Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Qupperneq 4
fljótari. Var hugur hennar svo sterkur,
að hann gat hringt bjöllu við dyr son-
arins, sem hún ætlaði til. Þvi verður
ekki mótmælt af þeim, er hér ritar
þessa frásögn eftir syninum, sem
látna konan ætlaði til.
(Reykvisk saga.)
Skrifað
í vindinn
Vængjalaús fer vindurinn yfir við-
áttu hafs og lands og á sér hvergi
samastað. Fáum er hann nú aufúsu-
gestur. Þvi var áður á annan veg farið,
þegar hann fyllti segl farmanna og
sneri vængjum vindmyllna. Vélaöldin
þarf hans ekki við. þvi er afl hans
óbeizlað og hann fer án vonar og vin-
hlýju leiðir sínar.
En vindurinn ber með sér þau kvæði
sem enginn hefur skrifað og enginn
hefur séð, en gleymd skáld hafa mælt
af munni fram og ef ti! vill ekki átt sér
ritföng eða pappir til að festa þau á
blöð. Þess vegna hafa þau farið með
vindinum yfir höf og lönd, unz þau
háfa týnzt að fullu, en önnur komið i\
þeirra stað. Þvi að alltaf eru til menn,
sem eiga sér kvæðisvon, þó svo, að þau
séu aðeins til fyrir vindinn og engan
annan. Hver veit nema þau séu bezt
allra kvæða. Brol
Auðn
Dauft er nú i dalnum
drúpa álfár þöglir,
þar sem áður ljósin
lifðu i hverjum glugga
lokuð hús.
Hrimi þaktar þekjur
þögul gömul býli.
Þar sem afar, ömmur,
ástar fyrrum nutu,
þar sem feður fundu
fögnuð yfir smáu
þar sem laufabrauðið,
ljúft i munni
lyfti jólagleði.
Þar löngum litlu barni
ljúfar jólasögur
móðir fram af munni,
mælti á vetrarkvöldi.
Fegurð enn þá fyllir
fönnum þaktan dalinn,
mánans mildir geislar
merla álfaborgir.
Guðmundur Þórðarson
frá Jónseyri
IL W. Emersson: Dægur
dætur timans hræsnisfullu dagar
dasaðar og þöglir eins og behfætt förufólk
rásandi ein i endalausri röð
færið djásnin og dýrgripina i fang þeirra
öllum bjóða þau tækifæri eftir óskum
brauð tign tungl og stjörnur allt tilheyrir þeim
málflutningur minn varð orðskrúð
ég gleymdi staðreyndunum fljótlega
og skildi litið I orsökum afleiðinganna
en dægrin horfðu unj öxl — ég sá of seirít
að undir fágaðri alvöru þeirra bjó fyrirlitning
Jónas E Svafár
gerði mynd og sneri úr ensku.
i ----------------------rZ-L._ ...J
12
Sunnudagsblað Timans