Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Blaðsíða 2
r
N
Bezt er að tengja saman árin
með þvi, að vikja að visum,
sem mjög voru til umræðu hér i
þættinum á gamla árinu Þætt-
inum hefur borizt bréf frá
Erlendi Konráðssyni, lækni á
Akureyri, syni Konráðs
Erlendssonar kennara á
Laugum. Bréfið er skrifað 26.
nóv. og segir þar m.a.
,,Ég var að lesa i visnaþætti
Sunnudagsblaðs Timans boila-
leggingar um visu föður mins
„Ræningjanna brutu bein”.
.o.s.frv. Ekkert þori ég að segja
um, hvernig hún hafi verið i
upphafi, en hún mun snemma
hafa breytzt i meðförum. Faðir
minn skrifaði aldrei niður tæki-
færisvisursinarog hélt þeim.litt
á loft sjálfur. Vel má vera, að
Þórir Baldvinsson hafi rétt fyrir
sér með þessa visu, en ekki er
hann betur að sér um kveðskap
sinna gömlu sveitunga, en svo
að honum fipast um faðerni
„Fúsa-visnanna”. Frá til-
drögum þeirra er rétt greint i
þættinum, en það var Kári Arn-
grimsson, móðurbróðir minn,
sem orti visuna: „Fúsi listir lék
á mar”, og mun hún rétt tilfærð.
Þegar hún komst á flot, hafði
einhver orð á þvi, að Fúsi hefði
reyndar gert betur en Kristur,
þvi að Fúsi hefði haft b y r ð i að
bera. Þá var það að faðir minn
orti hina visuna, og lærði ég
hana þannig:
Fúsi sina frægð ei missti,
fleytti hann sér á vatninu.
Labbaði á eftir lausum
Kristi
með liðuga vætt á bakinu..”
Þátturinn þakkar Erlendi
bréfið og kemur leiðréttingunni
á framfæri. Um höfund
þessarar siðastnefndu visu var
ekki fullyrt hér i þættinum, en
sú ranga tilgáta, sem þar kom
fram, var ekki frá Þóri, þó að
hann hafi misminnt um höfund
fyrri Fúsa-visunnar. Aldinn og
merkur Húsvikingur, Óli Vil-
hjálmsson, hefur og bent þætt-
inum á, að sú tilgáta væri ekki
rétt, og höfundurinn sé Konráð.
Látum við svo útrætt um þetta
"að sinni.
Hér er ein nýársvisa eftir
Indriða Þórkelsson á Fjalli, ort
á nýársdaginn 1927:
Duftkorn yndis. Dropi társ.
Dagstund fyrst hins nýja árs.
Vmsum glóbjört, öðrum dimm.
Ein af 365.
Asgrimur Kristinsson á As-
brekku skaut þessari visu að
giftri konu á mannamóti fjarri
heimili sinu:
Þú skalt láta ástaryl
úr augum þinum streyma,
ef það gerir ekki til
eldinum þinum heima.
Þessi visa er eftir Jónas
Tryggvason frá Finnstungu:
Þó mér vinnist seint að sjá
salarkynnin listar há,
fæ ég inni enn þá hjá
æsku minnar söngvaþrá.
Óskar Magnússon frá Tungu-
nesi kveður þessar vetrarnótta-
visur:
Vetrarvindurinn gnauðar,
vá er i þungum niði.
Stormhviður steypast yfir
stynjandi máttarviði.
\
Dregur að dægramótum,
dettur af húsi bylur.
Yfir er andvaka máni
undir er stjörnuhylur.
Þessi sléttubandavisa um
miðsvetrarnótt og jólamjöll er
eftir Þormóð Pálsson:
Dvelur njóla, fellur fjúk,
fölskvar sólarvanga.
Felur jólamjöllin mjúk
móa, hóla, dranga.
Og svo eru hér að lokum tvær
áramótavisur eftir Einar
Þórðarson, hin fyrri kveðin á
nýarsdag 1945:
Ósk fram knýja eina má
óðs við hlýja leiki:
Amaskýjum öllum frá
árið nýja feyki.
Og hin um einhver önnur ára-
mót:
Um eyðisanda og úfiö grjót
ævi blandast kjörin.
Eftir vanda um áramót
opin standa förin.
Gnúpur.
10
Sunnudagsblað Tímans