Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 17
Þórunn Elfa Magnúsdóttir: MAREN þjóðlífsþættir 12. Þótt syrti í sorgarranni, skín sólin enn á ný Fyrri hluta vetrar 1911—1912 kom upp taugaveiki í Garði í Kelduhverfi og létust úr veikinni Kristjana Guðbjörg Kristjánsdótt- ir, ekkja og fyrrverandi húsmóðir í Garði, og sonur hennar, Árni. Hann dó á jóladaginn, hefði hann lifað til annars í jólum hefði hann orðið tuttugu og þriggja ára gam- all. Árni þótti hinn mesti efnismað- ur, greindur og vel að sér. Hann hafði haft með höndum barna- kennslu í sveitinni, en bjó jafn- framt í Garði í félagi við Þórarin, bróður sinn, er síðar kenndi sig til ættar sinnar, Víkingavatnsættar- innar, og nefndi sig Víking, en það var aftur á móti síðara skírnarnafn yngsta Garðbróðurins, Sveins, er ávallt var nefndur Víkingur á yngri árum og alltaf í nánasta skyldmenna- og vinahópi. Grímur Þórarinsson, bóndi í Garði, lézt með sviplegum hætti vorið 1905, en ekkjan hélt saman heimilinu með börnum sínum, en mun liafa búið í tvíbýli í Garði, þar til synir hennar, Þórarinn og Árni, liófu félagsbú í Garði, báðir ókvæntir, en Björg systir þeirra var talin fyrir búi innan stokks. Hún hafði snúið heim í Garð eftir skammvinnt hjónaband, og hafði þar hjá sér einkadóttur sína, Sig- urveigu, sem ávallt var kölluð Veiga. Þegar taugaveikin gaus upp í Garði, var yngsta syninum þar, Sveini Víkingi, fimmtán ára, boð- Sjötti þáttur ið að dvelja hjá frændfólki sínu á Víkingavatni, meðan veikin gengi yfir heima hjá honum. Áhætta hlýtur þó að hafa fylgt því að taka hann frá pestsýktu heimili. Víkingavatnsheimilið slapp að vísu við taugaveikina, en Vík- ingur veiktist um vorið, eft- ir að hann fór frá Vík- ingavatni, var þá búið að sótt- hreinsa í Garði svo vel sem kostur var á, svo að öllum kom á óvart, að pilturinn skyldi veikjast. Meðan hinn mikli vágestur geis- aði í Garði og heimilisfólkið var ófært til staria, sýndi maður frá Húsavík, Frímann að nafni, það drengskaparbragð að taka að sér hirðingu búpenings og yfirleitt þau störf, er hann gat annast í Garði, en kona, einnig frá Húsavík, Guð- rún, sá um heimilisstörf'og annað- ist sjúklingana. Hún sýndi mikla alúð og ósérplægni, en þurfti að fara aftur til Húsavíkur fyrr en skyldi. Systkinin, Björg, Þórarinn og Sigrún, munu þá að vísu hafa verið farin að fylgja fötum, en varla getað talizt vinnufær, þó að- eins væri um óhjákvæmilegustu störf að ræða og Frímann til hjálp- ar við hvað eina, er hann gat. Heimilisfólkið var því ekki aðeins í sárum eftir ástvinamissi, heldur einnig hjálparþurfi sakir sjúkleika. Var þá leitað eftir því við Marenu, hvort hún vildi fara í Garð. Hún varð við bóninni, og þótti það undr um sæta, að ung stúlka skyldi vilja leggja sig í þá hættu að fara inn á heimili, þar sem mannskæð veik- indi höfðu gengið og enn var sýk- ingarhætta. Nýlega heyrði ég það sem til- gátu, að Maren muni hafa verið búin að fá taugaveikina, og þá fyr- ir sunnan, og því talið sér hættu- Iaust að fara í Garð, en aldrei heyrði ég hana né heniiar nánustu minnast á, að svo hefði verið, og þykir mér því fremur ólíklegt, að hún hafi nokkurn tíma fengið taugaveiki. Eftir að Maren hætti heimilis- störfum í Ási, sneri hún sér -að saumaskap, og varð brátt svo stfirí- um hlaðin, að hún sá ekki út úr, en þó gat hún með engu móti af sér harkað, er hún var beðin að fara í Garð, svo mikil þörf var fyr- ir hjálp þar. að henni mun hafa fundizt, að ekkert kallaði fastar að. Líklega hefur hún haft einhver kynni áf heimilisfólkinu þar, og þá að sjálfsögðu fallið það vel. Og sjálf hefur hún verið búin að kynna sig þannig, að þess hefur verið vænzt, að hún lífgaði upp í þessum sorgarranni með ljúflyndi sínu og hófstilltri glaðværð. Henni var gefinn sá dýrmæti eiginleiki að geta syrgt með syrgendum á þann hátt að létta þeim saknaðarbyrð- ina. Ég hef séð fólk. nú orðið ald- urhnigið, fá æskubirtu í augun. og heyrt yl og hýru í rödd þess, er það minnist ungu stúlkunnar að sunnan, sem vann sér hvarvetna hylli og veilti ómetanlega hjálp, þegar mikið lá við. Mikið skarð varð fyrir skildi. er Árni Grímsson féll frá. Ilann mun hafa verið aðaldriffjöðurin í bú- skapnum í Garði, þó að hann væri ungur að árum, og stundaði barna- kennslu liluta vetrar. Þórarinn, bróðir hans, kallaður Tóni að keld hverfskum sið, var lífið og sálin í félagsmálum sveitarinnar. Ilann var gáfaður maður og hugkvæm- ur, mælskur, skemmtilegur og prýðilega ritfær, auk þess sem han.n var listaskrifari. Hann ritaði blað, sem gefið var út þar í sveit- inni, og var afburðafagur frágang- ur á því. Tóni hafði af ýmsum ástæðum mörg fráhvorf frá heimaverkum. Honum var allt á þá lund lagið að njóta sín vel á mannfundum, það hefði því á engan hátt verið við hans hæfi að vera einyrki og geta sjaldan um frjálst höfuð strok ið. Garðssystkin brugðu á það ráð að hætta búskap um næstu far- daga og flytjast til Húsavíkur, en þar áttu þau kost húsnæðis á prestssetrinu hjá síra Jóni Arasyiri og konu hans, Guðríði Ólafsdóttufv Síra Jón var bróðursoMur Matthl- TtHlNN — SUNN UÐAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.