Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Side 8
Næst og til vinstriá þessarimynd sértil Hvaleyrar og á Hval eyrarholt við Hafnarfjörð, þar sem Flóki hitti Herjólf aftur. En hvar var Herjólfshöfn? til vill bent honum á þennan stað sem vænlegan til búsetu. Þetta er vitanlega ágizkun ein, fyrst og fremst miðuð við, að Herjólfur i för Flóka sé sá sami og siðar er nefndur frændi Ingólfs og fóst- bróðir, en ekkert ósennilegri en ýmsar aðrar ágizkanir, sem menn leika sér við að setja fram um löngu liðna at- burði, þar sem skráðar heimildir eru af skornum skammti. Það er með talsverðum ólikindum, að raunsæismaðurinn Ingólfur Arnar- son hafi eingöngu látið tilviljunar- kennt rek öndvegissúlna sinna ráða öllu um það, hvar hann helgaði sér land til búsetu. Er ekki nær að álykta, að mat hans og jafnvel fleiri manna um kosti og lesti landsvæðisins i nám- unda við Reykjavik, hafi þar ráðið mestu um, og að það mat hafi verið gert i samræmi við eigin skynsemi, án þess að þar réði fyrst og fremst hjátrú og hindurvitni. Ljóst er af sögum, að menn voru um þessar mundir orðnir reikulir i trúarskoðunum. Hafnleysið við suðurströnd landsins var vitanlega ókostur þá eins og siðar, þótt þar séu margar blómlegar sveitir. 1 Reykjavik voru lendingarskilyrði aftur á móti sæmilega góð. Þar hefur óefað verið mörg matarholan i þann tið. Fiskur i sjó og ám, varphólmar fyrir landi, og fleira mætti telja. — Betlarinn Dag nokkurn, þegar ég var að fara yfir þjóöveginn, mætti ég betlara, hrumum og örvasa. Varirnar voru bláar, augun döpur og þrútin og gegnum karbætta tötrana sást, að allur likami hans var kaunum þakinn. Hversu hræðilega hafði ekki fá- tæktin afskræmt þessa ógæfusömu mannveru. Stynjandi rétti hann fram höndina, óhreina og rauða af kulda, og grátbað um hjálp. Eg leitaöi I öllum minum vösum en þar var hvorki pyngjan min né heldur úrið, jafvel vasaklút var þar ekki að finna. Ég var allslaus og þarna stóð betlarinn titrandi á beinunum frammi fyrir mér og hönd hans skalf. Sneyptur og miöur min greip ég þessa framréttu hönd, og þrýsti hana hlýlega...,,Taktu það ekki illa upp fyrir mér bróðir, en þvi miður hef ég ekkert á mér til að gefa þér.” Betlarinn horfði döprum augum sinum beint i andlit mér, bros færðist yfir bláar varnirnar og hann þrýsti hönd mina á móti. „Bróðir” muldraði hann loð- mæltur. ,,Kærar, kærar þakkir. Þú hefur þegar gefið mér gjöf.” Það var þá, sem ég skildi, að ég hafði þegið ölmusu. 392 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.