Morgunblaðið - 03.05.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 03.05.2004, Síða 1
2004  MÁNUDAGUR 3. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ANNAÐ SÆTIÐ INNAN SEILINGAR HJÁ CHELSEA / B3–4 SAMKVÆMT venju komust færri að en vildu á 1. maí-golfmótið sem haldið er árlega á Strand- arvelli á Hellu, en alls voru skráðir 276 kylf- ingar til leiks og fór fyrsti ráshópur af stað kl. 5.20 að morgni og sá síðasti var ræstur út kl. 17. Aldrei áður hafa svo margir kylfingar keppt á 1. maí-mótinu á Hellu. Margir af bestu kylf- ingum landsins tóku þátt en það var vallarstjór- inn á Garðavelli á Akranesi, Aðalsteinn Ingv- arsson, sem lék best án forgjafar en hann lauk leik á tveimur höggum undir pari, 68 höggum. Aðalsteinn tók nýlega við sem vallarstjóri á Akranesi en hann hefur undanfarin ár verið vallarstjóri á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Einar Long lék á einu höggi undir pari en hann keppir fyrir Golfklúbb Hellu og þriðji varð Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórs- son úr GKG – á parinu þegar upp var staðið. Vallarstjóri sigraði á Hellu GUNNAR Heiðar Þorvaldsson, framherji knattspyrnuliðs ÍBV, mun dvelja hjá danska úrvalsdeild- arliðinu AGF til reynslu á næstu dögum, samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla. Íslenski landsliðsframherjinn Helgi Sigurðsson er samningsbund- inn danska liðinu en hann kom frá norska liðinu Lyn í sumar. Gunnar Heiðar, sem er 22 ára og hefur leikið með U-21, U-19 og U-17 ára landsliðum Íslands, hefur verið markahæsti leikmaður ÍBV und- anfarin tvö ár og skorað 25 mörk fyrir félagið í 56 leikjum í úrvals- deildinni. Hann er samningsbund- inn ÍBV til næstu áramóta. Gunnar átti í mars sl. að fara til reynslu hjá norska liðinu Sogndal, en ekkert varð úr að hann færi þangað. AGF hefur gengið afar illa að skora mörk það sem af er leiktíð- inni í Danmörku en liðið er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar og hefur skorað 37 mörk í 27 leikj- um. Í gær tapaði það á útivelli gegn Bröndby, 2:0. Helgi Sigurðsson var í byrjunarliði AGF í leiknum en hann hefur átt við meiðsl að stríða undanfarna daga og lék ekki með íslenska landsliðinu gegn Lettum síðastliðinn miðvikudag vegna meiðsla. Gunnar Heiðar til reynslu hjá AGF GUÐJÓN Þórðarson, fyrrverandi knatt- spyrnustjóri ensku liðanna Stoke City og Barnsley, hefur samið við skoska úrvalsdeild- arliðið Hibernian út leik- tíðina og mun Guðjón starfa sem tæknilegur ráð- gjafi hjá félaginu. Guðjón sagði í gær við Morgun- blaðið að þetta hefði verið besta niðurstaðan fyrir báða aðila en aðeins þrjár umferðir eru eftir af tíma- bilinu og er skoska liðið í 7. sæti af alls 12 liðum. Bobby Williamson yfirgaf Edin- borgarliðið fyrir skömmu til að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Plymouth á Englandi og eru stjórnendur skoska liðsins í leit að eftirmanni hans. Guðjón sá Hibs leggja Dundee að velli á laugardaginn og sagði hann að þetta væri kær- komið tækifæri fyrir báða aðila. „Ég mun stýra æfingum liðins, í leikjum mun ég verða á hlið- arlínunni og stýra málum, auk þess sem ég mun ræða við stjórnendur félagsins um innra starf þess og finna með þeim leiðir sem eru vænlegar til árangurs,“ sagði Guðjón og bætti því við að hann væri með fleiri járn í eldinum og þessi lausn hefði verið ákjósanleg niður- staða. Ekki hefði verið talið ákjósanlegt að semja til lengri tíma en umræður þess efnis myndu eiga sér stað í lok leiktíðar. „Ég mun vinna líkt og framkvæmdastjóri hjá félaginu út leiktíðina og báðir aðilar ganga til þessa sam- starfs með opnum huga. Þeir þurftu á manni að halda undir eins og ég var reiðubúinn að taka þetta verkefni að mér. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðjón Þórðarson. Guðjón til Hibs Guðjón Morgunblaðið/Jim Smart Valsmenn fögnuðu vel og innilega eftir sigurinn á ÍR á Hlíðarenda í gær en með honum tryggðu þeir sér sæti í úrslitum. Örv- ar Rúdólfsson, Ragnar Ægisson, Heimir Örn Árnason og Hjalti Þór Pálmason eru glaðir á meðal stuðningsmanna Vals. JÚLÍUS Jónasson, þjálfari og leikmaður ÍR, lauk 23 ára keppn- isferli sínum í meistaraflokki á sama stað og hann hóf ferilinn en Júlíus er sem kunnugt er fæddur og uppalinn Valsmaður og lék með Val í mörg ár áður en hann gerðist atvinnumaður og tók síðan við stjórninni hjá ÍR. „Þetta var minn síðasti leikur sem leikmaður og því miður þurfti ég að draga mig í hlé vegna meiðsla sem ég hlaut á auga í fyrri hálfleik. Ég er búinn að æfa og keppa í handknattleik í 28 ár, þar af 23 í meistaraflokki. Ég byrjaði hér á Hlíðarenda og örlögin hög- uðu því svo að ég lauk ferli mínum á sama stað. Ég hefði samt kosið að enda annars staðar en það verð- ur ekki á allt kosið,“ sagði Júlíus við Morgunblaðið. Júlíus er með samning áfram við ÍR en hann segir að fljótlega verði sest niður og rætt um fram- haldið. „Ég er jákvæður fyrir því að halda áfram en samningurinn er opinn í báða enda. Þetta var há- spennuleikur og við hefðum hæg- lega getað farið með sigur af hólmi. Það þarf heppni þegar leik- ir þróast með þessum hætti og hún var Valsmegin að þessu sinni.“ Júlíus Jónasson lauk keppnisferlin- um á Hlíðarenda Ólafur meistari með Ciudad Real ÓLAFUR Stefánsson varð í gær spænskur meistari í handknattleik með liði Ciud- ad Real þegar liðið gerði jafntefli, 25:25, gegn Port- land San Antonio. Þetta er fyrsti meistaratitillinn í sögu Ciudad Real en liðið vann fyrr á leiktíðinni sigur í deildabikarkeppninni. Ólafur skoraði 3 mörk gegn Portland en Alberto Enterríos var markahæstur með 6 mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði 3 mörk fyrir Bidasoa og Heiðmar Felixson 1 þegar lið þeirra tapaði fyrir Altea.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.