Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Blaðsíða 5
Jóhann Hjaltason Síðari hluti Frá kyni til kyns Þó að beinaleifar tegundar þessarar séu frekar fáar og smáar, nokkur hauskúpubrot, hlutar úr handleggsbeinum, lærleggjum og mjaðmarbeinum, er hægt að sjá með fullri vissu, að þessi svonefndi „suður- api” hefur gengið uppréttur og notað hendurnar á sama hátt og vér. Það er bersýnil., að hér er um afar markverða og sérstæða veru að ræða. Að sumu leyti minnir hún mjög á stóru mannapana, það er að segja hef- ur fremur litið heilabú og tiltölulega stórt andlit, en hefur á hinn bóginn önnur einkenni, sem eru alveg mann- leg eins og uppréttan gang, manns- tennur, lögun og form heilans o.s.frv. Einstaka visindamenn og könnuðir, sem rannsakað hafa beinaleifar þess- ara „suðurapa” hafa haldið þvi fram, að þeir hafi notað vopn og áhöld úr beini, veitt og drepið önnur apakyn, sér til matar og annarra nota. t sama jarðlagi og leifar „suðurap- ans” hafa einnig fundizt steinrunnar leifar bavianapa, einkum allmikið af hauskúpum, sem allar eru sundur- brotnar á sama veg. Þeir menn eru til, er reynt hafa að sanna og haldið þvi fram, að „suðurapinn” hafi búið sér til vopn og áhöld úr steini, og jafnvel þekkt og notað eld. Meira að segja hafa sumir slikra manna nefnt eitt kyn hans „Prómeþevs”, eftir sagnahetju þeirri forngriskri sem rændi eldinum frá Ólympsguðum. Erin sem komið er, munu þó flestir sómakærir visinda- menn telja slikt ósannað mál og vafa- söm fræði. En jafnvel, þótt vér afneitum öllum æsifregnakenndum staðhæfingum um „suðurapann”, standa þó eftir sérlega athyglisverðar staðreyndir. Þar er sem sé um að ræöa dýrategund, eins konar „dýrakóng” ef svo mætti segja, sem sameinar langa röð af sérkennum apa og manns. Er tegundin ef til vill hinn lengi þráði milliliður þeirra teg- unda? Ef vér aðeins virðum fyrir oss það, sem vitað er um liffæra- og likamsbyggingu „suðurapans” er sennilegt, að ekki einu sinni áköfustu formælendur þróunarkenningar Darwins og Lamarcks á sinni tið hafi búizt við, að nokkru sinni mundi finn- ast svo fullkomin vera sem tengiliður dýrs og manns. En gallinn er bara sá, að ekki er hægt með neinni vissu að segja til um á hvaða timabili jarðsögunnar „suður- apinn” var uppi. Þó er helzt álitiö, að elztu og minnst þróuðu kynslóðirnar hafi verið uppi i lok tertiertimans, fyr- ir ca. tveimur milljónum ára, en það er samt mjög svo óviss timaákvörðun. Yngztu og þróuðustu kynslóðirnar eru aftur á móti álitnar vera frá fyrri hluta kvartertimans, fyrir um það bil einni til einni og hálfri milljón ára. En það þýðir, að liklega er „suðurapinn” of ungur, of seint fram kominn i sköpunarverki náttúrunnar, til þess að geta verið eða komið til álita sem beinn og milliliðalaus forfaðir vor mannanna. Það eitt vitum vér með fullri vissu, að i lok tertiertimans, fyrir svo sem tveimur milljónum ára, kom fram nýtt kyn, er mjög liktist mannöpum, og stóð á mun hærra þróunarstigi en þeir. Er timar liöu fram breyttist það smátt og smátt i átt til hins mannlega. Einstaklingar þess og heilir hópar yfirgáfu trén i skógunum og tóku sér bólfestu á flatlendinu, gresjum og sléttum hitabeltisins. Fóru að ganga uppréttir á tveimur fótum og fengu mannstennur, jafnframt þvi, sem heil- inn þroskaðist meir og meir. Einhver kyn tegundarinnar, hafa ef til vill smám saman þróazt upp i það að verða forfeður frumstæðra manna, sem nú eru úr sögunni fyrir langa löngu, meðan önnur hafa lifað lengri eður skemmri tima og dáið út, án þess að ná mannlegu þróunarstigi. Eins og sakir standa vitum vér alls ekki, hvort „suðuraparnir” eru vorir eiginlegu forfeður, ellegar sýnishorn af hliðar- grein, sem geispað liefur golunniv>i blindgötu. En hvað sem um það er, þá virðist tilvera þessarar tegundar mannapa (suðurapinn) leiða i ljós, þróunarstigið frá dýri til manns. En hvernig urðu þá frummenn að menningarfólki? Eins og fyrr var að vikið, þá stigu mennirn- ir fyrsta sporið á sinni óralöngu menningarbraut, er þeir tóku eld- inn i þjónustu sina. Það er fyrsti sigur mannsins á öflum náttúrunnar. Upp- I fyrri hluta þessarar greinar i siðasta Sunnudagsblaði ræddi höfundur um fyrstu menn.sem kunnir eru af fornminjum. Þar sem staðar var numið i siðasta blaði ræddi hann um bein manns eða mannapa, sem fund- ust i S-Afriku, en þeirri veru hefur svipað meira til manns en apa. Hann heldur áfram að lýsa þessari afrisku mannveru. haflega var eldurinn einungis vörn á móti kulda og árásum rándýra, en bráðlega hefur hann einnig orðið ljós- gjafi og nauðsynlegur til matsuðu. Sið- ar var hann svo ómissandi hjálp, við gerð betri og fjölbreyttari áhalda og vopna en fyrr. Þannig hóf maðurinn sig stig af stigi, yfir allar aðrar lifandi verur, og varð þar með drottnari og herra jarðarinnar. Raunar kunna sum dýr að búa til haglega gerð hreiður og hiði, og einnig að safna matarforða til seinni nota. Til dæmiskann Simpansapinn að gera sér skýli, gegn regni og nætursvala, skýli, sem hann endurnýjar með nokkurra vikna millibili. Dýr kunna einnig að mynda samfélag, þar sem strangar reglur gilda um skiptingu vinnunnar. Maurategund ein, rekur bæði jarð- yrkju og hefur húsdýr, það er að segja, hún ræktar svampa og heldur blaölýs sem nokkurs konar mjólkurkýr. En á jarðriki finnast engin dýr, sem kunna að kveikja og nota eld, þótt þau kunni að meta og nota þann y 1, sem frá hon- um leggur. Ýmsir leiðangrar, bæði landkönnuða og annarra, hafa þá sögu að segja, að bavianapar sækist ákaf- lega eftir þvi að verma sig við bálin, meðan þau eru að kulna út, og leiðangursmenn horfnir úr næturstað. Á hinn bóginn er ekki kunnugt um nokkra kynslóð eða kyn manna, hvorki i fortið né nútið og hversu lágt sem þróunarstig var og er, að ekki þekki þaö eldinn og notkun hans. Jafnvel hefur verið látið að þvi liggja eða á þvi tæpt, að mannapinn, elzta tegund Sunnudagsblað Tímans 13

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.