Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 12
— Ég ólst upp norður á Sauðárkróki við mikla fátækt — miklu meiri fátækt en gengur og gerist, að minnsta kosti nú á dög- um. Jú, ég gekk svo sem í barna- skóla og held, að mér hafi ekki gengið neitt ver en hinum krökk- unum, en mig dreymdi ekki um frekara nám — ekki í alvöru. Þegar ég svo var orðinn þrettán ára og búinn að ljúka barnaprófi, réði ég mig landmann á bát — ég var auðvitað of ungur og pasturs- lítill til þess að róa með fullorðnu mönnunum. Hitt var nær lagi, að ég gæti stokkað upp línu og sýsl- að sitthvað það, sem í landi þurfti að gera. En svo var það einn góðan veð- urdag, að nokkuð óvænt kom fyr- ir: Jón Þ. Björnsson, skólastjóri á próf upp í bekkinn, við urðum líka að vinna fyrir skólaverunni næsta vetur, eða þannig var því að minnsta kosti háttað um mig. Ég réði mig því á bát, sem gerður var út frá Árskógsströnd, og var þar um sumarið. — Nú, þetta hefur þá allt geng- ið eftir áætlun? — Ónei, ekki nú alveg. Þetta var kannski ekki svo vitlaus byrj- un, ef ekki hefðu komið til aðrir hlutir, mér óviðráðanlegir. Á þessu sumri var í uppsiglingu mik- il dýrtíð á íslandi (ef lesendur okk- ar skyldu eitthvað kannast við það fyrirbæri), og um haustið var ná- kvæmlega ekki neitt hægt að gera með þá kauphýru, eitthvað tvö hundruð krónur, sem ég hafði unn- ið mér inn. Þýddi því ekki að „Við þurfum líka víða mannhelgi < -1 dálitið nýjum skilningi" [ n ...... ,iu „Mér hefur aldrei tekizt að verða fagidi^t, og í rauninni mæltu öll rök(gégn því, að ég gengi mennta- vegimi“, sagði Sigurjón Björnsson sálfræðingur, þegar ég fór að spjalla við hann um sérgrein hans, sálárfræðina. ) J — Hvers vegna var það svo frá- leitt að þú legðir stund á lang- skólanám? spurði ég, en fann þó um leið og ég hafði sleppt orðinu, hversu fávisleg spurningin var. Ætli meginþorri þeirra mennta- ^jmanna íslenzkra, sem nú eru fer- tugir og þaðan af meira, hafi e'kki : brotizt/ áfrdni í trássi við flestar iýtri ^ðstæður? Svarið, sem Sigur- ón gaf mér, var líka eins oig ég hefði átt að geta gizkað á, áður en ég spurði: «4 Sauðárkróki, kom til mín og sagði svona blátt áfram, eins og ekkert væri sjálfsagðara: „Þú verður með okkur í unglingaskólanum í vet- ur“. Þetta var ekki spurning, það var nær því að líkjast skipun. Að minnsta 'kosti datt mér ekki í hug að óhlýðnast blessuðum gamla skólastjóranum mínum — hafði enda aldrei tamið mér það. Ég tók því þessu ágæta boði með þökkum og var í skólanum þann vetur og hinn næsta á eftir. En í þessum skóla var tveggja vetra nám. Þeg- ar nú seinni’veturinn var á enda og burtfararprófið afstaðið, fórum við, nokkrir nemendur, sem þar höfðum verið, til Akureyrar og tókum próf upp í annan bekk menntaskólans þar. En það var ekki nóg að taka hugsa til skólavistar að því sinni. — Hvað tókstu til ráðs? — Ég fór heim á æsikustöðvar mínar og var fyrst í vegavinnu. Minnir mig, að ég hefði þá upp álíka margar krónur á einum mán- uði og ég hafði haft allt sumarið á Árskógsströndinni, svo ör var breytingin í heimi peninganna. Þegar svo vegavinnan var úti, lagði ég stund á ýmsa vinnu fram eftir haustinu. Voru það helzt ýmis kon- ar skítverk, sem fáir eða engir vildu vinna. Til dæmis var það talsvert lengi, sem ég ferðaðist á milli bæja og tæmdi haughús. Þannig leið þetta haust sem önn- ur og vetur settist að. Þegar fór að frysta og snjóa, settist ég um kyrrt heima hjá mér og byrjaði að lesa námsbækur mínar. 1 I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.