Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Síða 7
framtiðarinnar. Upphaflega gekk framþróun menrfingar og tækni ódæma hægt fyrir sig. Apamennirnir notuðu svo að segja sömu áhöldin óbreytt, i óteljandi áraþúsundir. Ef vér berum saman steináhöld Neander- dalsmanna og annarra kynslóða hundrað þúsund (100.000) árum siðar sjáum vér, að mismunurinn er ekki sérlega mikill. En þegar framþróunin var byrjuð á annað borð, þá skilaði henni áleiðis með feiknahraða. öll hin gifurlega breyting, sem orðið hefur á timabilinu frá steinöld til atómaldar, hefur i raun og sannleika gerzt á einum tiu til fimmtán þúsund (10.000-15.000) árum. Og siðustu tvö hundruð árin hefur breytingin á Iifnaðarháttum Evrópu- manna tækni þeirra, lifsvenjum og menningu allri, verið næsta ótrúleg, að ekki sé sagt allt að þvi óskiljanleg. Þaö, sem vér köllum „sögulegan tima”, er i raun réttri bara siðustu augnablik hinnar óraiöngu þróunar- sögu mannsins á jörðinni. Þetta verö- ur kannski ljósara og skiljanlegra af dálitlu reikningsdæmi. Setjum til dæmis sem svo, að öll framþróunin frá apamanni til nútimamanns, hafi farið fram á einum sólarhring (24 timum) en ekki hálfri milljón ára, eða lengri tima. Vér byrjum þá á miðnætti, og hugsum oss, að þá hafi apamenn verið ofan moldar i Asiu, og Afriku, og kannski einnig i Evrópu. Fyrstu tólf timana, það er frá miön. til hádegis daginn eftir, þekkjum vér harla litið og næstum ekki neitt til sögu mann- kynsins. Að visu er okkur kunn nokkur mjög frumstæð áhöld úr steini, og fá- ein brot steingerðra mannabeina. Þegar klukkan er 14, eða 2 eftir hádegi, er svo langt á daginn liðið, að vér rekumst loks á verur, sem meiri mannsmynd er á en fyrr, ef menn skyldi kalla, þaðer Neanderdalsmenn, sem þá ganga fram á sögusviðið. Um það bil fjórum til sex (4-6) stundum siðar, þaö er klukkan sex til átta sið- degis, hittum vér enn á sviðinu vora ágætu Neanderdalsmenn, allmiklu þróaðri og manneskjulegri en fyrr. Þegar klukkan er orðin hálfellefu til ellefu um kvöldið koma Cró-Magnon- menn i ljós, hið fyrsta kyn manna, sem fullvist er talið að séu beinir forfeður nútimamannsins. Og vert er að veita þvi athygli, að enn klukkan elleftu að kvöldi erum vér ekki lengra komin fram á leið á þróunarbrautinni, en til eldri steinaldar. A siðustu stund sólar- hringsins, frá klukkan ellefu til tólf um kvöldið, fer þróunin þó að verða hraðstigari en áður. A þremur siðustu stundarfjórðungunum eða svo, liða báðar steinaldir og bronsöldin fram Bogaskyttur — Heliismálverk frá Castellón á Spáni. Myndin er rúmur metri á hæð. hjá. Vor fyrsta sagnfræðileg vitneskja, um Egypta og Babýloniumenn, stafar frá seinustu átján til tuttugu (18-20) minútunum fyrir miðnætti, en timatal vort (frá fæðingu Krists) byrjar aðeins sex minútum fyrirklukkan tólf að nóttu, þegar einn sólarhringur er lið- inn. Nýöld mannkynssögunnar, sam- kvæmt þessum timareikningi, nær einungis yfir siðustu eina og hálfa (1 1/2) minútu sólarhringsins. öll hin örlagaþrungnu ár i sögu Norðurálfunnar, frá ófriðarbrölti Napoleons I. til beggja siðustu heims- styrjalda, spanna ekki yfir nema þrjátiu (30) sekúndur eða hálfa (1/2) minútu, eftir þessum timamæli, sem hér hefur verið settur fram og notaður til skilningsauka á framvindu sögunn- ar. Þar eð framanritað greinarkorn fjallar eingöngu um aldur mannsins á jörðinni, þykir viðeigandi að fara einn- ig örfáum orðum um aldur jarðarinn- ar sjálfrar. Undirritaðan minnir, að á æskuárum hans stæði það skráð skýr- um stöfum i almanökum þess tima, að Flutt á bls. 22 Sunnudagsblað Tímans 15

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.