Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Síða 11
Þetta er liklega á siövetri, og Höskuldur hefur lagt viö klára, því aö sjaid-
an er betra aö temja en á góu eöa einmánuöi.hafi hestunum verið sæmi-
lega hyglaö.
loknu upp i hábrún og fór að raula fyrir
munni sér:
Grýttan móa geri'i tún
gaman er að lifa af brún
grundu friða af grösum há
gerir vagga til og frá.
Svo var það siðar, er mér hafði tek-
izt að koma túninu út, þá fór ég að fikta
við að rækta skóg, langaði til þess —
það mislukkaðist nú. Svo langaði mig
lika til að rækta silung i vötnunum hér
á hálsinum, setti i þau seyði.
Það bar sums staðar árangur, fjölg-
aði vel, annars staðar miður. Þá varð
þetta til:
Fiskur i vötnum friðum
frjóvgist skógur i hliðum.
Grasið á völlum viðum
vaggast i bylgjum þýðum.
Gæðingum glæstum riðum
glói á skál vin tiðum.
— Þú hefur tekið að þér tamningu
hesta fyrir hina og þessa?
— Jú, sérstaklega þessa þrjá vetur,
sem ég var fyrir sunnan. Siðan hefur
þetta verið eitt og eitt dýr hér upp frá.
Gisli sonur minn tók viö búi hér þeg-
ar ég fluttist suður. Þrátt fyrir allt
þetta góða fólk syðra, fannst mér ein-
hvern veeinn að hugurinn stæði hér
efra. Hér er ég vel geymdur hjá syni
minum og þessari indælu tengdadótt-
ur, sem er eins og allar tengdadætur
ættu og þyrftu að vera.
— Hvað viltu segja um landabrugg?
— Ætli maður sleppi nú ekki svo-
leiðis smáævintýrum, sem hafa nú
kannski hneykslaö einhvern þá, en það
myndi ekki hneyksla þá háu herra
núna, hvort mysan gerjaði meira eða
minna.
— Jæja — hvað vilt þú svo hafa sem
lokaorð þessa viðtals, Höskuldur?
— Já — þaö væri þá helzt þetta:
Þá geisaði stormurinn strammi
ég stefnulaust fór á ról.
í fögrum fjalldalahvammi
ég finn nú um siðir skjól.
Dagur er liöinn að kvöldi og mér fer
eins og svo oft áður, þegar ég fer af
fundi þessa áttræða vinar mins, aö ég
þykist margfróðari um lifið i sveitun-
um i byrjun þessarar aldar. Höskuldur
hefur litlu glatað af þeim vorhug, sem
hann hóf búskap sinn með. Hann hefur
ennþá gaman af þvi aö skemmta sér
og stundar enn hestakaup og sölur. Nú
ekur hann um allt i lystikerru, sem
hann beitir hvitum gæöingi fyrir. Hann
svarar lika kröfum tímans og hefur
látið sér vaxa hökuskegg. Hann er lif-
andi sönnun þess sem Einar Ben.
kveður:
„knapinn á hestbaki er kóngur
um stund
kórónulaus á hann riki og
álfur”.
Kjartan Sigurjónsson
kennari i Reykholti.
Heiðarvörðurinn
„Sástu fuglana, sem flugu norður
af?” spurði Jón gamli fjárgæzlumað-
ur, þegar Hrafn kom inn i skúrinn til
hans. „Nei, ég tók ekki eftir þeim”,
svaraði Hrafn, „hvaða fuglar voru
það, Jón minn?” „Ég sá ekki betur en
það væru svanir”, svaraði Jón, „þeir
hafa verið aö fara heim i fjöröinn okk-
ar. Ætli þeir eigi ekki hreiður i gilja-
Sunnudagsblað Tímans
drögunum. Þar voru alltaf svanahjón
meðan ég var og hét”.
„Þú ertnúekkertúr leik, Jón minn”,
sagði Hrafn. „Þú gætir mæðiveikigirö-
ingar fyrir gamla héraðið okkar og
einnig fyrir önnur héruð. Þaö er sizt
minna starf en þú hafðir á hendi með-
an þú bjóst fyrir norðan”. „Það má
segja svo”, sagði Jón hugsandi. „Vist
er kyrrð heiöarinnar góð fyrir sálina,
að minnsta kosti stundum, en ysinn frá
þjóðveginum truflar of oft hugann og
gerir mann stundum eirðarlausan.
Hvar er billinn þinn, Hrafn?” „Hann
er hérna i vegarkantinum”, svaraði
Hrafn. „Ég er á leið norður i Húna-
vatnssýslu, en kunni þvi bezt að heilsa
upp á þig, eins og ég er vanur, Jón
19
'íh;;