Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Síða 22
Milli jóla og nýárs hæfir sæmilega aö minnast á veizlur. Þær eru inargar haldnar um hátiðarnar, og vel gert við menn i mat og drykk, þótt ýmsir hefðu við orð, að minna yrði um hina sterku drykki á þessum jólum vegna veruiegrar hækkunar á þeim nokkrum dögum fyrir jól. Eitthvað mun sii hækkun hafa dregið úr áfengiskaupum, og er varla um að sakast. Lögreglan hefur skýrt frá óvenjulega frið- sælum jólum og litilli her- bergjanýtingu á hóteii sinu. Einnig góðar fréttir. En annars langaöi mig að minnast örlitið á hinar opinberu veizlur stórhöfðingjanna, svo sem fyrirmanna höfuðborgar, rikisstofnana, ríkisstjórnar og forseta. Þeir halda ekki aðeins vcizlu um jól, heldur við mörg önnur merkileg tækifæri alian ársins hring fyrir innlenda og erlcnda gesti. Og á hinu nýja ári riður forsetinn á vaðið og býður heim i ráðherrabústaðinn á fyrsta degi ársins. Af slikum veizlum mættu einnig berast nýjar og góðar fréttir. Margar samþykktir hafa ver- ið um það gerðar á mannþing- um fyrr og siðar, að opinberum aðilum bæri að hætta vin- veitingum i veizlum. Nú siðast i haust samþykkti sjálft Alþýðu- samband íslands á fjölmennu þingi sinu einróma að skora á rikisstjórn og æðstu embættis- menn aðra að afnema vin- veitingar i gylliboðum sinum. Það voru nokkur tiðindi — og góð. Gegn afnámi vinveitinga i opinberum veizlum hafa menn nefnt ýmis rök, svo sem þau, að við yrðum að fylgja erlendri venju, að minnsta kosti þar sem um erlenda gesti væri að ræða. Þetta væri orðin föst venja, og illa hæfði að láta gesti annað hvort standa tómhenta i orða- stórhriðinni og geta ekki skálað, eða þá ineð ropvatn eitt eða kaffibolla. Mundi slikt illa hæfa i ráðherraveizlu, hvað þá for- setaboði. Mönnum mundi bregða óþyrmilega, ef tárið væri allt i cinu með öllu af þeim tekið, og ef til vill yrði gesta- nauðin minni, þegar slikt vitnaðist. Aldraður heiðursmaður, sem vildi lita á málið frá fleiri en einni lilið og er enginn ofstækis- maður i áfengismálum, hafði á oröi við mig tillögu, sem mér mm Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).| Auglýsingastjóri: Steingrimur. Glslasoni. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.1 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs : : ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald : 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein- lakið. Blaðaprent h.f. fannst allrar athygli verð og ég tel rétt að koma á framfæri. Hann sagði: Rikisstjórnin og aðrir opinberir fyrirmenn, sem efna til boðs i nafni embættis sins, ættu að taka upp eins glass regluna. i opinberum veizlum ætti aðeins að bera gestum eitt glas, til að mynda vænt kampa- vinsglas, sem þeir geta haft i hendi, ineðan stundin varir, skálað við aðra gesti og dreypt á. Hins vegar ætti ekki að bera mönnum ný glös eða bæta I. Þetta er eins konar inillistig. Mcð þvi héldu menn venjunni að liafa glas i hendi, og þeir sem orðnir eru venjunni samgrónir, týndu ekki sjálfum sér — hvorki vegna venjubrey tingar né ölvunar — . Enginn drykki sér til skaða, og allir héldu hof- mannsbrag sínum, er brott væri gengið. Ég hygg, að þessi tillaga sé þess verð, að henni sé gaumur gefinn. Þungi almenningsálits, sem telur hóflitlar vinveitingar i opinberum veizlum sizt við hæfi, fer nú vaxandi. En um þetta eru auðvitað harla skiptar skoðanir. Ramukvein yrði vafa- laust rekið upp, ef brjóstbirt- unni væri með öllu brottu kippt i vetfangi. Þvi getur millileið, sem ekki útskúfar með öllu gró- inni umgengnisvenju en nær svo að segja sama marki og algert afnám, verið skynsamleg, að minnsta kosti sem tilraun. Opinberir aðilar ættu að taka upp eins glass regluna. —A.K. Lausn á 40. krossgátu fí FU T'fl L H A A R F N 'fl F) L L fl '/ G T I / H L U n L £ ^3 f R & A S fl ! T 'A R T fl L fl F L fl AJ fl-r a a F I? U LA 5 flflfl K fl R us L J URT 'fl H fl A T K fl c. fl p R / £> / £ ú Þ / L L L Jb J'02> ‘fl L fl U fí N F UUfí Iflfí a £ a fl / U M K fl K R ’fl r i fí A Lfl R F r £ u R fí N fí ML> TUÍ? Un 1 5 £ K'o L fí 7? s . ’oK fí T H t ru fí c t> A> I / 1 T ’fl ft L R 'o n s S fl ft N fí N N N N fí Þ fí fí t> / 982 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.