Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Side 12
Eiríkur Sigurðsson:
Hríslan og lækurinn
minn”. „Þú gerðir vel með þvi”, sagði
Jón. „Þið gamlir sveitungar minir
gleymið ekki gamla vökumanninum,
þó að nú sé orðið langt milli bæja. Þú
býrð i Reykjavik, eins og við, er það
ekki svo?”
„Jú, ég hef gert það lengi”, svaraði
Hrafn. „Þar er gott að vera ekki siður
en heima”. „Þú segir ennþá heima”,
sagði Jón gamli og tók könnuna af
primusnum, en hann hafði yljað kaffi-
sopa fyrir gest sinn. „Það likar mér,
þegar ungir menn muna upphaf sitt.
Þeir þurfa ekki siður að muna það,
þegar þeir reyna að hasla sér völl á
nýjum stað. Aldrei gleymi ég bænum
minum, og nú helli ég i bollana upp á
það, Hrafn minn góður”. „Hvað finnst
þér um heiðina, Jón?”, spurði Hrafn,
þegar hann hafði rennt úr bollanum.
„Þú spyrð, hvað ég hugsi um heið-
ina”, svaraði Jón. „Ég er aldrei einn
hér. Þegar ég rölti fram með girðing-
unni, sé ég kindurnar horfa á mig
kyrrlátum augum, eins og þær vilji
segja. — Við þekkjum þig, þú hefur
gefið kynsystfum okkar á garða. — Já,
ærnar þekkja þá, sem hafa verið fjár-
menn öll sin manndómsár. Svo sé ég
og heyri mófuglana, helsingjana,
svanina, að ógleymdum hröfnunum,
nöfnum þinum. Hrafnar hafa alltaf
verið vinir minir, þeir hafa sjaldan
kroppað augun úr minum kindum,
enda fengu þeir oft góðan bita hjá mér,
og ekki var konan þeim siðri. Hún
skildi alla, jafnt þá, sem fljúga og þá,
sem ganga. Hún var börnunum móðir,
mér ástvinur og átti hjarta, sem rúm-
aði ást til alls, sem lifir. Hlýjan hennar
sneri út og gerði dagana góða. Þess
vegna vorum við rik i fátæktinni.
Henni var bros úr okkar mörgu barns-
augum meira virði en eignir og ör-
yggi”. „Já”, sagði Hrafn, „þú áttir fá-
gæta konu, Jón, og er öllum, sem
þekktu hana,gott að minnast hennar.
En þú tókst nú til hendinni með þennan
stóra barnahóp og enginn heyrði víl
frá þér”.
„Þó ekki væri”, svaraði heiðarvörð-
urinn. „Þeir þurfa ekki að kvarta, sem
eiga himin af hamingju yfir höfði sér.
Þeim verður daglegt strit að daglegri
gleði. Og ellin er þeim góð, sem eiga
við enga að sakast. Lifa sáttir við
sjálfa sig og umhverfið.
„Nú verð ég að kveðja”, sagði
Hrafn, „það liður á kvöldið og ég ætla
norður i nótt. Ég lit við hjá þér, ef ég
get, á suðurleið”.
„Gerðu það sagði heiðarvörðurinn
og rétti Hrafni höndina. „Og farðu svo
sæll og rólegur norður og berðu kveðju
frá gamla Jóni um leið og þú rennur
gegnum fjörðinn okkar. Vorblómin
anga alltaf mest, þegar kvöldið er að
Þjóðin okkar á margar ljóðperlur,
sem skáldin hafa gefið henni. Sumar
eru um landið ogfegurðþess, áörar um
strengi mannlegrar sálar. Hér verður
litillega sagt frá einni þessara perlna
sem sameinar þetta hvort tveggja.
Skömmu eftir fermingu komst ég yf-
ir Ljóðmæli Páls Ólafssonar. Ég var
mjög hrifinn af þeim og lærði margt af
ljóðunum. Þar á meðal kvæðið „Hrisl-
an og lækurinn”,sem mér hefur alltaf
þótt frábært listaverk. Að visu sá ég
aðeins landslagsmyndina fyrst, er ég
lærði kvæðið. Það var ekki fyrr en sið-
ar, að ég kunni að meta það sem ástar-
ljóð. Siðar gaf Ingi T. Lárusson, tón-
skáld, þessu kvæði vængi með hinu
ljúfa lagi sinu, eins og hinu fagra syst-
urljóði Páls „ó, blessuð vertu sum-
arsól”. Tveir snillingar hafa lagt sam-
an til að gera kvæðið „Hrisian og læk-
urinn” ógleymanlegt.
Margir hafa hrifizt af þessu ljóði
Páls, einkum þeir, sem þekkja eitt-
hvað til sögu hans, og hvernig honum
var innan brjósts um það leyti, sem
hann orti kvæðið. En enginn hefur opn-
að það til skilnings eins vel og
Benedikt Gislason frá Hofteigi i ævi-
sögu Páls. Það var likt Benedikt að
skilja kvæðið dýpri skilningi en aðrir
hafa gert.
Tilefni kvæðisins er talið, að Páll
hafi riðið i glöðum hópi inn ströndina
með fram Lagarfljóti áleiðis i Hall-
ormsstað. Benedikt telur, að gæðingur
hans i það skiptið hafi verið hesturinn
Óskasteinn. Yzt i skóginum var svo áð
i trjálundi. Þar blasti yrkisefnið við
Páli: Ein hrisla sérstök á grasbala
skammt frá læk, sem rann með ljúfum
niði gegnum skóginn. Þarna sá Páll
ekki aðeins fagurt landslag, heldur
skáldlegt tákn um mannlega sambúð.
breytast i nótt. Þau voru lika vinir
hennar”.
Hrafn gekk út i vorljóst kvöldið, en
áður en hann steig inn i bilinn, leit
hann við, þar sem Jón gamli stóð utan
við skýlið sitt, beinn i baki með áttatiu
ár mótuð i góðlegt og sviphreint andlit.
Einhvern veginn fannst Hrafni, að
vorið og heiðarvörðurinn hefðu alltaf
átt samleið i blómunum. Gráar hærur
og heitt hjarta, hugsaði Hrafn um leið
og hann ók af staM-áttina norður.
Og þó nisti hann sársauki eins og þá
var ástatt fyrir honum sjálfum. Senni-
lega hefur hann átt mestan þátt i að
knýja kvæðið fram. Hjarta hans bund-
ið við Eyjólfsstaði, en hann var kvænt-
ur maður á Hallfreðarstöðum. En
traust og virðing Þórunnar svo mikil,
að ekki kom til mála að breyta þar
neinu. 1 14 ár beið Ragnhildur á
Eyjólfsstöðum eftir að Páll flutti i
Hallfreðarstaði. Það hefur verið löng
bið. En þá fyrst, er Páll var orðinn
ekkjumaður á Hallfreðarstöðum, gátu
ástardraumar þeirra rætzt.
„Gott átt þú, hrisla, á grænum bala,
glöðum að hlýða lækjarnið.
Þið megið saman aldur ala,
unnast og sjást og talast við.
Þar slitur aldrei ykkar fundi,
indæl þig svæfa ljóðin hans.
Vekja þig æ af bliðum blundi
brennandi kossar unnustans”.
Þarna er brugðið upp fagurri lands-
lagsmynd, en þó enn unaðslegri mynd
af ást og sambúð. Hrislan unir við ljóð
lækjarins. sem svæfa hana á kvöldin.
Hún vaknar við þennan sama óm á
morgnanna, það eru morgunkossar
hennar. Unaður og fegurð lifsins eiga
sér bústað i þessum trjálundi.
„Svo þegar hnigur sól til fjalla,
sveigir þú niður limarnar
og lætur á kvöldin laufblöð falla
i lækinn honum til ununar.
Hvislar þá lækjar bláa buna
og brosandi kys ir laufið þitt:
„Þig skal ég ætið, ætið muna,
ástrika, bliða hjartað mitt”.
Þessi visa lýsir kvöldi elskenda.
Hrislanbýður læknum góða nótt með
þvi að láta laufblað falla i hann. Við
sjáum það fyrir okkur skoppa niður
eftir bárunum og lækinn taka á móti
þvi með kvöldkossi. Hann kallar til
hennar með ástarjátningu og heitir
henni eilifri tryggð. SkyldTRagnhiÍdi á
Eyjólfsstöðum ekki hafa þótt vænt um
þennan óm lækjarins? En hún hefur
eflaust manna bezt skilið ljóð Páls, svo
ljóðelsk sem hún var.
Siðasta visan er aðskilin frá hinum i
sumum útgáfum með striki eða
stjörnu. Enda dálitið frábrugðin þeim
að efni. Þar er ekki sama birtan,og
Flutt á bls. 22
20
Sunnudagsblað Tímans