Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Page 14
Hríslan og lækurinn Flutt af bls. 20 beiskjan laumast að i siðari hluta vis- unnar. ,,Þið grátið fögrum gleðitárum glaða morgna þá sólin ris, vitið ei hót af harmi sárum, haldið þið séuð i Paradis. Þið hafið ei reynt að syrgja og sakna, þá sérhver gleði i harma snýst, grátin að sofna, vonlaus vakna, vetur og dauða þekkið sizt”. I siðari hluta þessarar visu er sár- sauki og söknuður. Sársauki þess, sem ekki fær notið sama unaðar og hrislan og lækurinn. Söknuður þess, er sofnar grátin að kvöldi og vaknar vonlaus að morgni. Það hefur dregið ský fyrir sól. Talið er eftir gömlum mönnum, að kvæðið muni vera ort árið 1874, eða átta árum eftir að Páll flutti frá Eyjólfsstöðum. Skyldi honum hafa fundizt þau löng? En ef kvæðið er ort þetta ár, þá er það lika orðið þjóðhá- tiðarkvæði. Og skyldi nokkuð af þjóð- hátiðarkvæðunum frá Þingvöllum vera sungið eins oft og þetta kvæði Páls. Ef þetta er rétt með aldur kvæðisins, þá á það aldarafmæli 1974. Það kemur til okkar til að minna okkur á Pál. Væri ekki verðugt að minnast i senn afmælis kvæðisinsog þjóðhátiðarinnar með þvi að reisa Páli minnisvarða á Austurlandi? Austfirðingar hafa verið tómlátir um minningu Páls, nema i rituðu máli. Til er mynd af Páli eftir Rikarð Jónsson, sem hægt er að hafa á minnisvarða um hann. Einnig mun vera til einhver sjóður til að kosta minnisvarðann. þótt hann sé sennilega ekki nægilega stór. Vantar þá aðeins eitt, viljann — framtakið til að koma þessu i verk, og virðist það verðugt verkefni fyrir Menningarsamtök Fljótsdalshéraðs. Hrislan og lækurinn er eitt af þeim kvæðum Páls Ólafssonar, sem ber vott um snilld háns. Tákn kvæðisins eru skemmtileg og tekin úr islenzku lands- lagi, þar sem venjulegt fólk sér aðeins hrislu og læk. Mætti þetta fagra kvæði verða til að flýta fyrir þvi, að Páls verði minnzt, þar sem hlýir vestan vindar leiki um minnisvarða hans! Gleð- skapur Ég er stödd, þar sem mikið Íer reykt, þar sem lyft er glösum. Þaö er hlegið það er masað jafnvel grátið. Skyndilega gripur mig löngun að komast burt. Komast niður aö ströndinni baða mig i sjávarmálinu, þreifa á brimsorfnum steinunum, sjá sólina hneigja höfuð sitt i djúpið. Björk Ben. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-; arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson;: Andrés Kristjánsson (ritstjöri Sunnudagsblaðs Timáns);: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasofl,, Ritstjórnarskrif-: stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306.1: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusimi 12323 — auglýs-.; ingaslmi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. AskriftargjalcÞ 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein': takiö. Blaðaprent h.f. Frá kyni til kyns Flutt af bls. 15 frá sköpun heimsins væru liðin 6000 ár, sex þúsund ár. Sem fullorðinn maður las hann sér það til i bókum, að fræði menn fyrri alda hefði haft það fyrir- satt, að pláneta vor og allt sem henni fylgir, dautt og lifandi, hefði verið sköpuð skyndilega árið 4004 fyrir Krists burð, þó að ágreiningur væri um, hvort heldur það hefði verið að vor- eða haustlagi. Jafnframt las hann, að þessi kátlega vitleysa væri fram komin fyrir bókstaflegan skilning á trúarbók Hebrea, þ.e. nokkrum hluta Bibliunnar. Þá ágætu bók hætti undirritaður snemma að lesa sér til fróðleiks um slik efni, heldur leitaði vitneskju i öðrum ritum. Þar var honum tjáð, að til skamms tima hefðu menn talið aldur jarðarinnar vera 2000 milljónir ára, en nýjustu rannsóknir áliti hann vera 4000 milljónir, og ef til vill eitthvað meiri. Til þess að geía langt mál stutt skal það eitt sagt, að visindamenn á þvi sviði skipta aldri jarðar i þrjár aðal- aldir, fornöld, miðöld og nýöld. Nýöld- inni er svo skipt i tvö höfuðtimabil, tertiertimann og kvartertimann. Sé þvi nú slegið föstu, að aldur jarðarinn- ar nemi 4000 milljónum ára, og notað- ur sami timamælir sem hér a framan á aldri mannskynsins, þ.e. að hálf milljón (500.000) ára eru hugsuð sem einn sólarhringur, þá yrði allt æviskeið plánetunnar jörð ca. 24-25 ár, með 12 mánuðum þritugnættum. 6/12. '72, J. Hj. Lausn á 41. A, * T r krossgátu fl l a r k hf A K T /? I fl n V / L S V c N T fí 7? / il R Ú & p N * L / N A) V 5 N J) A I 'QvEr/JULZC / i H D vcKu'flLflO EKi l i £ RU n Lq C fl r> / /V P mt S S / 5 fl 5 K S j ’fí n ’a A N 'Al L ‘fí C U R G L /í S U Ð S'o L R L fí H F A N fl fí Lfl F I? £ K li 7t A u P fi F L B C NR S "i E i K fí flP £ H OK T < h' // n F R ú H ft T T A R fl N ,v / fl N 22 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.