Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Blaðsíða 9
J ólahugsun Dagurinn styttist og bráðum vcrður næstum þvi enginn dag- ur, en aðeins skuggar og myrk- ur. Vonleysi og hryggð er að ná tökum a okkur. Þá er bariö að dyrum, ofurbljótt. Ef til vill verðum við ekki einu sinni vör við, hvenær það gerist, en það er hátiðarblær jólanna, sem heldur innreið sina i bæinn og knýr allra dyr. Hve svart væri svartnættið i kringum okkur án þeirrar gjaf- ar drottins á miðjum vetri, sem laðar fram það bezta i hverju okkar. Nú eru þau enn einu sinni koinin. Allt er fágað og prýtt eftir efnum og ástæðum, sér- hvert kot verður höll með ljósi i hverjum glugga og hverju skoti. En er þá Ijós i hverjum giugga? Nei. Margir sitja einmana i myrkrinu með vegalausar þrár og þungar sorgir. Ef okkur tækist aðeins að kveikja jólaljós hjá cinhverjum þeirra, þá hlytum við á samri stundu beztu jólagjöfina, sálar- friðinn. „Sýndu miskunn öllu þvi, sem andar, / en einkum þvi, sem böl og voði grandar”. En fleiri þjást en mennirnir. Fuglarnir, sem gleðja huga manns sumar, vetur, vor og haust, tista úri i kuldanum. Þeir eiga sér ekki þak yfir höfuð, né krásir á borðum og biðja um hjálp. Ilöfum við ef til vill gleymt skuld okkar við þá frá i sumarr, er þeir sungu fyrir okkur sönginn sinn og veturinn var svo órafjarri. Ef svo er, þá minni ég ykkur á hana nú. Við skulum reyna að hugsa um það, þó ekki væri nema stutta stund á jólunum, að flest, sem lifir, þjáist og þarfnast samúðar og hjálpar. Ólöf Jónsdóttir. 969 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.