Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Qupperneq 16
ástarinnar — tilvonandi eiginkonu sina dandelions, boöberi vorsins, varð sorgarkóróna sorgar hennar — endur- minningar hennar sælustu daga. En hve vorið var dásamlegt. Til stórrar kaldrar borgar úr steini og járni höfðu skilaboð þess borizt. Þetta var litill boðberi frá ökrunum, i grænu vorkápunni sinni. Dandelions — þessi ljónstönn, eins og Fransmenn nefna iiana, þegar hún er i blóma og er stráð yfir hnotubrúnt hár hefðarstúlku, hef- ur hún sin áhrif á ástina. Hún hittir beínt i mark. Það leið ekki löng stund þangM til Söru tókst að reka tárin burt. Spjöldin varð að vélrita. Sem i draumi hélt hún vinnunni áfram með hug og hjarta bundið við sveitina og unga bóndann. En þegar hún var að vélrita Manhattan (binblanda) vildu lyklar vélarinnar ekki láta að stjórn. Kiukkan sex kom þjónninn með matinn og tók með sér matseðlana. Sara borðaði mat sinn hrygg i huga. Um klukkan háif sjö byrjuðu tvær per- sónur i næsta herbergi að rifast. Maðurinn i herberginu fyrir ofan fór að spila eitthvað, sem liktist músik, gasljósið varð eilitið daufara. Einhver fór aðmokakolum. Kettirnir breimuðu i bakgarðinum. Sara sá, að ekki var um annað að gera en lesa. Hún náði sér i bók, hagræddi fótunum á kassa og byrjaði að lesa. útidyrabjallan hringdi. Húseigand- inn svaraði: Sara lagði frá sér bókina og hlustaði. (Ó, jú, þú hefðir gert það lika, alveg eins og hún! — ekki satt?) Þá heyrðist hljómsterk rödd neðan úr andyrinu og Sara hljóp til dyra og skildi bókina eftir á gólfinu. (Agizkun þin er rétt) Hún stóð á stigapallinum i sama mund og bóndinn hennar kom upp, þrjár tröppur i einu stökki og þau voru saman. — Hvers vegna hefurðu ekki skrif- að? - Ó, hvers vegna? kjökraði Sara. - New York er fremur stór borg, sagði Walter Franklin. — Ég kom fyrir viku og fór þá til þins gamla dvalarstaðar. Mér var sagt, að þú værir flutt. Ég hef leitað þin siðan, með hjálp lögreglunnar og á annan hátt. — Ég skrifaði þér, stamaði Sara. — Ég hef ekki fengið það bréf. — Nú, hvernig fannstu mig þá? Ungi bóndinn brosti, það var vor i þvi brosi. — Ég fór inn á veitingahúsið, hérna við hliðina i kvöld. Mér er sama þó all- ir viti það. A þessum árstima finnst mér gott að fá mér eitthvað grænt að borða. Eg renndi augunum niður hinn snyrtilega vélritaða matseðil, i leit að einhverju sliku. En þegar ég gerði það, 400 sneri ég stólnum og hrópaði á eigand- ann. Hann sagði mér hvar þú byggir. — Hvers vegna? — Ég sá stórt W fyrir ofan linuna, Ritvélin þin myndi þekkjast á þvi hvar sem er i heiminum, sagði Franklin. Ungi maðurinn dró matseðil upp úr vasa sinum og benti á linu. Hún þekkti aftur fyrsta spjaldið, sém hún hafði skrifað um kvöldið. Það varenn þá blettur á hægra horni, þar sem tár hafði fallið. En yfir staðnum þar sem hefði átt að vera nafn á ákveðnum grænmetisrétti hafði minn- ingar um hið gullna blóm stýrt hend- inni til að slá á öfuga staði. Milli tveggja rétta á seðlinum var skýringin Astkæri Walter með harðsoðnum eggjum. Sagan af Bláfleðli og Leppasvuntu Gömul saga, sögumaður Þorsteinn Ólafsson Gilsárvöllum, Borgarfirði eystra. Einu sinni voru karl og kerling i koti. Það var fyrir ævalöngu. Þau áttu tvö börn, son og dóttur. Dóttirin hét Hallfleða og sonurinn Bokki. Ekki er getið fátæktar karls og kerlingar, en þau þóttu forn i háttum og vildu litið samneyti hafa við annað fólk. Aftur á móti langaði krakkana til þess að hitta fólk og sjá sig um. Mest langaði þau til þess að fara i kirkju, en ekki var við það kom- andi, hversu oft, sem þau báðu um það. Astæðan til þessarar neitunar um samneyti við annað fólk, var aðallega nöfnin á fjölskyldunni. Gömlu hjónin töldu, að þau yrðu öll höfð að háði og spotti, ef i almæli yrðu. Þó kom . að þvi, að karl og kerling ldtu undan þrábeiðni krakkanna um kirkjuferð. Leyfið var þó bundið þvi skilyrði, að þau segðu ekki nokkurt orð á kirkju- staðnum, heldur steinþegðu, hversu sem á þau væri gengið. Börnin hétu góðu um þetta, og siðan hóf öll sjölskyldan kirkjuferð- ina. Karl og kerling höfðu reynt að stilla svo til, að komu þeirra á kirkjustaðinn bæriað i þann mund, sem allir væru gengnir i kirkju. Þetta gekk eftir. Þau læddust inn og settust á krókbekk og létu litið á sér bera. Allt gekk nú slysalaust f fyrstu. - Presturinn miðlaði guðsorðinu úr stólnum og krakkarnir steinþögðu. Allt i einu verður Bokka litið á systur sina, og sér, að höfuöbúnað- ur hennar hallast svo,að honum þykir ekki hæfa á slikum stað. Seg- ir hann þá stundarhátt, svo að heyra mátti um alla kirkju: Hallast lin á höfði þin, Hallfleða systir mín. Hún gáði sin ekki og svaraði þegar: —Vel segir þú til litanna, Bokki bróðir. Kerling gáði sin þá ekki heldur og segir: —Bláfleðill minn, heyrir þú, hvað börnin okkar segja? Bláfleðill anzar: —Leppasvunta, láttu þau þegja. Þannig komst upp um nöfnin á fjölskyldunni og varð ekki lengur dulið. Sunnudagsblaö Timans T

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.