Báðar bækurnar voru gefnar út af Guðmundi Gam- alíelssyni bóksala. Þegar góð barnabók var annars vegar, var hann alltaf fús til að greiða henni veg. í Bók náttúrunnar voru sögur og ljóð úr dýraríkinu með mynd- um, og naut hún mikilla vinsælda. Hún hefur komið út í fjórum út- gáfum. í síðari bókinni eru einkum úr- valssögur, eins og flest það er Z. Topelíus ritaði fyrir börn. Þama eru sögumar Sampó, Litli Lappi, Björldn og stjarnan, Stjameyg og fleiri. Þetta er ein af þeim barna- bókum, sem mikill fengur var að fyrir íslenzka æsku. Allir þekkja ævintýrið um Mjall- hvít ©g dvergana sjö. Magnús Grímsson íslenzkaði þao. Sjötta út- gáfa Mjallhvítar kom út í Reykja- vík 1912. Útgefandi var Guðmund- ur Gamalíeisson. Þorsteinn Erlings son skrifar þar skemmtilegan eft- irmála. Þar segir hann meðal ann- ars: „Það hittist svo á. að núna í ár, 1912, mun vera aldarafmæli Mjall- hvítar litiu, því að ástæða er til að halda, að sagan af henni hafi verið prentuð í þjóðsagnahefti, sem þeir gáfu út árið 1812 í Kassel í Þjóðverialandi bræðurnir Vil- hjáimur og Jskob Grimm, og sag- an væri þar prentuð f fyrsta sinn. Mjallhvít hefur verið sporadriúg um veröldina, því að nú er langt síðan, að hún var talin ein af þeim sögum, sem þýddar voru á flestar tungur Norðurálfu og þó komið víðar og oftasí prentuð með mynd- urr ýmist marglitum myndum eða ciökkum eins og hér er gert, og alLs staðar þykir börnum. jafnvænt um hana, hvort sem þau eru hvít eða svört, gul eða eirrsuð. Öll eru þau fíkin í hana og hætta ekki að lesa hana fyrr en þau kuuna hana utan bókar“. Fyrsta útgáfa hennar á íslenzku kom út f Kaupmannahöfn 1852 með litmyndum, en útgefandi var Egill Jónsson bókbindari. Mynd- irnar eru eftir Franz Pocci greifa, nafnkunnan, þýzkan listamann. önnur útgáfa kom út 1872, og var Egill enn útgefandi. Fiórða útgáfa kom/1893 hjá A. Rosenberg í Kaup- mannahöfn. Fimmta útgáfan kom út í Reykiavík 1907 á kostnað Guð- mundar Gamalíelssonar, en sjötta útffáfan 1912 og oft síðan. Bók æskunnar eftir C. Skov- gárd-Petersen kom út í vandaðri útgáfu 1910 f þýðingu Jóns Þí /ar- inssonar fræðslumálastióra. Útgef- andi var Sigurður Kristjánsson. Bókin er 272 blaðsíður. Höfundur bókarinnar var danskur prestur og rithöfundur. í formála segir þýðandi: „Höf- undur þessarar bókar kveðst kalla hana Bók æskunnar fyrir þá sök, að hún talar um æskuna, og er rit- uð fyrir unga menn, pilta og stúlk- ur“. Þetta hefur verið talin úrvalsbók og jafnt lesin af tmgu fólki og full- orðnu. Þýðandinn vann gott verk, er hann þýddi hana á íslenzku. Sella síðstakkur eftir Hans Aun- rud. 112 blaðsíður að stærð, kom út 1911 I þýðingu Helga Valtýsson- ar. Síðar kom hún út í þýðingu Frevsteins Gunnarssonar. Þessar sögur hafa notið mikilla vinsælda i Noregi og svo hefur einnig verið hér á landi. Jólagjöfin, þrjár jólasögur, 36 blaðsíður að stærð, gaf Sigurbjörn Á. Gíslason út 1901. Sögurnar eru: 1. Stórkaupmaðurinn og sauma- stúlkan. 2. Dómarinn (úr norsku). 3. Krossinn. Sönn saga úr Fær- eyjum. Sögur þessar flytja kristilegan boðskap. Jólasveinninn, sögur og söngvar, fjórtán blaðsíður, kom út 1903. Að- albjörn Stefánsson safnaði sögun- um. Lítil, læsileg bók. Nokkur ævintýri eftir W. Hauff f þýðingu Alexanders Jóhannesson- ar kom út 1912 og er 140 blaðsíð- ur að stærð. í bókinni eru sex æv- intýri, skemmtileg aflestrar á góðu máli. Fleiri barnabækur verða ekki teknar til umræðu að þessu sinni. Við þessa upprifjun á gömlum barnabókum kemur í liós, hve marga gimsteina er þar að finna. Og gæti komið til álita, hvort ekki sé æskilegt að gefa sumar þeirra út á ný. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 919

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.