Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 8
BOKMENNTADATTUR Um árabil var Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi einn að- sópsmesti bókmenntagagnrýn- andi landsins. Hann ritaði að staðaldri um bækur í Þjóðvilj- ann um tólf ára skeið, og birti ritdóma og greinar í ýmsum öðrum blöðum og ritum. Meg- inverk hans á sviði bókmennta- könnunar er rit uni Þorstein Erlingsson sem útkom 1958. Sú bók er í senn ævisaga skálds- ins og álitsgerð samherja um þjóðmála- og trúmálaskoðanir Þorsteins. Hún er á marga lund hið ágæfasta verk þótt vera megi að aðdáun höfundar á skáldi sínu sé fulláköf og ein- birtist í ritinu Því gleymi ég aldrei: 'Drengurinn og fljótið. Greinunum er síðan skipað nið- ur eftir efni, og verða þær les- endum aðgengilegar með þeim hætti, þótt aldursröðun kæmi einnig til álita. Fyrst eru grein- ar um eldri bókmenntir, þá bálkur um samtíðarbókmenntir og er hann miklu stærstur sem vænta má, — síðan stuttur kafli almenns efnis, Hlutur listanna, og loks greinar um erlendar bókmenntir. í bókinni er íjall- að um átta nítjándu aldar skáld, nítján samtíðarhöfunda og sjö erlend skáld. Ekki verður annað séð en Vegsemd lífs og listar hliða. En slíkt er ekki síður styrkur Bjarna Benediktssonar en veikleiki: í því sem hann rit- aði bezt um bókmenntir felst slíkur varmi að lesandinn hrífst með. Hann fjallaði um skáld- skap af heitu geði og næmri skynjun, og sjálfur var hann prýðilega ritsnjall. Þessir eigin- leikar skipa honum flestum gagnrýnendum ofar, — enda þótt takmarkanir á bókmennta- legu mati hans liggi í augum uppi. Nú hefur Einar Bragi búið til prentunar vænt úrval bók menntagreina Bjarna frá llof- teigi og gefið út á vegum Heims- kringlu. í bókinni eru um átta- tíu greinar. ritaðar á nítján ár- um, og fylgir skrá um aðrar greinar Bjarna bókmenntalegs efnis: skipta þær hundruðum. Hann var því mikilvirkur gagn- rýnandi þótt engan veginn rit- aði hann um öll meiri háttar skáldrit frá þessu skeiði. Bókin greinist í fjóra kafla, en fremst er minningaþáttur, sem áður Einar Bragi hafi vandað vei til útgáfunnar. Að vísu er ég ekki nógu kunnugur blaðagreinum Bjarna til að dæma hversu val- ið hefur tekizt, en greinaskráin aftast í bókinni er mjög þarfleg. — Gagnrýni í blöðum er vart langt líf hugað fremur en öðru sem þar birtist. Eigi að síður hafa slíkar greinar heimilda- gildi, til að niynda um fyrstu viðbrögð manna við höfundum. sem síðar hafa unnið sér fastan sess. Og ævinlega er nokkur veigur í umsögnum Bjarna Benediktssonar, jafnvel hinum smæstu: slík var ritleikni hans, hreinskilni í mati, skýrleiki framsetningar. Öll skrif hans bera því vitni, að hann unni góð- um skáldskap fölskvalaust. í formála er tekinn upp greinar- kafli um bókmenntagagnrýni, sem Bjarni lét eftir sig í hand- riti. Þar víkur hann að vanda þess og.vegsemd „að dæma bók af skynsamlegu viti“. Síðan kemst hann svo að orði: „Það er vandi vegna þess, að skáld- skapur lýtur ekki formúlu, o.g því getur ritdómurinn ekki gert það heldur. Sérhver ritdómur, sem eitthvað er spunnið í er fyrsta smíð ritdómandans, — og hann mun aldrei endurtaka það framar. Ritdómandinn verður að liía sig með nokkrum hætti inn í hugsunar- og tilfinninga- feril höfundarins, — ella verð- ur skrif hans utangarna, kaldur reikningur.“ -— Ritdómar Bjarna Benedik.ssonar voru hvorki kaldur reikningur né yf irborðshjal: af þeim sökum halda þeir gildi sínu og eiga nú erindi í bók. í fox-mála lýsir Einar Bragi að nokkru viðhorfi og vinnu- brögðum Bjarna. Þar segir: „Bjarni var stefnuboðandi gagn- rýnandi: að mati hans var það viðbótarkostur ef góður skáld- skapur var jafnframt „innlegg í baráttuna", — skáldlist átti ekki hvað sízt „að taka vanda- mál til umræðu", eins og Brand es hafði krafizt. En Bjarni var of næmur á skáldskap og skarp- greindur til að rugla sanxan list og áróðri, of kröfuharður fyrir hönd skáldlistarinnar til að gera sér slæman skáldskap að góðu þótt tilgangurinn væri svo fróm ur sem á varð kosið“. Þessi orð hljóta staðfestingu hvarvetna í bókinni. Bjarni Benediktsson ætlaði skáldskapn urn félagslegt hlutvei'k undan- bragðalaust. Hann var einlægur sósíalisti alla tíð þótt hann hlyti sem aðrir í þeirri fylkingu að þola djúptæk pólitísk von- brigði. Af sósíölskum viðliorf- um markast bókmenntamat hans, — og er það, bert af greinum hans um skáld nítj- ándu aldar. Þeir höfundar, sem hann laðast að eru höfðingjar félagslegi'ar róttækni: Gestur Pálsson, Stephan G. Stephans- w ItHlNN — SUNNUDAGSBLMí

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.