Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Blaðsíða 13
Séra Helgi Konráðsson, prestur á Sauðárkróki, bjó í næsta húsi við mig, og til hans hljóp ég, þegar mig vantaði útskýringar. í raun og veru má segja, að séra Helgi kenndi mér flest það, sem ég lærði undir stúdentspróf. Hann var óþreytandi að segja mér og sýna, lesa með mér og útskýra fyrir mér. Og aldrei tók hann einn eyri fyrir neitt, sem hann gerði fyrir mig. Það var miklu fremur, að hann gaukaði að mér ýmsu, sem kom sér vel — og án þess að hafa um það mörg orð. Það hefur alveg áreiðanlega enginn maður vanda- laus verið eins góður við mig og hann, enda var hann frábær mann- kostamaður. Göfugmenni, sem all- ir þeir er til þekktu, báru óskor- aða virðingu fyrir. — Varstu þá aldrei í mennta- skólanum á Akureyri? — Jú. Ég sat þar í þriðja og fjórða bekk, en þá fór samvizkan að segja til sín. — Samvizkan? Var einhver sikömm að því að sitja í skóla? — Mér þótti skammarlegt — og það kvaldi mig án afláts — að sitja á skólabekk og lifa í vellystingum praktuglega, fjarri móður minni, en láta hana verða að vinna fyrir sér, gamla og lasna, auk þess sem ég vissi, að þetta litla, sem hún gat unnið sér inn, hrökk engan veginn til þess að sjá henni far- borða, svo hún varð að þiggja opinberan styrk til þess að fram- fieyta lífinu. Ég sneri því heim og var í vega- vinnu á sumrum, en líka stundum á síld. Ennfremur var ég á vertíð í Sandgerði og Hafnarfirði. Senni- lega hefði ég aldrei farið í skóla aftur — nema þá ef til vill í sjó- mannaskóla, því ég hafði alltaf gaman af sjó, — ef ekki hefði not- ið við sívakandi umhyggju séra Helga Konráðssonar. Hann beindi mér aftur inn á braut lærdómsins — og fór anzi laglega að því. — Hvaða aðferð notaði hann? — Hann kom til mín og kvart- aði mikið undan því, að sig vant- aði kennara að gagnfræða- og iðn- skólanum á Sauðárkróki. Það er einkum í íslenzku og reikningi, sem kennarann vantar, sagði séra Helgi, og þar af leiðandi er þetta óklki alveg fullt starf — en ég gæti þá líka reynt að lesa svolítið með kennslunni, þegar ég mætti vera að. Auðvitað kom ekki til mála að hafna slíku boði, og það þá þegar í hlut átti annar eins maður og séra Helgi. Ég byrjaði að kenna og fór snemma að lesa dálítið með- fram. Þegar svo fram á veturinn kom og karl fann, að ég var al- mennilega kominn í gang, fór hann að ýta dálítið betur á eftir mér. Ég hlýddi og las af kappi. Um vorið fór ég til Akureyrar og tók þar fimmtabekkjarpróf í M.A. Næsta vetur endurtók sama sagan sig. Ég kenndi á Sauðárkróki og las jafnframt sjötta bekk í mennta- skóla. Um vorið fór ég enn til Ak- ureyrar og tók nú stúdentspróf ut- an skóla. Það var vorið 1949. — Minnist þú ekki skemmti- legra atviíka frá skólavist þinni, þótt hún yrði ekki lengri en þetta? — Æ, ég held ég fari ekki að segja neina skólabrandara frá hinni skömmu veru minni í M.A. En ég get gjarna sagt frá einukm atburði frá minni skólaveru, sem hefur orðið mér ógleymanlegur. Það var þegar Brynjólfur Sveins- son kom inn í kennslustund til okkar og las upphátt fyrir okkur kvæðið Ástríður Ólafsdóttir Svía- konungs eftir Stephan G. Ég held, að á þeirri stundu hafi fyrst fyrir alvöru opnazt fyrir mér töfra- heimar íslenzkrar tungu. Vissu- lega hafði ég lært íslenzku og þótt- ist kunna hana engu miður en hver annar. Og ég var, eins og sönnum Norðlendingi sæmdi, al- veg sæmilega að mér í íslenzkum kveðskap. En þetta var öldungis ný reynsla. Lestur Brynjólfs og töfrar kvæðisins lögðust á eitt að gera þessar mínútur að einhverri áhrifamestu kennslustund, sem ég hef lifað. Það vil ég þó endurtaika og und- irstrika, að ég tel mig í rauninni hafa numið allan minn mennta- skólalærdóm hjá mínum hollvini, séra Helga Konráðssyni. Og svo var það nú hún frú Sigríður Auð- T 1 M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 925

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.